Erlent

Grunaður um morðið í Kristjaníu

Danska lögreglan hefur handtekið 25 ára gamlan mann í tengslum við morðárásina í Kristjaníu á fimmtudag. Grímuklæddir menn hófu þar skyndilega skothríð á hóp manna með þeim afleiðingum að einn lést og þrír særðust alvarlega. Ódæðismennirnir flúðu af vettvangi á tveimur bílum og er maðurinn sem lögreglan hefur í haldi eigandi annars bílsins. Talið er að orsök árásarinnar sé uppgjör milli glæpahópa vegna deilna um verslun með eiturlyf.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×