Erlent

Simpansi með reykingafíkn

Það er meira en að segja það að hætta að reykja. Dýrahirðar í Suður-Afríku ætla samt að reyna að fá simpansann Charlie til að hætta þessum ósið. Charlie hermir eftir gestunum í garðinum og þannig lærði hann að reykja. Gestunum finnst þetta broslegt en dýrahirðarnir hafa áhyggjur af heilsu Charlies, sem er kominn á efri ár. Þetta litla dæmi staðfestir svo auðvitað það sem löngum hefur verið vitað: Það eru bara apar sem reykja.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×