Fleiri fréttir

Ætla að kæra Tyrki til Mannréttindadómstólsins

Foreldrar 17 ára gamals þýsks pilts íhuga nú að kæra tyrknesk stjórnvöld til Mannréttindadómstólsins í Strassborg. Pilturinn hefur setið í gæsluvarðhaldi í Tyrklandi í 200 daga en hann er sakaður um að hafa átt mök við stúlku undir lögaldri. Í morgun ákvað dómstóll í Istanbúl að framlengja gæsluvarðhaldi yfir piltinum um óákveðinn tíma.

Aukinn viðbúnaður í Rangún

Vopnaðir lögreglumenn umkringdu klaustur í Rangún höfuðborg Búrma í dag og á götum borgarinnar varð vart við herta öryggisgæslu. Í gær ræddu fulltrúar herforingjastjórnarinnar í Búrma við helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar.

LÚS-ER

Flatlúsin er í útrýmingarhættu að sögn danska blaðsins Nyhedsavisen. Blaðið segir að danska Náttúruminjasafnið sé nú með allar klær úti til þess að ná sér í eintök af kvikindinu.

Ég át hana ekki

Mexíkóski rithöfundurinn Jose Luis Calvas hefur viðurkennt að hafa myrt unnustu sína en neitar að hafa steikt hana og étið.

Ályktun um þjóðarmorð út af borðinu

Þingmenn á bandaríska þinginu sem stóðu að ályktun sem hefði viðurkennt þjóðarmorð Tyrkja á Armenum, hættu við að krefjast þess að kosið yrði um málið í gær.

Ævisaga Blair á leiðinni

Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands hefur skrifað undir samning við útgáfufyrirtæki sem ætlar að gefa út ævisögu hans. Ekki er gert ráð fyrir að bókin komi út fyrr en í fyrsta lagi eftir tvö ár.

Forn handrit upp á yfirborðið á ný

Fornleifafræðingar hafa hafið á ný uppgröft forns handritasafns sem staðsett er í rústum rómversku borgarinnar Herculaneum á Ítalíu og er talið innihalda ævaforn grísk og rómversk handrit.

Fáir flóttamenn vildu fara heim gegn peningagreiðslu

Aðeins tveir af þeim 150 íröksku flóttamönnum sem vísað hefur verið úr landi í Danmörku hafa samþykkt að snúa aftur til heimalands síns. Fá þeir rúma hálfa milljón í greiðslu frá dönskum yfirvöldum. Sautján aðrir hafa lýst yfir áhuga á að fara heim gegn peningagreiðslu.

Tony Blair skrifar ævisögu

Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hyggst skrifa bók um embættistíð sína í Downing Street. Í dag undirritaði hann útgáfusamning við fyrirtækið Random House.

Heimilið brann til kaldra kola

Íslensk kona sem missti heimilið sitt í skógareldunum í Kaliforníu ætlar sér að flytja alfarið í burtu af svæðinu. Aðeins þrjár klukkstundir liðu frá því hún þurfti að yfirgefa húsið þangað til það var brunnið til kaldra kola.

Vildu smygla yfir eitt hundrað börnum úr landi

Lögreglan í Afríkuríkinu Chad handtók í dag hóp Frakka fyrir að reyna að smygla meira en eitt hundrað börnum úr landi. Börnin átti að flytja til Frakklands til ættleiðingar.

Pútín vill ekki refsiaðgerðir gegn Íran

Pútín Rússlandsforseti sagðist í dag vera mótfallinn frekari refsiaðgerðum gegn Íran. Þetta kom fram í máli Pútíns á blaðamannafundi í Lissabon í Portúgal.

Orð Díönu eftir slysið: „Guð minn góður“

Slökkviliðsmaður sem kom á slysstað í Alma göngunum í París strax eftir slysið sem tók líf Díönu prinsessu og Dody Fayed ástmanns hennar bar vitni fyrir dómi í dag. Hann sagði prinsessuna hafa endurtekið í sífellu orðin „Oh my God“.

