Fleiri fréttir Fundað um landnemabyggðir Ísraelska ríkisstjórnin situr nú á fundi til að ákveða hvort styðja eigi áætlanir Ariels Sharons forsætisráðherra um að loka landnemabyggðum gyðinga á Gaza-svæðinu, en það er eitt af mestu deilumálum Palestínumanna og Ísraela. 20.2.2005 00:01 Horfið frá landnemabyggðum Ríkisstjórn Ísraels samþykkti á fundi sínum í dag áætlun um að Ísraelar hverfi frá landnemabyggðum á Gaza-svæðinu. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hefur barist fyrir stuðningi við þessa áætlun, en hún er ákaflega mikilvæg varðandi friðarhorfur fyrir botni Miðjarðarhafs, þar sem landnemabyggðirnar hafa verið þyrnir í augum Palestínumanna. 20.2.2005 00:01 Átök sjíta og súnníta á Indlandi Til átaka kom á milli sjíta og súnníta í héraðinu Uttar Pradesh í norðurhluta Indlands í dag með þeim afleiðingum að þrír létust og 13 særðust. Deilurnar milli trúarhópanna snerust um það hvaða leið ganga á vegum sjítanna ætti að fara, en þeir halda um Ashura-trúarhátíðina hátíðlega um þessar mundir eins og sjítar í öðrum löndum. 20.2.2005 00:01 Fleiri finnast látnir í Bangladess Nú hafa 74 fundist látnir og rúmlega 120 er enn saknað eftir að áætlunarferja með um 200 manns sökk á fljótinu Buriganga í suðurhluta Bangladess í dag. Ferjan var á leiðinni frá borginni Dhaka þegar hún lenti óveðri með þeim með afleiðingum að henni hvolfdi og í kjölfarið sökk hún. 20.2.2005 00:01 Fíll í dýragarði drepur mann Starfsmaður í dýragarðinum í Vínarborg í Austurríki lést í dag eftir að fíll í garðinum stakk hann á hol. Starfsmaðurinn var að sprauta vatni á fílinn þegar hann trylltist og rak aðra skögultönnina í gegnum maga mannsins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem dýr í garðinum verður manni að bana því fyrir þremur árum réðst jagúar á starfsmann og drap hann frammi fyrir gestum í garðinum. 20.2.2005 00:01 Sagðir ræða um frið Bandarískir erindrekar og yfirmenn í leyniþjónustu Bandaríkjanna eiga í leynilegum viðræðum við uppreisnarmenn súnníta í Írak til þess að reyna að binda enda á árásir þeirra í landinu. Frá þessu greinir tímaritið Time í dag og hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum í Washington og Írak. 20.2.2005 00:01 Manntjón í snjóflóðum á Indlandi Mikið fannfergi í Kasmír-héraði á Indlandi hefur kostað 21 mann lífið og 28 er saknað, en þar hafa snjóflóð fallið á afskekkt þorp. Ekki hefur snjóað jafnmikið í héraðinu í nær tvo áratugi og hafa margir bæir í Himalajadalnum verið einangraðir í þrjá daga þar sem vegir eru lokaðir og víða er rafmagns- og símasambandslaust. 20.2.2005 00:01 Ísraelar hyggjast lengja múrinn Ísraelska ríkisstjórnin samþykkti að lengja enn frekar aðskilnaðarmúr sinn á Vestubakkanum til þess að innlima Gush Etzion landnemabyggðirnar inn í Ísraelsríki. Þetta gerði hún um leið og ákveðið var að flytja gyðinga frá öllum landnemabyggðum á Gaza-svæðinu og litlum hluta byggða á Vesturbakkanum. 20.2.2005 00:01 Dræm þátttaka í þjóðaratkvæði Þátttaka í þjóðaratkvæðagreiðslu á Spáni um stjórnarskrá Evrópusambandsins virðist ætla að verða mjög dræm en samkvæmt Reuter-fréttastofunni hafði tæpur þriðjungur kosningabærra manna, 32,5 prósent, nýtt sér atkvæðisrétt sinn nú klukkan fimm. 20.2.2005 00:01 12 ára í níu ára fangelsi Tólf ára drengur í Ohio, Bryan Christopher Sturm, var á laugardag dæmdur í níu ára fangelsi fyrir að hafa myrt bæði frænku sína og ömmu. </font /> 20.2.2005 00:01 Vilja yfirráð í Asíu Japanar eru eingöngu í samkrulli við Bandaríkjamenn með það að markmiði að ráða ríkjum í Asíu um alla framtíð að mati ríkisdagblaðs Norður-Kóreu sem vísar alfarið á bug að þörf sé á viðræðum um vopnaeign landsins. 