Erlent

Sprengjuárás á Rúmena í Afganistan

Rúmenskir hermenn urðu fyrir sprengjuárás í Afganistan í dag. Sprengjan sprakk í vegarkanti þegar bílalest þeirra átti leið um þjóðveg nærri Kandahar-borg í suðurhluta landsins. Engar fregnir hafa borist af mannfalli en talið er að talíbanar hafi staðið fyrir árásinni. Rúmlega átján þúsund rúmenskir hermenn eru bandalagshernum í Afganistan undir stjórn Bandaríkjamanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×