Erlent

Fimm börn látast í sprengingu

Fimm börn létust í sprengingu í Nepal í dag þegar sprengja sprakk þar sem þau voru að leik. Þrjú önnur börn særðust í sprengingunni. Uppreisnarmenn maóista eru grunaðir um ódæðið en þeir hafa frá árinu 1996 barist fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis innan Nepal undir merkjum kommúnista. Meira en ellefu þúsund manns hafa látist í átökum uppreisnarmanna og stjórnarhersins á þessum tíma, þar af eru tæplega fjögur hundruð börn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×