20.2.2005 00:01 Á reki í gúmbát í sjö vikur Ástralska strandgæslan skýrði frá því um helgina að tekist hefði að bjarga þremur mönnum sem höfðu verið á reki í opnum gúmmíbát í alls sjö vikur. 20.2.2005 00:01 Gyðingar yfirgefa Gaza í júlí Ríkisstjórn Ísraels samþykkti á fundi í gær áætlun Ariels Sharon um brottflutning hermanna og gyðinga frá Gazasvæðinu og Vesturbakkanum. Brottflutningur mun hefjast í júlí næstkomandi 20.2.2005 00:01 Óttast árásir á hjálparstarfsmenn Allir þeir erlendu hjálparstarfsmenn sem að störfum eru í Indónesíu til aðstoðar þeim er urðu hvað verst úti eftir flóðbylgjuna í Indlandshafi eru í alvarlegri hættu því líklegt er að íslamskir ofsatrúarmenn séu að skipuleggja hryðjuverkaárás á þá fljótlega. 20.2.2005 00:01 Páfi ávarpaði lýðinn í dag Jóhannes Páll páfi annar virtist við ágæta heilsu þegar hann ávarpaði trúaða í dag í annað sinn eftir að hann útskrifaðist af sjúkrahúsi fyrir tíu dögum. Páfinn, sem er orðinn 84 ára, hélt stutta ræðu en talaði skýrri röddu. Hann þjáist af Parkinsonsveiki og er slæmur í mjöðm og hnjám. Hann var lagður inn á sjúkrahús vegna öndunarerfiðleika fyrir nokkrum vikum. 20.2.2005 00:01 Líkur á samþykkt stjórnarskrár Spánverjar greiddu í dag atkvæði um nýja stjórnarskrá Evrópusambandsins. Kosningaþátttaka var dræm en kannanir benda til að stjórnarskráin verði samþykkt. 20.2.2005 00:01 Herteknum svæðum skilað Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, fyrirskipaði í dag að landnemabyggðum gyðinga á Gaza-svæðinu og á fjórum stöðum á Vesturbakkanum yrði lokað. Það yrði í fyrsta sinn í sögu Ísraels sem hertekin svæði Palestínumanna yrðu yfirgefin. 20.2.2005 00:01 Stjórnarskrá samþykkt á Spáni Yfirgnæfandi meirihluti Spánverja samþykkti stjórnarskrá Evrópusambandsins í kosningum sem fram fóru í landinu í gær samkvæmt útgönguspám. 20.2.2005 00:01 Heimurinn gleymi ekki fórnarlömbum Það er mikilvægt að heimurinn gleymi ekki fórnarlömbum hamfaranna í Suðaustur-Asíu og aðstoði þau áfram við að koma lífi sínu á réttan kjöl, segja tveir fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna sem eru í heimsókn á flóðasvæðunum. 20.2.2005 00:01 Einn fórst í bílsprengjutilræði Einn meðlimur íröksku öryggissveitanna fórst í morgun þegar bílsprengja sprakk í Bakúba-borg í norðurhluta Íraks. Tveir særðust. Árásir sem þessar eru orðnar nær daglegt brauð í Írak. Öfgahópar súnnímúslima í Írak réðu að minnsta kosti 27 sjítamúslima af dögum í gær og árásir súnníta fara vaxandi dag frá degi. 19.2.2005 00:01 Clinton og Bush eldri safna fé Tveir fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna heimsóttu hamfarasvæðin í Suðaustur-Asíu í dag. Bill Clinton og George Bush eldri táruðust næstum þegar þeir ræddu við fréttamenn um taílensk börn sem misstu foreldra sína í flóðunum. Bush yngri valdi þá til að stýra fjáröflun til hjálpar fórnarlömbum hamfaranna. 19.2.2005 00:01 Ákærur á hendur England mildaðar Ákærur á hendur bandaríska hermanninum Lynndie England hafa verið mildaðar, en hún er sökuð um misþyrmingar á írökskum föngum í Abu Ghraib fangelsinu. Í stað þess að eiga yfir höfði sér tæplega fjörtíu ára fangelsisvist eru það rúm sextán ár nú. Saksóknari útskýrði ekki hvers vegna ákærunni hefði verið breytt. 