Mattel innkallar fleiri leikföng

Leikfangarisinn Mattel hefur innkallað 55 þúsund leikföng vegna þess að málning á þeim inniheldur of mikið blý. Þetta er í fjórða skiptið á síðustu sex mánuðum sem Mattel innkallar leikföng sem fyrirtækið lætur framleiða í Kína.

Tyrkir stráfella kúrdiska skæruliða

Tyrkneskar hersveitir felldu í dag þrjátíu kúrdiska skæruliða við landamæri Íraks. Tyrkneska herstjórnin segir að minnst sextíu og fjórir kúrdar hafi þá verið felldir síðan á sunnudag.

London og Berlín hægustu borgir Evrópu

London er hægasta borg Evrópu miðað við umferðarhraða samkvæmt nýlegri rannsókn. Meðalhraði í London mældist rétt 19 kílómetrar á klukkustund. Berlín er í næst neðsta sæti en þar mældist meðalhraðinn 24 kílómetrar á klukkstund.

Gorbachev neitaði að fjarlægja valbrána

Mikhail Gorbachev fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna upplýsti í danska sjónvarpinu í gærkvöldi að sér hefði aldrei komið til hugar að láta fjarlægja valbrána af höfði sér.

Suu Kyi á fund herforingja

Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Búrma, fór í morgun til fundar við fulltrúa herforingjastjórnarinnar þar. Suu Kyi fór í fylgd fulltrúar stjórnarinnar frá heimili sínu þar sem hún hefur mátt dúsa í stofufangelsi um nokkurra ára skeið.

Fyrsta farþegaflug ofurþotu

Stærsta farþegaþota í heimi, Airbus A380, lenti í Sydney í Ástralíu í morgun eftir sögulegt flug frá Singapúr. Ekki mátti það seinna vera því framleiðslan hefur tafist um tvö ár og kostað marga starfsmenn Airbus vinnuna.

Rosalegt mannfall í Ríó

Lögreglan í Rio de Janeiro skaut næstum sjöhundruð manns til bana á fyrstu sex mánuðum þessa árs.

Flýta afhendingu orrustuþotna til Ísraels

Bandaríkin hafa ákveðið að flýta afhendingu hinna nýju F-35 orrustuþotna til Ísraels um tvö ár til þess að tryggja landinu yfirburði yfir Íranska flugherinn.

Kate McCann er sorgmædd og einmana

Tár Kate McCann sem féllu í sjónvarpsviðtali eru ekkert miðað við þá sorg sem hún hefur falið fyrir myndavélum. Þetta sagði talsmaður fjölskyldunnar eftir að kate brotnaði saman í viðtali við hana og Gerry á spánskri sjónvarpsstöð í gær.

Kínverjar tregir til aðgerða gegn Búrma

Erindreki Sameinuðu þjóðanna hefur lokið viðræðum sínum við Kínverja, sem miðuðu að því að fá Kína til að þrýsta á stjórnvöld í Búrma um aukið lýðræði og mannréttindi í landinu.

Stærsta farþegaflugvél heims í jómfrúarferð

Stærsta farþegaflugvél heimsins Airbus A380, lenti nú fyrir stundu á flugvellinum í Sidney í Ástralíu eftir sjö tíma flug frá Singapore. Þetta var fyrsta áætlunarflug vélarinnar. Það er flugfélagið Singapore Airlines sem fyrst félaga tekur vélina í sína þjónustu.

Móðirin fannst látin

Breska móðirinn sem hvarf í kjölfar þess að dóttir hennar féll fram af svölum á hóteli í Mæjorka á mánudag er líklegast látin. Búist er við því að spænsk lögregluyfirvöld staðfesti í dag að kona sem fannst látin í helli í gærkvöld sé í raun móðirin.

