Fleiri fréttir Ætla að kæra Tyrki til Mannréttindadómstólsins Foreldrar 17 ára gamals þýsks pilts íhuga nú að kæra tyrknesk stjórnvöld til Mannréttindadómstólsins í Strassborg. Pilturinn hefur setið í gæsluvarðhaldi í Tyrklandi í 200 daga en hann er sakaður um að hafa átt mök við stúlku undir lögaldri. Í morgun ákvað dómstóll í Istanbúl að framlengja gæsluvarðhaldi yfir piltinum um óákveðinn tíma. 26.10.2007 15:07 Gerðu Ísraelar árás á kjarnorkuver í Sýrlandi? Nýjar gervihnattamyndir sýna að Sýrlendingar hafa jafnað við jörðu byggingu sem hugsanlega var leynilegt kjarnorkuver, sem Ísraelar gerðu loftárás á í síðasta mánuði. 26.10.2007 13:27 Aukinn viðbúnaður í Rangún Vopnaðir lögreglumenn umkringdu klaustur í Rangún höfuðborg Búrma í dag og á götum borgarinnar varð vart við herta öryggisgæslu. Í gær ræddu fulltrúar herforingjastjórnarinnar í Búrma við helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar. 26.10.2007 12:36 Mannkynið mun skiptast í yfir- og undirstétt á næstu hundrað þúsund árum Mannkynið mun í framtíðinni skiptast í tvo hópa: Vel gefna, hávaxna, fagra og sjarmerandi einstaklinga og svo lágstétt stuttra og ljótra heimskingja. Þessu heldur þróunarfræðingurinn Oliver Curry frá London School of Economics fram að gerist á næstu hundrað þúsund árum. 26.10.2007 12:13 LÚS-ER Flatlúsin er í útrýmingarhættu að sögn danska blaðsins Nyhedsavisen. Blaðið segir að danska Náttúruminjasafnið sé nú með allar klær úti til þess að ná sér í eintök af kvikindinu. 26.10.2007 11:31 Ég át hana ekki Mexíkóski rithöfundurinn Jose Luis Calvas hefur viðurkennt að hafa myrt unnustu sína en neitar að hafa steikt hana og étið. 26.10.2007 10:52 Ísraelar vilja loka fyrir rafmagn til Gaza strandarinnar Ísraelar ráðgera að loka fyrir rafmagn til Gaza strandarinnar vegna eldflaugaárása þaðan yfir til Ísraels. 26.10.2007 10:20 Ályktun um þjóðarmorð út af borðinu Þingmenn á bandaríska þinginu sem stóðu að ályktun sem hefði viðurkennt þjóðarmorð Tyrkja á Armenum, hættu við að krefjast þess að kosið yrði um málið í gær. 26.10.2007 08:22 Ævisaga Blair á leiðinni Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands hefur skrifað undir samning við útgáfufyrirtæki sem ætlar að gefa út ævisögu hans. Ekki er gert ráð fyrir að bókin komi út fyrr en í fyrsta lagi eftir tvö ár. 26.10.2007 08:15 Brennuvargur á ferð í Kalíforníu Einn af stærri eldunum sem nú brenna í Suður Kalíforníu var kveiktur af ásettu ráði af manni sem greinilega kann til verka. 26.10.2007 07:16 Forn handrit upp á yfirborðið á ný Fornleifafræðingar hafa hafið á ný uppgröft forns handritasafns sem staðsett er í rústum rómversku borgarinnar Herculaneum á Ítalíu og er talið innihalda ævaforn grísk og rómversk handrit. 26.10.2007 05:00 Fáir flóttamenn vildu fara heim gegn peningagreiðslu Aðeins tveir af þeim 150 íröksku flóttamönnum sem vísað hefur verið úr landi í Danmörku hafa samþykkt að snúa aftur til heimalands síns. Fá þeir rúma hálfa milljón í greiðslu frá dönskum yfirvöldum. Sautján aðrir hafa lýst yfir áhuga á að fara heim gegn peningagreiðslu. 25.10.2007 20:16 Tony Blair skrifar ævisögu Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hyggst skrifa bók um embættistíð sína í Downing Street. Í dag undirritaði hann útgáfusamning við fyrirtækið Random House. 