19.2.2005 00:01 Snarpur skjálfti við Indónesíu Yfirborð sjávar við Indónesíu hækkaði um fjóra metra þegar jarðskjálfti varð á hafsvæðinu þar í kring í morgun. Skjálftinn mældist 6,5 á Richter. 19.2.2005 00:01 Áframhaldandi árásir súnníta Öfgahópar súnnímúslima í Írak halda áfram að ráða sjítamúslima af dögum og eru árásir sem snerta óbreytta borgara orðnar nær daglegt brauð í landinu. 19.2.2005 00:01 Stefnir í skattastríð í Danmörku Skattastríð er í uppsiglingu innan nýju dönsku ríkisstjórnarinnar, sem kynnt var í gær. Stuðningsflokkur stjórnarflokkanna tveggja ætlar ekki að styðja þá í að hrinda í framkvæmd einu af fyrstu kosningaloforðunum. 19.2.2005 00:01 Ellefu látnir í árásum í Írak Að minnsta kosti 11 hafa látist og 90 særst í sjálfsmorðsárásum og sprengingum í hverfum sjíta í Bagdad í dag, en Ashura-trúarhátíð þeirra nær hámarki í dag. Maður á mótorhjóli sprengdi sjálfan sig í loft upp við jarðarför í mosku sjíta í morgun með þeim afleiðingum að að fjórir létust og tæplega 39 særðust. 19.2.2005 00:01 Fjarlægðu aukahöfuð af stúlku Egypskum læknum tókst í dag að fjarlægja aukahöfuð af 10 mánaða gamalli stúlku en hún kom í heiminn með mjög sjaldgæfan fæðingargalla. Gallanum svipar til þess að síamstvíburar væru fastir saman á hausnum en í þessu tilviki er annar tvíburinn aðeins hausinn og gat hann brosað og deplað augum. 19.2.2005 00:01 Fjölmenn mótmæli í Róm Þúsundir Ítala gengu um götur Rómar í dag til þess að krefjast þess að ítölsku blaðakonunni Giuliönu Sgrena sem rænt var í Írak snemma í mánuðinum yrði sleppt. Sgrena starfaði fyrir dagblaðið Il Manifesto í Írak og var rænt 4. febrúar þegar hún var að taka viðtöl skammt frá háskólanum í Bagdad, en hún birtist á myndbandi sem sent var út fyrr í vikunni þar sem hún grátbað um að sér yrði hlíft og að Ítalir kölluðu her sinn heim frá Írak. 19.2.2005 00:01 Sautján létust í strætósprengingu Tala látinna í sprengingu í strætó í Bagdad í Írak fyrr í dag hefur hækkað úr fimm í sautján og þar að auki slasaðist 41. Strætóinn sprakk í loft upp við vegatálma nærri mosku sjíta í borginni. Þar með hafa tuttugu og þrír fallið í árásum uppreisnarmanna á sjíta í höfuðborginni , en Ashura, trúarhátíð þeirra, nær hámarki í dag. 19.2.2005 00:01 Fundaði með Norður-Kóreumönnum Fulltrúi Kínverja átti í dag fund með yfirvöldum í Norður-Kóreu til þess að reyna að fá þau til að hefja aftur viðræður um kjarnorkuvopnáætlun sína. Norður-Kóreumenn drógu sig út úr viðræðum sex ríkja um kjarnorkumál í Norður-Kóreu og lýstu um leið yfir að þeir ættu kjarnorkuvopn. 19.2.2005 00:01 Alda sjálfsmorðsárása á hátíð Alda sjálfsmorðsárása hélt áfram í Írak í dag um leið og ein mikilvægasta trúarhátíð sjíta náði hámarki. Tilraunir til að forðast blóðbað á hátíðinni hafa mistekist. 19.2.2005 00:01 Wallström fer ekki fram Margot Wallström hefur tilkynnt að hún muni ekki bjóða sig fram í þingkosningunum í Svíþjóð árið 2006, þar sem hún telur stöðu sína hjá Evrópusambandinu ekki bjóða upp á það, en hún er varaforseti framkvæmdastjórnar ESB. 19.2.2005 00:01 Nærri 130 börn látin vegna kulda Tæplega 130 afgönsk börn hafa látist úr kulda á síðustu vikum. Örvæntingarfullir foreldrar gefa börnunum sínum ópíum til að lina þjáningarnar, segir heilbrigðisráðherra landsins. 