Erlent

Grýtt til bana vegna framhjáhalds

Afgönsk kona var grýtt til bana í morgun. Konan, sem hét Amina og var 29 ára gömul, voru gefnar þær sakir að hafa verið manni sínum ótrú. Framhjáhald telst til glæpsamlegs hátternis í Afganistan og lögum samkvæmt getur slíkur glæpur varðað allt frá hýðingu til grýtingar. Á tíunda áratugnum var algengt að fólk væri grýtt til bana fyrir framhjáhald. Amina er þó fyrsta konan sem geldur fyrir slíkar sakir með lífi sínu frá því talíbanar voru hraktir frá völdum í landinu árið 2001. Héraðsdómur kvað upp dauðadóm yfir Aminu á fimmtudag og í kjölfarið var hún dregin nauðug út af heimili foreldra sinna. Það var eiginmaður hennar sem grýtti hana til dauða. Amina hafði farið fram á skilnað við mann sinn sem nýkominn er til Afganistans eftir að hafa gegnt herþjónustu í Íran síðustu fimm ár. Ástmaður Aminu var dæmdur til hýðingar og var látinn laus að henni lokinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×