25.10.2007 19:46 Heimilið brann til kaldra kola Íslensk kona sem missti heimilið sitt í skógareldunum í Kaliforníu ætlar sér að flytja alfarið í burtu af svæðinu. Aðeins þrjár klukkstundir liðu frá því hún þurfti að yfirgefa húsið þangað til það var brunnið til kaldra kola. 25.10.2007 19:22 Þrjú til fimm þúsund heimili eldinum að bráð í San Diego Talið er að á milli þrjú til fimm þúsund heimili hafi orðið eldinum að bráð í San Diego borg í Kaliforníu. 25.10.2007 19:12 Vildu smygla yfir eitt hundrað börnum úr landi Lögreglan í Afríkuríkinu Chad handtók í dag hóp Frakka fyrir að reyna að smygla meira en eitt hundrað börnum úr landi. Börnin átti að flytja til Frakklands til ættleiðingar. 25.10.2007 18:54 Pútín vill ekki refsiaðgerðir gegn Íran Pútín Rússlandsforseti sagðist í dag vera mótfallinn frekari refsiaðgerðum gegn Íran. Þetta kom fram í máli Pútíns á blaðamannafundi í Lissabon í Portúgal. 25.10.2007 17:54 Yfir tuttugu láta lífið í sprengjuárás í Pakistan Tuttugu og einn lét lífið í sprengjuárás í norðvesturhluta Pakistan í dag. Svo virðist sem um sjálfsmorðssprengjuárás hafi verið að ræða. 25.10.2007 17:38 Orð Díönu eftir slysið: „Guð minn góður“ Slökkviliðsmaður sem kom á slysstað í Alma göngunum í París strax eftir slysið sem tók líf Díönu prinsessu og Dody Fayed ástmanns hennar bar vitni fyrir dómi í dag. Hann sagði prinsessuna hafa endurtekið í sífellu orðin „Oh my God“. 25.10.2007 17:00 Mattel innkallar fleiri leikföng Leikfangarisinn Mattel hefur innkallað 55 þúsund leikföng vegna þess að málning á þeim inniheldur of mikið blý. Þetta er í fjórða skiptið á síðustu sex mánuðum sem Mattel innkallar leikföng sem fyrirtækið lætur framleiða í Kína. 25.10.2007 16:41 Tyrkir stráfella kúrdiska skæruliða Tyrkneskar hersveitir felldu í dag þrjátíu kúrdiska skæruliða við landamæri Íraks. Tyrkneska herstjórnin segir að minnst sextíu og fjórir kúrdar hafi þá verið felldir síðan á sunnudag. 25.10.2007 14:44 London og Berlín hægustu borgir Evrópu London er hægasta borg Evrópu miðað við umferðarhraða samkvæmt nýlegri rannsókn. Meðalhraði í London mældist rétt 19 kílómetrar á klukkustund. Berlín er í næst neðsta sæti en þar mældist meðalhraðinn 24 kílómetrar á klukkstund. 25.10.2007 14:32 Gorbachev neitaði að fjarlægja valbrána Mikhail Gorbachev fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna upplýsti í danska sjónvarpinu í gærkvöldi að sér hefði aldrei komið til hugar að láta fjarlægja valbrána af höfði sér. 25.10.2007 14:11 Eldar loga á svæði sem er stærra en Reykjanesskaginn Eldarnir í Kaliforníu hafa brunnið á sautján hundruð ferkílómetra svæði sem jafngildir því að eldar loguðu frá tánni á Reykjanesskaga, allan skagann og að þjóðgarðinum á Þingvöllum. 25.10.2007 13:16 Suu Kyi á fund herforingja Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Búrma, fór í morgun til fundar við fulltrúa herforingjastjórnarinnar þar. Suu Kyi fór í fylgd fulltrúar stjórnarinnar frá heimili sínu þar sem hún hefur mátt dúsa í stofufangelsi um nokkurra ára skeið. 25.10.2007 13:05 Fyrsta farþegaflug ofurþotu Stærsta farþegaþota í heimi, Airbus A380, lenti í Sydney í Ástralíu í morgun eftir sögulegt flug frá Singapúr. Ekki mátti það seinna vera því framleiðslan hefur tafist um tvö ár og kostað marga starfsmenn Airbus vinnuna. 