Erlent

Handjárnuðu 5 ára stúlku

Lögreglumenn í Flórída-fylki í Bandaríkjunum liggja undir ámæli vegna óhefðbundinna aðferða við að róa niður fimm ára gamla stúlku í óþekktarkasti. Þeir handjárnuðu barnið í leikskólanum. Óþekktaranginn, fimm ára stúlka sem sækir leikskóla í St. Petersburg í Flórída, neitaði að taka þátt í reikningstíma. Kennurum gekk illa að hemja hana þar sem hún lét öllum illum látum; fleygði hlutum í gólfið og sló frá sér. Haft var samband við móðurina sem ekki sá sér fært að sækja barnið strax og var því gripið til þess ráðs að hringja á lögregluna. Ekki gekk þremur lögreglumönnum betur að róa þá fimm ára og enduðu leikar með því að þeir settu stúlkubarnið í handjárn, með sömu aðferðum og fullorðinn brotamann. Því næst settu þeir hana í aftusæti lögreglubíls og keyrðu heim. Stúlkan verður ekki sótt til saka en lögmaður móður hennar segir lögregluþjónana verða kærða. Málsatvik munu liggja ljós fyrir því atburðurinn var festur á filmu. Myndavélum hafði verið komið fyrir í skólastofunni sem lið í sjálfstyrkingarátaki leikskólans.  



Fleiri fréttir

Sjá meira


×