Erlent

11. sept: Játaði sekt

Zacarias Moussaoui, eini maðurinn sem ákærður hefur verið fyrir aðild að árásunum á tvíburaturnana í New York 11. september árið 2001, játaði sekt sína fyrir rétti í Virginíu-fylki í Bandaríkjunum í gær. Bandarísk stjórnvöld munu krefjast dauðadóms. Moussaoui, sem er 36 ára gamall, gæti átt dómadóm yfir höfði sér, verði hann fundinn sekur. Fyrir réttinum sagðist hann ekki hafa átt beina aðild að árásunum en viðurkenndi að hafa tekið þátt í að skipuleggja árás á Hvíta húsið með al-Qaida samtökunum. Moussaoui, sem var í flugnámi í Bandaríkjunum, segir að ætlunin hafi verið að ræna flugvél og fljúga henni á Hvíta húsið. Moussai er franskur ríkisborgari, ættaður frá Marokkó. Að undirlægi al-Qaida samtakanna hóf hann flugnám í Bandaríkjunum. Hann var handtekinn árið 2001 vegna ábendinga frá skólanum sem hann stundaði nám við.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×