25.10.2007 12:59 Rosalegt mannfall í Ríó Lögreglan í Rio de Janeiro skaut næstum sjöhundruð manns til bana á fyrstu sex mánuðum þessa árs. 25.10.2007 11:31 Flýta afhendingu orrustuþotna til Ísraels Bandaríkin hafa ákveðið að flýta afhendingu hinna nýju F-35 orrustuþotna til Ísraels um tvö ár til þess að tryggja landinu yfirburði yfir Íranska flugherinn. 25.10.2007 11:03 Kate McCann er sorgmædd og einmana Tár Kate McCann sem féllu í sjónvarpsviðtali eru ekkert miðað við þá sorg sem hún hefur falið fyrir myndavélum. Þetta sagði talsmaður fjölskyldunnar eftir að kate brotnaði saman í viðtali við hana og Gerry á spánskri sjónvarpsstöð í gær. 25.10.2007 10:06 Kínverjar tregir til aðgerða gegn Búrma Erindreki Sameinuðu þjóðanna hefur lokið viðræðum sínum við Kínverja, sem miðuðu að því að fá Kína til að þrýsta á stjórnvöld í Búrma um aukið lýðræði og mannréttindi í landinu. 25.10.2007 08:31 Stærsta farþegaflugvél heims í jómfrúarferð Stærsta farþegaflugvél heimsins Airbus A380, lenti nú fyrir stundu á flugvellinum í Sidney í Ástralíu eftir sjö tíma flug frá Singapore. Þetta var fyrsta áætlunarflug vélarinnar. Það er flugfélagið Singapore Airlines sem fyrst félaga tekur vélina í sína þjónustu. 25.10.2007 08:29 Móðirin fannst látin Breska móðirinn sem hvarf í kjölfar þess að dóttir hennar féll fram af svölum á hóteli í Mæjorka á mánudag er líklegast látin. Búist er við því að spænsk lögregluyfirvöld staðfesti í dag að kona sem fannst látin í helli í gærkvöld sé í raun móðirin. 25.10.2007 08:23 Notuðu Voodoo til að ná valdi á börnum Lögreglan í Hollandi hefur upprætt glæpahring sem grunaður er um að hafa staðið að smygli á börnum frá Nígeríu til Evrópu þar sem þau voru seld í kynlífsþrælkun. 25.10.2007 08:19 Santa Ana vindurinn í rénun Santa Ana vindurinn sem haldið hefur lífi í skógareldunum í Kalíforníu og náði á tímablili styrk fellibyls, er í rénun. Þetta hafa slökkviliðsmenn nýtt sér og hafa í nótt hamast við að skvetta vatni úr flugvélum á stærstu eldana í San Bernardino fjöllunum með góðum árangri. 25.10.2007 08:06 Tíu létu lífið eftir að brotsjór gekk yfir olíuborpall Tíu létu lífið eftir að mikill brotsjór gekk yfir olíuborpall á Mexíkóflóa í dag. Allir starfsmenn borpallsins, 81 að tölu, neyddust til að flýja pallinn og fara í björgunarbáta. Björgunarsveitir hafa náð að bjarga 58 mönnum en yfir tuttugu er enn saknað. 24.10.2007 20:32 Fjórir létu lífið þegar fjölbýlishús sprakk í loft upp Að minnsta kosti fjórir létu lífið þegar fjölbýlishús í borginni Samara í Rússlandi sprakk í loft upp í dag. Önnur hlið hússins gjöreyðilagðist í sprengingunni. 24.10.2007 20:05 Tyrkir gera loftárás á fjallaþorp í Írak Tyrkneskar herþotur vörpuðu í dag sprengjum á kúrdískt fjallaþorp í norðurhluta Íraks. Nokkur mannvirki skemmdust í árásinni en engan sakaði að sögn yfirvalda í Írak. 24.10.2007 19:45 Rasmussen boðar til þingkosninga í Danmörku Þingkosningar verða í Danmörku eftir þrjár vikur - um einu og hálfu ári á undan áætlun. Sitjandi stórn óskar umboðs til að hrinda í framkvæmd breytingum á velferðar- og skattkerfi landsins 24.10.2007 19:22 Bush vill auka lýðræðisþróun á Kúbu Bush Bandaríkjaforseti lagði í dag fram fjölmargar tillögur sem snúa að því að auka lýðræði á Kúbu. Vill forsetinn meðal annars auka stuðning við lýðræðisleg öfl á Kúbu og opna fyrir hvers konar góðgerðarstarfsemi þar í landi. 