Fleiri fréttir

Grunaður um morðið í Kristjaníu

Tuttugu og fimm ára gamall maður af írökskum uppruna hefur verið handtekinn í tengslum við morðárásina í Kristjaníu í Kaupmannahöfn í síðustu viku.

Neita öllum sakargiftum

Réttarhöldin yfir 24 meintum al-Kaída-liðum á Spáni sem grunaðir eru um að hafa skipulagt hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 standa nú sem hæst.

Tekist á í Nepal

Stjórnarherinn í Nepal hóf í gær stórsókn gegn uppreisnarmönnum í landinu og létu þyrlur meðal annars sprengjur rigna yfir búðir þeirra.

Rúmar 2 milljónir í fangelsi í BNA

Ríflega 2,1 milljón manna situr í fangelsi í Bandaríkjunum, eftir því sem fram kemur í ársuppgjöri fyrir síðasta ár frá dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Þetta jafngildir því að 726 af hverjum 100 þúsund íbúum sitji inni fyrir glæp. Þar kemur einnig fram að föngum hafi fjölgað um 2,3 prósent í fyrra.

Allt í hnút í Írak

Hvorki gengur né rekur í stjórnarmyndunarviðræðunum í Írak og á meðan berast landsmenn á banaspjót.

Glæpaalda í Svíþjóð

Fleiri lík finnast grafin á víðavangi í Svíþjóð. Tvennt fannst myrt grafið í malargryfju á Gotlandi um helgina.

Pútín flytur stefnuræðu sína

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, flutti í gær sjöttu stefnuræðu sína. Hann eyddi mestu púðri í að fullvissa fjárfesta um að gráðugir embættismenn, óstöðugt efnahagsástand og umfangsmiklar skattrannsóknir heyrðu sögunni til.

Níutíu ár frá Gallipoli

Í gær voru liðin níutíu ár síðan einn mannskæðasti bardagi heimsstyrjaldarinnar fyrri hófst, orrustan á Gallipoli-skaga í Tyrklandi. Þúsundir manna minntust atburðarins í Canakkale í Tyrklandi í gær.

Finni misnotaði 445 unga drengi

Finnskur karlmaður hefur verið handtekinn í Finnlandi vegna gruns um að hann hafi misnotað 445 drengi í Taílandi síðastliðin 15 ár.

Verður að synda til Ameríku

Nú hefur komið á daginn að hinn hálfíslenski eigandi og forstjóri tölvufyrirtækisins Opera Software í Noregi, Jón Stephenson von Tetzchner, verður að standa við stóru orðin og synda til Ameríku frá Noregi.

Stúlkur eru hin gleymdu fórnarlömb

Tæpur helmingur barna sem þvinguð eru til að taka þátt í stríðsátökum er stúlkur. Í hernaðinum eru þær beittar margvíslegu oftbeldi og að átökum loknum eiga þær erfiðara en piltar með að laga sig að þjóðfélaginu á ný.

Nýir ríkisarfar væntanlegir

Nýr danskur ríkisarfi er væntanlegur í heiminn í haust og undir áramót er fjölgunar von í norsku konungsfjölskyldunni.

Íraksmálin aftur í brennidepli

Íhaldsmenn kalla Tony Blair lygara og frjálslyndir krefjast þess að hann upplýsi um samskipti þeirra Goldsmith lávarðar, ráðgjafa ríkisstjórnarinnar, í aðdraganda innrásarinnar í Írak.

Ríflega fimmtíu dóu í lestarslysi

Nær 60 manns fórust og á fimmta hundrað slösuðust í miklu lestarslysi í Japan í gærmorgun. Talið er að óreyndur lestarstjórinn hafi ekið lestinni allt of hratt með þeim afleiðingum að hún þeyttist út af sporinu.

Segist hafa rænt sex Súdönum

Íslamskur uppreisnarhópur, Her Ansars al-Sunna, lýsti því yfir í dag að hann hefði rænt sex súdönskum bílstjórum sem störfuðu á vegum Bandaríkjahers í Írak. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá hópnum sem birt var á Netinu í dag. Uppreisnarmennirnir sögðust einnig ætla senda frá sér myndband fljótlega af sexmenningunum, en þeim var rænt skömmu eftir að þeir höfðu yfirgefið herstöð vestur af Bagdad í dag.

Fólks enn leitað eftir lestarslys

Fólks er enn leitað í flaki japanskrar farþegalestar sem þeyttist út af sporinu í morgun. 57 fórust og á fimmta hundrað slasaðist.

Fundu lyf sem frestar Alzheimer

Lyf hefur fundist sem virðist fresta því að fólk fái Alzheimer-sjúkdóminn. Það vekur vonir um að hægt sé að fyrirbyggja sjúkdóminn með öllu.

