Erlent

Vill sameinast Kýpur-Grikkjum

Mehmet Ali Talat tók í gær við embætti forseta Kýpur-Tyrkja, ári eftir að íbúar á gríska hluta eyjunnar höfnuðu sameiningu við gríska hlutann í atkvæðagreiðslu. Talat hyggst hefja samningaviðræður á ný við Kýpur-Grikki og stefnir að því að báðir hlutar eyjunnar geti sameinast í eitt ríki hið fyrsta. Tassos Papadopoulos, forseti Kýpur-Grikkja, fullyrti í gær að grískir íbúar eyjunnar væru til í sameiningu, en því aðeins að sameiningarhugmyndir Sameinuðu þjóðanna, sem felldar voru í atkvæðagreiðslunni fyrir ári, verði lagaðar að reglum Evrópusambandsins. Kýpur fékk aðild að Evrópusambandinu á síðasta ári, en tyrkneski hlutinn hefur að mestu verið undanskilinn aðildinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×