Erlent

Níutíu ár frá Gallipoli

Í gær voru liðin níutíu ár síðan einn mannskæðasti bardagi heimsstyrjaldarinnar fyrri hófst, orrustan á Gallipoli-skaga í Tyrklandi. Þúsundir manna minntust atburðarins í Canakkale í Tyrklandi í gær. Á sínum tíma freistuðu herir bandamanna þess að leggja skagann undir sig og þar með ná yfirráðum yfir siglingaleiðinni í gegnum Dardanellasund og að lokum Istanbul. Stór hluti hermannanna sem sendur var á vettvang var frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Aðgerðin misheppnaðist gjörsamlega og áður en yfir lauk lágu ríflega 300.000 manns í valnum, flestir þeirra Tyrkir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×