Mótmæltu nýjum samkeppnislögum

Starfsmenn Samkeppnisstofnunar og Löggildingarstofu mótmæltu harðlega fyrirhuguðum breytingum á samkeppnislögum á fundi efnahags- og viðskiptanefndar í morgun. Fulltrúi starfsmanna furðar sig á að það eigi að gera slíkar breytingar án þess að stjórnsýsluúttekt hafi verið gerð á núverandi fyrirkomulagi.

Barðist fyrir pólitísku lífi sínu

Einn litríkasti stjórnmálamaður Evrópu barðist fyrir pólitísku lífi sínu í beinni sjónvarpsútsendingu í morgun. Joscka Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands, bar þá vitni fyrir rannsóknarnefnd þingsins, en mikil spenna ríkti vegna vitnisburðarins.

Þjarmað að Joshka Fischer

Joshka Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands, mátti í allan gærdag svara spurningum þingmanna um fyrirmæli sín um útgáfu vegabréfsáritana til erlendra ferðamanna sem andstæðingar hans segja að hafi orðið til þess að opna austur-evrópskum glæpamönnum leið inn í Þýskaland og þar með á allt evrópska efnahagssvæðið.

Benedikt XVI formlega orðinn páfi

Benedikt páfi söng messu á Péturstorginu í Róm í morgun en hún markar embættistöku hans formlega. Tugþúsundir pílagríma hlýddu á páfa, margir frá Þýskalandi þaðan sem Benedikt rekur ættir sínar, auk fjölda þjóðarleiðtoga.

Sprengingar við lögregluskóla

Að minnsta kosti sjö létust og tugir særðust í tveimur sjálfsmorðsprengingum sem gerðar voru í námunda við lögregluskóla í bænum Tíkrit í Írak í morgun. Fyrri sprengjan sprakk þegar árásarmaðurinn ók bifreið að byggingunni og sprengjan sprakk innan um fjölda lögreglumanna.

Grýtt til bana vegna framhjáhalds

Afgönsk kona var grýtt til bana í morgun. Konan, sem hét Amina og var 29 ára gömul, voru gefnar þær sakir að hafa verið manni sínum ótrú.

Reknir fyrir að vera of feitir

Hópur rútubílstjóra í Ástralíu hefur höfðað mál á hendur fyrrum vinnuveitenda sínum og halda því fram að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi viljað losnað við þá úr vinnu vegna þess hversu feitir þeir eru.

Ábyrgð Rumsfelds könnuð

Mannréttindasamtökin Human Rights Watch í Bandaríkjunum krefjast þess að ábyrgð Donalds Rumsfelds varnarmálaráðherra og annarra háttsettra yfirmanna bandaríkjahers, á misþyrmingum hermanna á föngum í Írak, verði könnuð.

Hömlur á innflutning fatnaðar?

Evrópusambandið hyggst athuga hvort aukinn innflutningur á klæðnaði sem framleiddur er í Kína skaði evrópskan fataiðnað. Innflutningur til landa innan Evrópusambandsins hefur aukist um 50 til 530 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og eru ráðamenn innan sambandsins afar áhyggjufullir af þróun mála.

Kristnir menn í eina hjörð

Benedikt páfi minnti á sameiginlega arfleið kristinna manna í innsetningarmessu sinni á Péturstorginu í Róm í morgun. Í predikun sagði hann að þeir ættu að mynda eina hjörð og yfir henni ætti einn hirðir að vaka.

Fimm börn látast í sprengingu

Fimm börn létust í sprengingu í Nepal í dag þegar sprengja sprakk þar sem þau voru að leik. Þrjú önnur börn særðust í sprengingunni. Uppreisnarmenn maóista eru grunaðir um ódæðið en þeir hafa frá árinu 1996 barist fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis innan Nepal undir merkjum kommúnista.

Sprengjuárás á Rúmena í Afganistan

Rúmenskir hermenn urðu fyrir sprengjuárás í Afganistan í dag. Sprengjan sprakk í vegarkanti þegar bílalest þeirra átti leið um þjóðveg nærri Kandahar-borg í suðurhluta landsins. Engar fregnir hafa borist af mannfalli en talið er að talíbanar hafi staðið fyrir árásinni.

Enn manntjón í kínverskum námum

Að minnsta kosti átta námuverkamenn eru látnir eftir að vinnuvél varð alelda í námu í Kína í dag. Einnig er óttast um afdrif tæplega 70 manna eftir að skyndilegt flóð lokaði þá inni í annarri námu í Kína í dag.

23 þúsund borgarar taldir af

Talið er að fleiri en þrjátíu þúsund manns, þar af 23 þúsund óbreyttir írakskir borgarar, hafi látið lífið í átökum í Írak frá því Bandaríkjamenn og Bretar gerðu innrás í landið fyrir rúmum tveimur árum.

