Erlent

Kvalinn á Kúbu

Omar Deghayes, 35 ára maður búsettur í Brelandi, segist hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi af hálfu bandarískra hermanna meðan hann var fangi í fangabúðum Bandaríkjahers, bæði í Afganistan og í Guantanamo á Kúbu. Meðal annars segir hann bandaríska verði í Guantanamo hafa blindað sig á öðru auga með því að nota piparúða og binda fyrir augað. Deghayes er líbískur ríkisborgari en hefur réttarstöðu sem flóttamaður í Bretlandi. Fjölskylda hans flúði þangað frá Líbíu á níunda áratug síðustu aldar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×