Erlent

Páfinn sagður hafa brotið lög

Hinn nýkjörni páfi, Benedikt sextándi, skipaði svo fyrir árið 2001 að allar rannsóknir vegna meintrar kynferðislegrar misnotkunar kirkjunnar manna á börnum færu fram í kyrrþey og án utanaðkomandi aðstoðar. Kemur þetta fram í bréfi sem hann sendi öllum biskupum kirkjunnar og breska blaðið Observer hefur komist yfir. Bréfið er ítrekun á þeim rétti kirkjunnar að beita sínum eigin rannsóknarrétti við rannsókn sakamála og ennfremur að halda öllum niðurstöðum þess réttar leyndum í tíu ár eftir að komist hefur verið að niðurstöðu. Brjóti einhver þagnareið áður en tíu ár eru liðin má refsa viðkomandi og í versta tilvikunum útskúfa honum úr kirkjunni. Benda lögfræðingar á að þarna sé um lögbrot að ræða og í raun verið að hindra rannsókn lögreglu á þeim fjölmörgu misnotkunarmálum sem komið hafa upp í tengslum við kaþólsku kirkjunar undanfarin ár. Talsmaður Vatikansins vildi ekki tjá sig um bréf páfa þegar eftir því var óskað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×