19.2.2005 00:01 SÞ rannsakar morðið á Hariri Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, ætlar að senda hóp sérfræðinga til Líbanons til að rannsaka morðið á Rafik Hariri, fyrrum forsætisráðherra landsins. 19.2.2005 00:01 756 prestar áskaðir um misnotkun Rómversk-kaþólsku kirkjunni í Bandaríkjunum bárust á síðasta ári 1.092 nýjar ásakanir um kynferðislega misnotkun presta á börnum. 19.2.2005 00:01 Kosið um stjórnarskrá ESB Þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá Evrópusambandsins fer fram á Spáni í dag. Spánverjar verða þar með fyrsta þjóðin til að kjósa um stjórnarskrána en tíu aðrar þjóðir innan sambandsins hafa tilkynnt að þær ætli að bera hana undir þjóðaratkvæði.Ef eitt ríki neitar að staðfesta stjórnarskrána tekur hún ekki gildi. 19.2.2005 00:01 Norður-Kórea vill engar viðræður Stjórnvöld í Norður-Kóreu útiloka nú tvíhliða viðræður við Bandaríkjastjórn um kjarnorkuætlun landsins. Kínverska fréttastofan Xinhua hafði þetta eftir embættismanni norður-kóreska utanríkisráðuneytisins í gær. 19.2.2005 00:01 50 létust í sprengjuárásum Að minnsta kosti 50 manns létust í sprengjuárásum uppreisnarmanna í Írak í gær þegar Ashoura, trúarhátíð sjía-múslíma, náði hámarki. Meira en hundrað manns særðust í árásunum. Talið er að súnní-múslímar hafi skipulagt árásirnar. 19.2.2005 00:01 Flugvél með fallhlíf Öruggasta einkaflugvél í heimi rennur í stríðum straumi út úr verksmiðjunni í Minnesota í Bandaríkjunum. Íslendingurinn Snorri Guðmundsson á þátt í hönnun vélarinnar sem er framleidd með fallhlíf fyrir alla vélina. 19.2.2005 00:01 Þremur mönnum rænt í Írak Tveim blaðamönnum frá Indónesíu var rænt í borginni Ramadi í Írak fyrr í vikunni. Talsmaður stjórnvalda í Írak greindi frá þessu í morgun. Bílstjóra blaðamannanna var einnig rænt sem og bílaleigubíl sem þeir höfðu á leigu. 18.2.2005 00:01 Handtekin vegna bankaráns Lögreglan á Írlandi handtók í gær sjö manns sem grunaðir eru um að hafa framið mesta bankarán í sögu Norður-Írlands fyrir tveim mánuðum. Nærri 300 milljónir króna fundust í híbýlum mannanna, en það er þó ekki nema brot af því sem stolið var. 18.2.2005 00:01 Sonur Sharons sóttur til saka Dómsmálaráðherra Ísraels ákvað í gær að höfða mál á hendur syni Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels. Omri Sharon er gefið að sök að hafa sett á stofn fyrirtæki erlendis sem sendi síðan fjármagn í kosningasjóði föður hans. Þá er hann einnig sakaður um frekara bókhaldssvindl og meinsæri. 18.2.2005 00:01 Björguðu þriggja marka dreng Læknum í Bandaríkjunum hefur tekist að bjarga dreng sem vó aðeins þrjár merkur við fæðingu. Hjarta drengsins var á stærð við vínber þegar hann fæddist og þurfti að víxla hjartaslagæðum svo að hann myndi lifa af. Jafnlétt barn hefur aldrei áður lifað slíka aðgerð af. 18.2.2005 00:01 Allir hópar verði í ríkisstjórn Ibrahim al-Jaafari, sem talið er líklegt að verði forsætisráðherra Íraks, segir að í nýrri ríkisstjórn verði að vera fulltrúar allra helstu hópa í landinu. Jaafari fer fyrir bandalagi sjíta en hann segir að í ríkisstjórninni verði einnig Kúrdar og súnnítar þrátt fyrir að þeir síðarnefndu hafi nær ekkert fylgi hlotið í nýafstöðnum kosningum. 