24.10.2007 19:16 Vilja auka umhverfisvitund Frakka Frestun vegaframkvæmda og lagningu nýrra flugvalla er meðal þess sem lagt er til í skýrslu starfshóps um stefnumótun í frönskum umhverfismálum sem Nicolas Sarkozy, forset Frakklands, skipaði. Þá er ennfremur lagt til að settur verður skattur á þungabifreiðar og að óumhverfisvænir bílar verði merktir sérstaklega. 24.10.2007 18:36 Tékkar ævareiðir út í Bandaríkjamenn Ráðamenn í Tékklandi eru ævareiðir út í bandarísk stjórnvöld eftir að þau veltu upp þeim möguleika að rússneskir hermenn gætu fengið aðstöðu á tékkneskri grund. Málið kom upp í tengslum við umræðuna um uppsetningu ratsjárstöðvar í Tékklandi vegna eldflaugavarnakerfis Bandaríkjamanna. 24.10.2007 17:31 Tveir féllu í átökum í Palestínu Tveir Palestínumenn féllu þegar til átaka kom milli þeirra og ísraelskra hermanna á Gaza svæðinu í morgun. Talsmenn ísraelska hersins segja að mennirnir hafi verið skotnir eftir að þeir skutu þremur flugskeytum í átt að Ísrael. 24.10.2007 17:07 Kínversku könnunargeimfari skotið á loft Kínverjar skutu í morgun á loft geimkönnunarfarinu Change'e 1 en því er ætlað að rannsaka landslag og þykkt jarðefna á tunglinu. Farinu var skotið á loft frá Xichang geimferðarmiðstöðinni í suðvesturhluta Kína. 24.10.2007 16:22 Opna aftur flotastöð við Suðurskautslandið Yfirvöld í Chile í Suður Ameríku hafa ákveðið að taka aftur í notkun flotastöð við Suðurskautslandið en stöðinni var lokað fyrir fimm árum. Vilja Chilebúar með þessu tryggja hagsmuni sína á svæðinu. 24.10.2007 16:06 Danska ríkisstjórnin heldur velli samkvæmt skoðanakönnunum Ríkisstjórn Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmekur, heldur velli samkvæmt tveimur skoðanakönnunum sem fjallað er um á vef Berlingske Tidende. 24.10.2007 15:52 Sjá næstu 50 fréttir
Ætla að kæra Tyrki til Mannréttindadómstólsins Foreldrar 17 ára gamals þýsks pilts íhuga nú að kæra tyrknesk stjórnvöld til Mannréttindadómstólsins í Strassborg. Pilturinn hefur setið í gæsluvarðhaldi í Tyrklandi í 200 daga en hann er sakaður um að hafa átt mök við stúlku undir lögaldri. Í morgun ákvað dómstóll í Istanbúl að framlengja gæsluvarðhaldi yfir piltinum um óákveðinn tíma. 26.10.2007 15:07
Gerðu Ísraelar árás á kjarnorkuver í Sýrlandi? Nýjar gervihnattamyndir sýna að Sýrlendingar hafa jafnað við jörðu byggingu sem hugsanlega var leynilegt kjarnorkuver, sem Ísraelar gerðu loftárás á í síðasta mánuði. 26.10.2007 13:27
Aukinn viðbúnaður í Rangún Vopnaðir lögreglumenn umkringdu klaustur í Rangún höfuðborg Búrma í dag og á götum borgarinnar varð vart við herta öryggisgæslu. Í gær ræddu fulltrúar herforingjastjórnarinnar í Búrma við helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar. 26.10.2007 12:36
Mannkynið mun skiptast í yfir- og undirstétt á næstu hundrað þúsund árum Mannkynið mun í framtíðinni skiptast í tvo hópa: Vel gefna, hávaxna, fagra og sjarmerandi einstaklinga og svo lágstétt stuttra og ljótra heimskingja. Þessu heldur þróunarfræðingurinn Oliver Curry frá London School of Economics fram að gerist á næstu hundrað þúsund árum. 26.10.2007 12:13
LÚS-ER Flatlúsin er í útrýmingarhættu að sögn danska blaðsins Nyhedsavisen. Blaðið segir að danska Náttúruminjasafnið sé nú með allar klær úti til þess að ná sér í eintök af kvikindinu. 26.10.2007 11:31
Ég át hana ekki Mexíkóski rithöfundurinn Jose Luis Calvas hefur viðurkennt að hafa myrt unnustu sína en neitar að hafa steikt hana og étið. 26.10.2007 10:52
