Erlent

Reknir fyrir að vera of feitir

Hópur rútubílstjóra í Ástralíu hefur höfðað mál á hendur fyrrum vinnuveitenda sínum og halda því fram að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi viljað losnað við þá úr vinnu vegna þess hversu feitir þeir eru. Fyrirtækið endurnýjaði ekki samninga við sautján bílstjóra sem eiga það sameiginlegt að vera yfir 130 kíló. Sætin í bílunum eru ekki gerð fyrir meiri þunga. Talsmaður verkalýðsfélags bílstjóranna segir offitu þó vera eðilegan fylgisfisk bílstjórastarfsins og segir fyrirtækið hæglega getað keypt stærri sæti í bíla sína fyrir stærri bílstjóra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×