Erlent

Fyrrverandi forseti Ísraels látinn

Ezer Weizman, fyrrverandi forseti Ísraels, lést í gær, áttræður að aldri. Weizman var forseti Ísraels á árunum 1993 til 2000. Hann var flugkappi og herforingi sem byggði upp flugher landsins og átti ríkan þátt í að Ísraelsmönnum tókst að semja frið við Egyptaland árið 1978. Þetta var fyrsti friðarsamningur landsins við arabaríki. Hann hafði átt við öndunarerfiðleika að stríða á síðustu mánuðum og var oft lagður inn á sjúkrahús. Jarðarförin verður væntanlega gerð á þriðjudag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×