Ísraelar vilja loka fyrir rafmagn til Gaza strandarinnar Ísraelar ráðgera að loka fyrir rafmagn til Gaza strandarinnar vegna eldflaugaárása þaðan yfir til Ísraels. 26.10.2007 10:20
Ályktun um þjóðarmorð út af borðinu Þingmenn á bandaríska þinginu sem stóðu að ályktun sem hefði viðurkennt þjóðarmorð Tyrkja á Armenum, hættu við að krefjast þess að kosið yrði um málið í gær. 26.10.2007 08:22
Ævisaga Blair á leiðinni Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands hefur skrifað undir samning við útgáfufyrirtæki sem ætlar að gefa út ævisögu hans. Ekki er gert ráð fyrir að bókin komi út fyrr en í fyrsta lagi eftir tvö ár. 26.10.2007 08:15
Brennuvargur á ferð í Kalíforníu Einn af stærri eldunum sem nú brenna í Suður Kalíforníu var kveiktur af ásettu ráði af manni sem greinilega kann til verka. 26.10.2007 07:16
Forn handrit upp á yfirborðið á ný Fornleifafræðingar hafa hafið á ný uppgröft forns handritasafns sem staðsett er í rústum rómversku borgarinnar Herculaneum á Ítalíu og er talið innihalda ævaforn grísk og rómversk handrit. 26.10.2007 05:00
Fáir flóttamenn vildu fara heim gegn peningagreiðslu Aðeins tveir af þeim 150 íröksku flóttamönnum sem vísað hefur verið úr landi í Danmörku hafa samþykkt að snúa aftur til heimalands síns. Fá þeir rúma hálfa milljón í greiðslu frá dönskum yfirvöldum. Sautján aðrir hafa lýst yfir áhuga á að fara heim gegn peningagreiðslu. 25.10.2007 20:16
Tony Blair skrifar ævisögu Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hyggst skrifa bók um embættistíð sína í Downing Street. Í dag undirritaði hann útgáfusamning við fyrirtækið Random House. 25.10.2007 19:46
Heimilið brann til kaldra kola Íslensk kona sem missti heimilið sitt í skógareldunum í Kaliforníu ætlar sér að flytja alfarið í burtu af svæðinu. Aðeins þrjár klukkstundir liðu frá því hún þurfti að yfirgefa húsið þangað til það var brunnið til kaldra kola. 25.10.2007 19:22
Þrjú til fimm þúsund heimili eldinum að bráð í San Diego Talið er að á milli þrjú til fimm þúsund heimili hafi orðið eldinum að bráð í San Diego borg í Kaliforníu. 25.10.2007 19:12
Vildu smygla yfir eitt hundrað börnum úr landi Lögreglan í Afríkuríkinu Chad handtók í dag hóp Frakka fyrir að reyna að smygla meira en eitt hundrað börnum úr landi. Börnin átti að flytja til Frakklands til ættleiðingar. 25.10.2007 18:54
Pútín vill ekki refsiaðgerðir gegn Íran Pútín Rússlandsforseti sagðist í dag vera mótfallinn frekari refsiaðgerðum gegn Íran. Þetta kom fram í máli Pútíns á blaðamannafundi í Lissabon í Portúgal. 25.10.2007 17:54
Yfir tuttugu láta lífið í sprengjuárás í Pakistan Tuttugu og einn lét lífið í sprengjuárás í norðvesturhluta Pakistan í dag. Svo virðist sem um sjálfsmorðssprengjuárás hafi verið að ræða. 25.10.2007 17:38
Orð Díönu eftir slysið: „Guð minn góður“ Slökkviliðsmaður sem kom á slysstað í Alma göngunum í París strax eftir slysið sem tók líf Díönu prinsessu og Dody Fayed ástmanns hennar bar vitni fyrir dómi í dag. Hann sagði prinsessuna hafa endurtekið í sífellu orðin „Oh my God“. 25.10.2007 17:00
Mattel innkallar fleiri leikföng Leikfangarisinn Mattel hefur innkallað 55 þúsund leikföng vegna þess að málning á þeim inniheldur of mikið blý. Þetta er í fjórða skiptið á síðustu sex mánuðum sem Mattel innkallar leikföng sem fyrirtækið lætur framleiða í Kína. 25.10.2007 16:41