18.2.2005 00:01 Sprengdi sig í loft upp í mosku Sjálfsmorðsárásarmaður drap fjóra hið minnsta og særði tuttugu og tvo inni í mosku sjíta í suðurhluta Bagdad í morgun. Sjónarvottar segja að árásarmaðurinn hafi borið sprengjubelti um sig miðjan og kveikt í því þegar hann kom inn í moskuna. Sjítamúslimar fagna þessa dagana Ashura sem er mikilvæg trúarhátíð til minningar um píslarvætti barnabarns Múhameðs spámanns. 18.2.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Fundað um landnemabyggðir Ísraelska ríkisstjórnin situr nú á fundi til að ákveða hvort styðja eigi áætlanir Ariels Sharons forsætisráðherra um að loka landnemabyggðum gyðinga á Gaza-svæðinu, en það er eitt af mestu deilumálum Palestínumanna og Ísraela. 20.2.2005 00:01
Horfið frá landnemabyggðum Ríkisstjórn Ísraels samþykkti á fundi sínum í dag áætlun um að Ísraelar hverfi frá landnemabyggðum á Gaza-svæðinu. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hefur barist fyrir stuðningi við þessa áætlun, en hún er ákaflega mikilvæg varðandi friðarhorfur fyrir botni Miðjarðarhafs, þar sem landnemabyggðirnar hafa verið þyrnir í augum Palestínumanna. 20.2.2005 00:01
Átök sjíta og súnníta á Indlandi Til átaka kom á milli sjíta og súnníta í héraðinu Uttar Pradesh í norðurhluta Indlands í dag með þeim afleiðingum að þrír létust og 13 særðust. Deilurnar milli trúarhópanna snerust um það hvaða leið ganga á vegum sjítanna ætti að fara, en þeir halda um Ashura-trúarhátíðina hátíðlega um þessar mundir eins og sjítar í öðrum löndum. 20.2.2005 00:01
Fleiri finnast látnir í Bangladess Nú hafa 74 fundist látnir og rúmlega 120 er enn saknað eftir að áætlunarferja með um 200 manns sökk á fljótinu Buriganga í suðurhluta Bangladess í dag. Ferjan var á leiðinni frá borginni Dhaka þegar hún lenti óveðri með þeim með afleiðingum að henni hvolfdi og í kjölfarið sökk hún. 20.2.2005 00:01
Fíll í dýragarði drepur mann Starfsmaður í dýragarðinum í Vínarborg í Austurríki lést í dag eftir að fíll í garðinum stakk hann á hol. Starfsmaðurinn var að sprauta vatni á fílinn þegar hann trylltist og rak aðra skögultönnina í gegnum maga mannsins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem dýr í garðinum verður manni að bana því fyrir þremur árum réðst jagúar á starfsmann og drap hann frammi fyrir gestum í garðinum. 20.2.2005 00:01
Sagðir ræða um frið Bandarískir erindrekar og yfirmenn í leyniþjónustu Bandaríkjanna eiga í leynilegum viðræðum við uppreisnarmenn súnníta í Írak til þess að reyna að binda enda á árásir þeirra í landinu. Frá þessu greinir tímaritið Time í dag og hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum í Washington og Írak. 20.2.2005 00:01
Manntjón í snjóflóðum á Indlandi Mikið fannfergi í Kasmír-héraði á Indlandi hefur kostað 21 mann lífið og 28 er saknað, en þar hafa snjóflóð fallið á afskekkt þorp. Ekki hefur snjóað jafnmikið í héraðinu í nær tvo áratugi og hafa margir bæir í Himalajadalnum verið einangraðir í þrjá daga þar sem vegir eru lokaðir og víða er rafmagns- og símasambandslaust. 20.2.2005 00:01
Ísraelar hyggjast lengja múrinn Ísraelska ríkisstjórnin samþykkti að lengja enn frekar aðskilnaðarmúr sinn á Vestubakkanum til þess að innlima Gush Etzion landnemabyggðirnar inn í Ísraelsríki. Þetta gerði hún um leið og ákveðið var að flytja gyðinga frá öllum landnemabyggðum á Gaza-svæðinu og litlum hluta byggða á Vesturbakkanum. 20.2.2005 00:01
Dræm þátttaka í þjóðaratkvæði Þátttaka í þjóðaratkvæðagreiðslu á Spáni um stjórnarskrá Evrópusambandsins virðist ætla að verða mjög dræm en samkvæmt Reuter-fréttastofunni hafði tæpur þriðjungur kosningabærra manna, 32,5 prósent, nýtt sér atkvæðisrétt sinn nú klukkan fimm. 20.2.2005 00:01
