Erlent

Litvinenko var breskur njósnari

Breska blaðið Daily Mail greinir frá því að Rússinn Alexander Litvinenko hafi verið breskur njósnari og þegið 2.000 pund í laun á mánuði frá MI6. Litvinenko var myrtur í London í fyrra með geislavirka efninu polonium 210 og er talið að fyrrverandi meðlimir rússnesku öryggisþjónustunnar hafi verið þar að verki.

 

Blaðið hefur rætt við fjölda leyniþjónustumanna og diplómata og kemst að þessari niðurstöðu eftir þau samtöl. Jafnframt er þetta sagt ástæðan fyrir því að Litvinenko var myrtur.

 

Sá sem grunaður er um að vera höfuðpaurinn að baki morðinu, Andrej Lugovoj, hélt því fram í maí s.l. að Litvinenko hafi verið breskur njósnari og að Bretar hefðu staðið að baki morðinu.

 

Við rannsókn málsins kom m.a. í ljós að eitrað hafði verið fyrir Litvinenko um það bil sem hann hitti Lugovoj í London og að leifar af polonium hefðu greinst á fleiri stöðum sem Lugovoj hélt sig í borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×