Tyrkir stráfella kúrdiska skæruliða Tyrkneskar hersveitir felldu í dag þrjátíu kúrdiska skæruliða við landamæri Íraks. Tyrkneska herstjórnin segir að minnst sextíu og fjórir kúrdar hafi þá verið felldir síðan á sunnudag. 25.10.2007 14:44
London og Berlín hægustu borgir Evrópu London er hægasta borg Evrópu miðað við umferðarhraða samkvæmt nýlegri rannsókn. Meðalhraði í London mældist rétt 19 kílómetrar á klukkustund. Berlín er í næst neðsta sæti en þar mældist meðalhraðinn 24 kílómetrar á klukkstund. 25.10.2007 14:32
Gorbachev neitaði að fjarlægja valbrána Mikhail Gorbachev fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna upplýsti í danska sjónvarpinu í gærkvöldi að sér hefði aldrei komið til hugar að láta fjarlægja valbrána af höfði sér. 25.10.2007 14:11
Eldar loga á svæði sem er stærra en Reykjanesskaginn Eldarnir í Kaliforníu hafa brunnið á sautján hundruð ferkílómetra svæði sem jafngildir því að eldar loguðu frá tánni á Reykjanesskaga, allan skagann og að þjóðgarðinum á Þingvöllum. 25.10.2007 13:16
Suu Kyi á fund herforingja Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Búrma, fór í morgun til fundar við fulltrúa herforingjastjórnarinnar þar. Suu Kyi fór í fylgd fulltrúar stjórnarinnar frá heimili sínu þar sem hún hefur mátt dúsa í stofufangelsi um nokkurra ára skeið. 25.10.2007 13:05
Fyrsta farþegaflug ofurþotu Stærsta farþegaþota í heimi, Airbus A380, lenti í Sydney í Ástralíu í morgun eftir sögulegt flug frá Singapúr. Ekki mátti það seinna vera því framleiðslan hefur tafist um tvö ár og kostað marga starfsmenn Airbus vinnuna. 25.10.2007 12:59
Rosalegt mannfall í Ríó Lögreglan í Rio de Janeiro skaut næstum sjöhundruð manns til bana á fyrstu sex mánuðum þessa árs. 25.10.2007 11:31
Flýta afhendingu orrustuþotna til Ísraels Bandaríkin hafa ákveðið að flýta afhendingu hinna nýju F-35 orrustuþotna til Ísraels um tvö ár til þess að tryggja landinu yfirburði yfir Íranska flugherinn. 25.10.2007 11:03
Kate McCann er sorgmædd og einmana Tár Kate McCann sem féllu í sjónvarpsviðtali eru ekkert miðað við þá sorg sem hún hefur falið fyrir myndavélum. Þetta sagði talsmaður fjölskyldunnar eftir að kate brotnaði saman í viðtali við hana og Gerry á spánskri sjónvarpsstöð í gær. 25.10.2007 10:06
Kínverjar tregir til aðgerða gegn Búrma Erindreki Sameinuðu þjóðanna hefur lokið viðræðum sínum við Kínverja, sem miðuðu að því að fá Kína til að þrýsta á stjórnvöld í Búrma um aukið lýðræði og mannréttindi í landinu. 25.10.2007 08:31
Stærsta farþegaflugvél heims í jómfrúarferð Stærsta farþegaflugvél heimsins Airbus A380, lenti nú fyrir stundu á flugvellinum í Sidney í Ástralíu eftir sjö tíma flug frá Singapore. Þetta var fyrsta áætlunarflug vélarinnar. Það er flugfélagið Singapore Airlines sem fyrst félaga tekur vélina í sína þjónustu. 25.10.2007 08:29
Móðirin fannst látin Breska móðirinn sem hvarf í kjölfar þess að dóttir hennar féll fram af svölum á hóteli í Mæjorka á mánudag er líklegast látin. Búist er við því að spænsk lögregluyfirvöld staðfesti í dag að kona sem fannst látin í helli í gærkvöld sé í raun móðirin. 25.10.2007 08:23
Notuðu Voodoo til að ná valdi á börnum Lögreglan í Hollandi hefur upprætt glæpahring sem grunaður er um að hafa staðið að smygli á börnum frá Nígeríu til Evrópu þar sem þau voru seld í kynlífsþrælkun. 25.10.2007 08:19
