Íraksmálin aftur í brennidepli 25. apríl 2005 00:01 Aðvaranir Goldsmith lávarðar, fyrrverandi lögfræðilegs ráðunautar bresku ríkisstjórnarinnar, um vafasamar lagastoðir Íraksstríðsins eru þegar farnar að hafa áhrif á kosningabaráttuna í Bretlandi. Frjálslyndir demókratar hafa fært sér uppljóstranirnar í nyt enda hefur fylgi við þá aukist samkvæmt skoðanakönnunum. Brotin úr minnisblaði Goldsmith lávarðar sem birtist í dagblaðinu Mail on Sunday í fyrradag hafa vakið mikla athygli en þau sýna fram á að Blair var kunnugt um hæpnar lagalegar forsendur fyrir innrásinni í Írak vorið 2003. Goldsmith benti meðal annars á að það væri öryggisráð Sameinuðu þjóðanna en ekki Tony Blair sem ætti að ákveða hvort Saddam Hussein hefði gerst brotlegur við ályktanir þess og að ekki væri kveðið nægilega fast að orði í ályktun ráðsins númer 1441 til að hún réttlæti innrás. Lávarðurinn gaf hins vegar á síðustu stundu út nýtt álit þar sem innrásin var réttlætt og við það segist hann standa. Stjórnarandstæðingar eru þegar farnir að færa sér málið í nyt. Frjálslyndir demókratar, sem frá upphafi mótmæltu innrásinni, krefjast þess að óháð rannsókn fari fram á embættisfærslum forsætisráðherrans. Charles Kennedy, leiðtogi frjálslyndra, segir að kosningarnar muni í raun snúast um traust kjósenda á Blair og hvetur hann til að upplýsa um alla þætti málsins til að hreinsa andrúmsloftið. Íhaldsmenn eiga erfiðara um vik því þeir studdu innrásina á sínum tíma. Michael Howard, leiðtogi þeirra, lét sig þó ekki muna um að kalla Tony Blair lygara í sjónvarpsþætti á BBC í fyrradag. The Guardian hermir að Verkamannaflokkurinn muni reyna að snúa vörn í sókn með því að hamra á því að hefði Charles Kennedy verið við völd væri Saddam Hussein ennþá forseti Íraks. Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að afstaða frjálslyndra demókrata í málinu sé þegar farin að bera ávöxt. Í YouGov-könnun sem dagblaðið Daily Telegraph birti í gær kemur fram að fylgi við þá hafi vaxið um þrjú prósentustig og sé nú 24 prósent. Verkamannaflokkurinn fengi 37 prósent atkvæða og stendur í stað en íhaldsmenn dala örlítið og fá 33 prósent. Bretar ganga að kjörborðinu á fimmtudaginn í næstu viku. Erlent Fréttir Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Aðvaranir Goldsmith lávarðar, fyrrverandi lögfræðilegs ráðunautar bresku ríkisstjórnarinnar, um vafasamar lagastoðir Íraksstríðsins eru þegar farnar að hafa áhrif á kosningabaráttuna í Bretlandi. Frjálslyndir demókratar hafa fært sér uppljóstranirnar í nyt enda hefur fylgi við þá aukist samkvæmt skoðanakönnunum. Brotin úr minnisblaði Goldsmith lávarðar sem birtist í dagblaðinu Mail on Sunday í fyrradag hafa vakið mikla athygli en þau sýna fram á að Blair var kunnugt um hæpnar lagalegar forsendur fyrir innrásinni í Írak vorið 2003. Goldsmith benti meðal annars á að það væri öryggisráð Sameinuðu þjóðanna en ekki Tony Blair sem ætti að ákveða hvort Saddam Hussein hefði gerst brotlegur við ályktanir þess og að ekki væri kveðið nægilega fast að orði í ályktun ráðsins númer 1441 til að hún réttlæti innrás. Lávarðurinn gaf hins vegar á síðustu stundu út nýtt álit þar sem innrásin var réttlætt og við það segist hann standa. Stjórnarandstæðingar eru þegar farnir að færa sér málið í nyt. Frjálslyndir demókratar, sem frá upphafi mótmæltu innrásinni, krefjast þess að óháð rannsókn fari fram á embættisfærslum forsætisráðherrans. Charles Kennedy, leiðtogi frjálslyndra, segir að kosningarnar muni í raun snúast um traust kjósenda á Blair og hvetur hann til að upplýsa um alla þætti málsins til að hreinsa andrúmsloftið. Íhaldsmenn eiga erfiðara um vik því þeir studdu innrásina á sínum tíma. Michael Howard, leiðtogi þeirra, lét sig þó ekki muna um að kalla Tony Blair lygara í sjónvarpsþætti á BBC í fyrradag. The Guardian hermir að Verkamannaflokkurinn muni reyna að snúa vörn í sókn með því að hamra á því að hefði Charles Kennedy verið við völd væri Saddam Hussein ennþá forseti Íraks. Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að afstaða frjálslyndra demókrata í málinu sé þegar farin að bera ávöxt. Í YouGov-könnun sem dagblaðið Daily Telegraph birti í gær kemur fram að fylgi við þá hafi vaxið um þrjú prósentustig og sé nú 24 prósent. Verkamannaflokkurinn fengi 37 prósent atkvæða og stendur í stað en íhaldsmenn dala örlítið og fá 33 prósent. Bretar ganga að kjörborðinu á fimmtudaginn í næstu viku.
Erlent Fréttir Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira