Erlent

Enn manntjón í kínverskum námum

Að minnsta kosti átta námuverkamenn eru látnir eftir að vinnuvél varð alelda í námu í Kína í dag. 79 menn voru niðri í námunni þegar atvikið varð en flestir þeirra virðast hafa sloppið án meiðsla. Einnig er óttast um afdrif tæplega 70 manna eftir að skyndilegt flóð lokaði þá inni í annarri námu í Kína í dag. Um eitt þúsund námuverkamenn hafa látist í Kína það sem af er árinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×