Santa Ana vindurinn í rénun Santa Ana vindurinn sem haldið hefur lífi í skógareldunum í Kalíforníu og náði á tímablili styrk fellibyls, er í rénun. Þetta hafa slökkviliðsmenn nýtt sér og hafa í nótt hamast við að skvetta vatni úr flugvélum á stærstu eldana í San Bernardino fjöllunum með góðum árangri. 25.10.2007 08:06
Tíu létu lífið eftir að brotsjór gekk yfir olíuborpall Tíu létu lífið eftir að mikill brotsjór gekk yfir olíuborpall á Mexíkóflóa í dag. Allir starfsmenn borpallsins, 81 að tölu, neyddust til að flýja pallinn og fara í björgunarbáta. Björgunarsveitir hafa náð að bjarga 58 mönnum en yfir tuttugu er enn saknað. 24.10.2007 20:32
Fjórir létu lífið þegar fjölbýlishús sprakk í loft upp Að minnsta kosti fjórir létu lífið þegar fjölbýlishús í borginni Samara í Rússlandi sprakk í loft upp í dag. Önnur hlið hússins gjöreyðilagðist í sprengingunni. 24.10.2007 20:05
Tyrkir gera loftárás á fjallaþorp í Írak Tyrkneskar herþotur vörpuðu í dag sprengjum á kúrdískt fjallaþorp í norðurhluta Íraks. Nokkur mannvirki skemmdust í árásinni en engan sakaði að sögn yfirvalda í Írak. 24.10.2007 19:45
Rasmussen boðar til þingkosninga í Danmörku Þingkosningar verða í Danmörku eftir þrjár vikur - um einu og hálfu ári á undan áætlun. Sitjandi stórn óskar umboðs til að hrinda í framkvæmd breytingum á velferðar- og skattkerfi landsins 24.10.2007 19:22
Bush vill auka lýðræðisþróun á Kúbu Bush Bandaríkjaforseti lagði í dag fram fjölmargar tillögur sem snúa að því að auka lýðræði á Kúbu. Vill forsetinn meðal annars auka stuðning við lýðræðisleg öfl á Kúbu og opna fyrir hvers konar góðgerðarstarfsemi þar í landi. 24.10.2007 19:16
Vilja auka umhverfisvitund Frakka Frestun vegaframkvæmda og lagningu nýrra flugvalla er meðal þess sem lagt er til í skýrslu starfshóps um stefnumótun í frönskum umhverfismálum sem Nicolas Sarkozy, forset Frakklands, skipaði. Þá er ennfremur lagt til að settur verður skattur á þungabifreiðar og að óumhverfisvænir bílar verði merktir sérstaklega. 24.10.2007 18:36
Tékkar ævareiðir út í Bandaríkjamenn Ráðamenn í Tékklandi eru ævareiðir út í bandarísk stjórnvöld eftir að þau veltu upp þeim möguleika að rússneskir hermenn gætu fengið aðstöðu á tékkneskri grund. Málið kom upp í tengslum við umræðuna um uppsetningu ratsjárstöðvar í Tékklandi vegna eldflaugavarnakerfis Bandaríkjamanna. 24.10.2007 17:31
Tveir féllu í átökum í Palestínu Tveir Palestínumenn féllu þegar til átaka kom milli þeirra og ísraelskra hermanna á Gaza svæðinu í morgun. Talsmenn ísraelska hersins segja að mennirnir hafi verið skotnir eftir að þeir skutu þremur flugskeytum í átt að Ísrael. 24.10.2007 17:07
Kínversku könnunargeimfari skotið á loft Kínverjar skutu í morgun á loft geimkönnunarfarinu Change'e 1 en því er ætlað að rannsaka landslag og þykkt jarðefna á tunglinu. Farinu var skotið á loft frá Xichang geimferðarmiðstöðinni í suðvesturhluta Kína. 24.10.2007 16:22
Opna aftur flotastöð við Suðurskautslandið Yfirvöld í Chile í Suður Ameríku hafa ákveðið að taka aftur í notkun flotastöð við Suðurskautslandið en stöðinni var lokað fyrir fimm árum. Vilja Chilebúar með þessu tryggja hagsmuni sína á svæðinu. 24.10.2007 16:06
Danska ríkisstjórnin heldur velli samkvæmt skoðanakönnunum Ríkisstjórn Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmekur, heldur velli samkvæmt tveimur skoðanakönnunum sem fjallað er um á vef Berlingske Tidende. 24.10.2007 15:52