Erlent

Benedikt XVI formlega orðinn páfi

MYND/AP
Benedikt páfi söng messu á Péturstorginu í Róm í morgun en hún markar embættistöku hans formlega. Tugþúsundir pílagríma hlýddu á páfa, margir frá Þýskalandi þaðan sem Benedikt rekur ættir sínar, auk fjölda þjóðarleiðtoga. Gríðarleg öryggigæsla er á torginu. Þúsundir lögregluþjóðna standa vörð og yfir sveima NATO-herflugvélar. Messan, sem hófst klukkan átta í morgun, stóð í tvær klukkustundir. Að henni lokinni heimsótti páfi grafhvelfingu Péturs postula. Síðan verður hann keyrður um Péturstorg í blæjubíl en það er nýjung í Páfagarði.
MYND/AP
MYND/AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×