Erlent

Pútín flytur stefnuræðu sína

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, flutti í gær sjöttu stefnuræðu sína. Hann eyddi mestu púðri í að fullvissa fjárfesta um að gráðugir embættismenn, óstöðugt efnahagsástand og umfangsmiklar skattrannsóknir heyrðu sögunni til. Hann lagði áherslu á að helsta verkefni sitt væri að byggja upp frjálst lýðræðisþjóðfélag byggt á evrópskum hugmyndum. Stjórnmálaskýrendur tóku ræðunni með fyrirvara enda eru einungis tveir dagar þar til dómur verður kveðinn upp yfir Mikhaíl Khodorkovsky, aðaleiganda Yukos-olíufélagsins. Margir telja rannsókn stjórnvalda vera af pólitískum rótum runna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×