Erlent

Föngum fjölgar hratt

Föngum í bandarískum fangelsum fjölgaði mjög hratt frá miðju ári 2003 og fram á mitt ár 2004. Fjölgunin nemur um það bil 900 föngum á viku hverri, eða samtals 48 þúsund yfir þetta tólf mánaða tímabil. Alls voru fangar í Bandaríkjunum orðnir um það bil 2,1 milljón um mitt ár 2004 og hafði þeim þá fjölgað um 2,3 prósent á tímabilinu. Fangar í Bandaríkjunum hafa verið um það bil tvær milljónir síðustu árin. Glæpatíðni hefur lækkað undanfarinn áratug en á hverju ári eru fleiri settir í fangelsi en þeir sem sleppa úr haldi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×