12 ára í níu ára fangelsi Tólf ára drengur í Ohio, Bryan Christopher Sturm, var á laugardag dæmdur í níu ára fangelsi fyrir að hafa myrt bæði frænku sína og ömmu. </font /> 20.2.2005 00:01
Vilja yfirráð í Asíu Japanar eru eingöngu í samkrulli við Bandaríkjamenn með það að markmiði að ráða ríkjum í Asíu um alla framtíð að mati ríkisdagblaðs Norður-Kóreu sem vísar alfarið á bug að þörf sé á viðræðum um vopnaeign landsins. 20.2.2005 00:01
Á reki í gúmbát í sjö vikur Ástralska strandgæslan skýrði frá því um helgina að tekist hefði að bjarga þremur mönnum sem höfðu verið á reki í opnum gúmmíbát í alls sjö vikur. 20.2.2005 00:01
Gyðingar yfirgefa Gaza í júlí Ríkisstjórn Ísraels samþykkti á fundi í gær áætlun Ariels Sharon um brottflutning hermanna og gyðinga frá Gazasvæðinu og Vesturbakkanum. Brottflutningur mun hefjast í júlí næstkomandi 20.2.2005 00:01
Óttast árásir á hjálparstarfsmenn Allir þeir erlendu hjálparstarfsmenn sem að störfum eru í Indónesíu til aðstoðar þeim er urðu hvað verst úti eftir flóðbylgjuna í Indlandshafi eru í alvarlegri hættu því líklegt er að íslamskir ofsatrúarmenn séu að skipuleggja hryðjuverkaárás á þá fljótlega. 20.2.2005 00:01
Páfi ávarpaði lýðinn í dag Jóhannes Páll páfi annar virtist við ágæta heilsu þegar hann ávarpaði trúaða í dag í annað sinn eftir að hann útskrifaðist af sjúkrahúsi fyrir tíu dögum. Páfinn, sem er orðinn 84 ára, hélt stutta ræðu en talaði skýrri röddu. Hann þjáist af Parkinsonsveiki og er slæmur í mjöðm og hnjám. Hann var lagður inn á sjúkrahús vegna öndunarerfiðleika fyrir nokkrum vikum. 20.2.2005 00:01
Líkur á samþykkt stjórnarskrár Spánverjar greiddu í dag atkvæði um nýja stjórnarskrá Evrópusambandsins. Kosningaþátttaka var dræm en kannanir benda til að stjórnarskráin verði samþykkt. 20.2.2005 00:01
Herteknum svæðum skilað Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, fyrirskipaði í dag að landnemabyggðum gyðinga á Gaza-svæðinu og á fjórum stöðum á Vesturbakkanum yrði lokað. Það yrði í fyrsta sinn í sögu Ísraels sem hertekin svæði Palestínumanna yrðu yfirgefin. 20.2.2005 00:01
Stjórnarskrá samþykkt á Spáni Yfirgnæfandi meirihluti Spánverja samþykkti stjórnarskrá Evrópusambandsins í kosningum sem fram fóru í landinu í gær samkvæmt útgönguspám. 20.2.2005 00:01
Heimurinn gleymi ekki fórnarlömbum Það er mikilvægt að heimurinn gleymi ekki fórnarlömbum hamfaranna í Suðaustur-Asíu og aðstoði þau áfram við að koma lífi sínu á réttan kjöl, segja tveir fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna sem eru í heimsókn á flóðasvæðunum. 20.2.2005 00:01
Einn fórst í bílsprengjutilræði Einn meðlimur íröksku öryggissveitanna fórst í morgun þegar bílsprengja sprakk í Bakúba-borg í norðurhluta Íraks. Tveir særðust. Árásir sem þessar eru orðnar nær daglegt brauð í Írak. Öfgahópar súnnímúslima í Írak réðu að minnsta kosti 27 sjítamúslima af dögum í gær og árásir súnníta fara vaxandi dag frá degi. 19.2.2005 00:01
Clinton og Bush eldri safna fé Tveir fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna heimsóttu hamfarasvæðin í Suðaustur-Asíu í dag. Bill Clinton og George Bush eldri táruðust næstum þegar þeir ræddu við fréttamenn um taílensk börn sem misstu foreldra sína í flóðunum. Bush yngri valdi þá til að stýra fjáröflun til hjálpar fórnarlömbum hamfaranna. 19.2.2005 00:01