Páfinn sagður hafa brotið lög

Hinn nýkjörni páfi, Benedikt sextándi, skipaði svo fyrir árið 2001 að allar rannsóknir vegna meintrar kynferðislegrar misnotkunar kirkjunnar manna á börnum færu fram í kyrrþey og án utanaðkomandi aðstoðar. Kemur þetta fram í bréfi sem hann sendi öllum biskupum kirkjunnar og breska blaðið Observer hefur komist yfir.

Simpansi með reykingafíkn

Það er meira en að segja það að hætta að reykja. Dýrahirðar í Suður-Afríku ætla samt að reyna að fá simpansann Charlie til að hætta þessum ósið.

Ratzinger vígður páfi

Benedikt sextándi er formlega tekinn við embætti páfa. Hátíðleg innsetningarathöfn var haldin í gær í Péturskirkjunni í Róm. Í ræðu sinni sagðist páfi ekki ætla að stjórna samkvæmt sínum eigin vilja, "heldur að hlusta, ásamt allri kirkjunni, á orð og vilja drottins".

Vill málamiðlun um Kosovo

Vojislav Kostunica, forsætisráðherra Serbíu, sagðist í gær reiðbúinn til að fallast á málamiðlanir í deilunum um Kosovo-hérað. Hann sagðist geta fallist á að Kosovo fengi víðtækt sjálfræði, en hafnaði þó algerum aðskilnaði héraðsins frá Serbíu.

Vill sameinast Kýpur-Grikkjum

Mehmet Ali Talat tók í gær við embætti forseta Kýpur-Tyrkja, ári eftir að íbúar á gríska hluta eyjunnar höfnuðu sameiningu við gríska hlutann í atkvæðagreiðslu.

Fyrrverandi forseti Ísraels látinn

Ezer Weizman, fyrrverandi forseti Ísraels, lést í gær, áttræður að aldri. Weizman var forseti Ísraels á árunum 1993 til 2000.

Föngum fjölgar hratt

Föngum í bandarískum fangelsum fjölgaði mjög hratt frá miðju ári 2003 og fram á mitt ár 2004. Fjölgunin nemur um það bil 900 föngum á viku hverri, eða samtals 48 þúsund yfir þetta tólf mánaða tímabil.

Kvalinn á Kúbu

Omar Deghayes, 35 ára maður búsettur í Brelandi, segist hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi af hálfu bandarískra hermanna meðan hann var fangi í fangabúðum Bandaríkjahers, bæði í Afganistan og í Guantanamo á Kúbu.

11. sept: Játaði sekt

Zacarias Moussaoui, eini maðurinn sem ákærður hefur verið fyrir aðild að árásunum á tvíburaturnana í New York 11. september árið 2001, játaði sekt sína fyrir rétti í Virginíu-fylki í Bandaríkjunum í gær. Bandarísk stjórnvöld munu krefjast dauðadóms.

Laug til um fingurinn

Kona, sem fullyrti að hafa fundið fjögurra sentímetra fingurstubb í chilli-rétti sem hún pantaði á skyndibitastaðnum Wendy´s í San Jose í Bandaríkjunum, hefur verið handtekin. Hún lýsti því yfir að hún myndi krefjast skaðabóta frá skyndibitakeðjunni eftir fingurfundinn í chilli-skálinni en eftirgrennslan lögreglu sýndi fram hún sviðsetti atvikið.

Leiðtogar Japans og Kína funda

Þjóðarleiðtogar Japans og Kína munu funda í dag til að draga úr þeirri spennu sem myndast hefur milli þjóðanna undanfarnar vikur. Koizumi, forsætisráðherra Japans, og forseti Kína, Ju Jintao, eru staddir á ráðstefnu asískra og afríska þjóðarleiðtoga sem fram fer í Jakarta.

Ný ríkisstjórn mynduð

Ný ríkisstjórn Ítalíu, undir forsæti Silvio Berlusconi, hefur verið mynduð. Talsmaður forsetaskrifstofunnar segir að hún taki formlega við stjórnartaumum síðar í dag. Þar með er endir bundinn á það upplausnarástand sem ríkt hefur í ítölskum stjórnmálum síðustu vikur.

Lögreglustöð vantar í Kristjaníu

Sér lögreglustöð verður að vera í fríríkinu Kristjaníu, segja þingmenn dönsku stjórnarandstöðunnar í framhaldi af skotárás þar á fimmtudag. Hugmyndin hefur verið á langtíma áætlun lögreglunnar, en yfirmenn lögreglunnar í Kaupmannahöfn eru ósammála um ágæti hennar. Sighvatur Jónsson er í Danmörku.

Handjárnuðu 5 ára stúlku

Lögreglumenn í Flórída-fylki í Bandaríkjunum liggja undir ámæli vegna óhefðbundinna aðferða við að róa niður fimm ára gamla stúlku í óþekktarkasti. Þeir handjárnuðu barnið í leikskólanum.

Sjá næstu 50 fréttir