Notuðu Voodoo til að ná valdi á börnum

Lögreglan í Hollandi hefur upprætt glæpahring sem grunaður er um að hafa staðið að smygli á börnum frá Nígeríu til Evrópu þar sem þau voru seld í kynlífsþrælkun.

Santa Ana vindurinn í rénun

Santa Ana vindurinn sem haldið hefur lífi í skógareldunum í Kalíforníu og náði á tímablili styrk fellibyls, er í rénun. Þetta hafa slökkviliðsmenn nýtt sér og hafa í nótt hamast við að skvetta vatni úr flugvélum á stærstu eldana í San Bernardino fjöllunum með góðum árangri.

Tíu létu lífið eftir að brotsjór gekk yfir olíuborpall

Tíu létu lífið eftir að mikill brotsjór gekk yfir olíuborpall á Mexíkóflóa í dag. Allir starfsmenn borpallsins, 81 að tölu, neyddust til að flýja pallinn og fara í björgunarbáta. Björgunarsveitir hafa náð að bjarga 58 mönnum en yfir tuttugu er enn saknað.

Tyrkir gera loftárás á fjallaþorp í Írak

Tyrkneskar herþotur vörpuðu í dag sprengjum á kúrdískt fjallaþorp í norðurhluta Íraks. Nokkur mannvirki skemmdust í árásinni en engan sakaði að sögn yfirvalda í Írak.

Rasmussen boðar til þingkosninga í Danmörku

Þingkosningar verða í Danmörku eftir þrjár vikur - um einu og hálfu ári á undan áætlun. Sitjandi stórn óskar umboðs til að hrinda í framkvæmd breytingum á velferðar- og skattkerfi landsins

Bush vill auka lýðræðisþróun á Kúbu

Bush Bandaríkjaforseti lagði í dag fram fjölmargar tillögur sem snúa að því að auka lýðræði á Kúbu. Vill forsetinn meðal annars auka stuðning við lýðræðisleg öfl á Kúbu og opna fyrir hvers konar góðgerðarstarfsemi þar í landi.

Vilja auka umhverfisvitund Frakka

Frestun vegaframkvæmda og lagningu nýrra flugvalla er meðal þess sem lagt er til í skýrslu starfshóps um stefnumótun í frönskum umhverfismálum sem Nicolas Sarkozy, forset Frakklands, skipaði. Þá er ennfremur lagt til að settur verður skattur á þungabifreiðar og að óumhverfisvænir bílar verði merktir sérstaklega.

Tékkar ævareiðir út í Bandaríkjamenn

Ráðamenn í Tékklandi eru ævareiðir út í bandarísk stjórnvöld eftir að þau veltu upp þeim möguleika að rússneskir hermenn gætu fengið aðstöðu á tékkneskri grund. Málið kom upp í tengslum við umræðuna um uppsetningu ratsjárstöðvar í Tékklandi vegna eldflaugavarnakerfis Bandaríkjamanna.

Tveir féllu í átökum í Palestínu

Tveir Palestínumenn féllu þegar til átaka kom milli þeirra og ísraelskra hermanna á Gaza svæðinu í morgun. Talsmenn ísraelska hersins segja að mennirnir hafi verið skotnir eftir að þeir skutu þremur flugskeytum í átt að Ísrael.

Kínversku könnunargeimfari skotið á loft

Kínverjar skutu í morgun á loft geimkönnunarfarinu Change'e 1 en því er ætlað að rannsaka landslag og þykkt jarðefna á tunglinu. Farinu var skotið á loft frá Xichang geimferðarmiðstöðinni í suðvesturhluta Kína.

Opna aftur flotastöð við Suðurskautslandið

Yfirvöld í Chile í Suður Ameríku hafa ákveðið að taka aftur í notkun flotastöð við Suðurskautslandið en stöðinni var lokað fyrir fimm árum. Vilja Chilebúar með þessu tryggja hagsmuni sína á svæðinu.

Sjá næstu 50 fréttir