Ákærur á hendur England mildaðar Ákærur á hendur bandaríska hermanninum Lynndie England hafa verið mildaðar, en hún er sökuð um misþyrmingar á írökskum föngum í Abu Ghraib fangelsinu. Í stað þess að eiga yfir höfði sér tæplega fjörtíu ára fangelsisvist eru það rúm sextán ár nú. Saksóknari útskýrði ekki hvers vegna ákærunni hefði verið breytt. 19.2.2005 00:01
Snarpur skjálfti við Indónesíu Yfirborð sjávar við Indónesíu hækkaði um fjóra metra þegar jarðskjálfti varð á hafsvæðinu þar í kring í morgun. Skjálftinn mældist 6,5 á Richter. 19.2.2005 00:01
Áframhaldandi árásir súnníta Öfgahópar súnnímúslima í Írak halda áfram að ráða sjítamúslima af dögum og eru árásir sem snerta óbreytta borgara orðnar nær daglegt brauð í landinu. 19.2.2005 00:01
Stefnir í skattastríð í Danmörku Skattastríð er í uppsiglingu innan nýju dönsku ríkisstjórnarinnar, sem kynnt var í gær. Stuðningsflokkur stjórnarflokkanna tveggja ætlar ekki að styðja þá í að hrinda í framkvæmd einu af fyrstu kosningaloforðunum. 19.2.2005 00:01
Ellefu látnir í árásum í Írak Að minnsta kosti 11 hafa látist og 90 særst í sjálfsmorðsárásum og sprengingum í hverfum sjíta í Bagdad í dag, en Ashura-trúarhátíð þeirra nær hámarki í dag. Maður á mótorhjóli sprengdi sjálfan sig í loft upp við jarðarför í mosku sjíta í morgun með þeim afleiðingum að að fjórir létust og tæplega 39 særðust. 19.2.2005 00:01
Fjarlægðu aukahöfuð af stúlku Egypskum læknum tókst í dag að fjarlægja aukahöfuð af 10 mánaða gamalli stúlku en hún kom í heiminn með mjög sjaldgæfan fæðingargalla. Gallanum svipar til þess að síamstvíburar væru fastir saman á hausnum en í þessu tilviki er annar tvíburinn aðeins hausinn og gat hann brosað og deplað augum. 19.2.2005 00:01
Fjölmenn mótmæli í Róm Þúsundir Ítala gengu um götur Rómar í dag til þess að krefjast þess að ítölsku blaðakonunni Giuliönu Sgrena sem rænt var í Írak snemma í mánuðinum yrði sleppt. Sgrena starfaði fyrir dagblaðið Il Manifesto í Írak og var rænt 4. febrúar þegar hún var að taka viðtöl skammt frá háskólanum í Bagdad, en hún birtist á myndbandi sem sent var út fyrr í vikunni þar sem hún grátbað um að sér yrði hlíft og að Ítalir kölluðu her sinn heim frá Írak. 19.2.2005 00:01
Sautján létust í strætósprengingu Tala látinna í sprengingu í strætó í Bagdad í Írak fyrr í dag hefur hækkað úr fimm í sautján og þar að auki slasaðist 41. Strætóinn sprakk í loft upp við vegatálma nærri mosku sjíta í borginni. Þar með hafa tuttugu og þrír fallið í árásum uppreisnarmanna á sjíta í höfuðborginni , en Ashura, trúarhátíð þeirra, nær hámarki í dag. 19.2.2005 00:01
Fundaði með Norður-Kóreumönnum Fulltrúi Kínverja átti í dag fund með yfirvöldum í Norður-Kóreu til þess að reyna að fá þau til að hefja aftur viðræður um kjarnorkuvopnáætlun sína. Norður-Kóreumenn drógu sig út úr viðræðum sex ríkja um kjarnorkumál í Norður-Kóreu og lýstu um leið yfir að þeir ættu kjarnorkuvopn. 19.2.2005 00:01
Alda sjálfsmorðsárása á hátíð Alda sjálfsmorðsárása hélt áfram í Írak í dag um leið og ein mikilvægasta trúarhátíð sjíta náði hámarki. Tilraunir til að forðast blóðbað á hátíðinni hafa mistekist. 19.2.2005 00:01
Wallström fer ekki fram Margot Wallström hefur tilkynnt að hún muni ekki bjóða sig fram í þingkosningunum í Svíþjóð árið 2006, þar sem hún telur stöðu sína hjá Evrópusambandinu ekki bjóða upp á það, en hún er varaforseti framkvæmdastjórnar ESB. 19.2.2005 00:01
