Erlent

Boða hertari aðgerðir gegn reykingum

Stjórnarandstaðan í Danmörku boðar hertari aðgerðir gegn reykingum nái hún að fella ríkisstjórnina í komandi kosningum. Segir hún núverandi reykingalög ekki nógu góð í að vernda fólk fyrir óbeinum reykingum.

Reykingabann á veitingastöðum og öðrum opinberum byggingum tók gildi í Danmörku í ágúst. Bannið þykir að mörgu leyti hafa heppnast vel en þó eru sumir sem segja það ekki ganga nógu langt. Þannig ná lögin aðeins til veitingastaða sem eru yfir 40 fermetrar að stærð.

Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, boðaði í vikunni til þingkosninga þar í landi. Kosningarnar fara fram eftir þrjár vikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×