Erlent

Hömlur á innflutning fatnaðar?

Evrópusambandið hyggst athuga hvort aukinn innflutningur á klæðnaði sem framleiddur er í Kína skaði evrópskan fataiðnað. Innflutningur til landa innan Evrópusambandsins hefur aukist um 50 til 530 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og eru ráðamenn innan sambandsins afar áhyggjufullir af þróun mála. Jafnvel má búast við að vegna þessa verði brátt settar hömlur á það magn fatnaðar sem leyfilegt verður að flytja til Evrópu frá Kína.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×