Nærri 130 börn látin vegna kulda Tæplega 130 afgönsk börn hafa látist úr kulda á síðustu vikum. Örvæntingarfullir foreldrar gefa börnunum sínum ópíum til að lina þjáningarnar, segir heilbrigðisráðherra landsins. 19.2.2005 00:01
SÞ rannsakar morðið á Hariri Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, ætlar að senda hóp sérfræðinga til Líbanons til að rannsaka morðið á Rafik Hariri, fyrrum forsætisráðherra landsins. 19.2.2005 00:01
756 prestar áskaðir um misnotkun Rómversk-kaþólsku kirkjunni í Bandaríkjunum bárust á síðasta ári 1.092 nýjar ásakanir um kynferðislega misnotkun presta á börnum. 19.2.2005 00:01
Kosið um stjórnarskrá ESB Þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá Evrópusambandsins fer fram á Spáni í dag. Spánverjar verða þar með fyrsta þjóðin til að kjósa um stjórnarskrána en tíu aðrar þjóðir innan sambandsins hafa tilkynnt að þær ætli að bera hana undir þjóðaratkvæði.Ef eitt ríki neitar að staðfesta stjórnarskrána tekur hún ekki gildi. 19.2.2005 00:01
Norður-Kórea vill engar viðræður Stjórnvöld í Norður-Kóreu útiloka nú tvíhliða viðræður við Bandaríkjastjórn um kjarnorkuætlun landsins. Kínverska fréttastofan Xinhua hafði þetta eftir embættismanni norður-kóreska utanríkisráðuneytisins í gær. 19.2.2005 00:01
50 létust í sprengjuárásum Að minnsta kosti 50 manns létust í sprengjuárásum uppreisnarmanna í Írak í gær þegar Ashoura, trúarhátíð sjía-múslíma, náði hámarki. Meira en hundrað manns særðust í árásunum. Talið er að súnní-múslímar hafi skipulagt árásirnar. 19.2.2005 00:01
Flugvél með fallhlíf Öruggasta einkaflugvél í heimi rennur í stríðum straumi út úr verksmiðjunni í Minnesota í Bandaríkjunum. Íslendingurinn Snorri Guðmundsson á þátt í hönnun vélarinnar sem er framleidd með fallhlíf fyrir alla vélina. 19.2.2005 00:01
Þremur mönnum rænt í Írak Tveim blaðamönnum frá Indónesíu var rænt í borginni Ramadi í Írak fyrr í vikunni. Talsmaður stjórnvalda í Írak greindi frá þessu í morgun. Bílstjóra blaðamannanna var einnig rænt sem og bílaleigubíl sem þeir höfðu á leigu. 18.2.2005 00:01
Handtekin vegna bankaráns Lögreglan á Írlandi handtók í gær sjö manns sem grunaðir eru um að hafa framið mesta bankarán í sögu Norður-Írlands fyrir tveim mánuðum. Nærri 300 milljónir króna fundust í híbýlum mannanna, en það er þó ekki nema brot af því sem stolið var. 18.2.2005 00:01
Sonur Sharons sóttur til saka Dómsmálaráðherra Ísraels ákvað í gær að höfða mál á hendur syni Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels. Omri Sharon er gefið að sök að hafa sett á stofn fyrirtæki erlendis sem sendi síðan fjármagn í kosningasjóði föður hans. Þá er hann einnig sakaður um frekara bókhaldssvindl og meinsæri. 18.2.2005 00:01
Björguðu þriggja marka dreng Læknum í Bandaríkjunum hefur tekist að bjarga dreng sem vó aðeins þrjár merkur við fæðingu. Hjarta drengsins var á stærð við vínber þegar hann fæddist og þurfti að víxla hjartaslagæðum svo að hann myndi lifa af. Jafnlétt barn hefur aldrei áður lifað slíka aðgerð af. 18.2.2005 00:01
Allir hópar verði í ríkisstjórn Ibrahim al-Jaafari, sem talið er líklegt að verði forsætisráðherra Íraks, segir að í nýrri ríkisstjórn verði að vera fulltrúar allra helstu hópa í landinu. Jaafari fer fyrir bandalagi sjíta en hann segir að í ríkisstjórninni verði einnig Kúrdar og súnnítar þrátt fyrir að þeir síðarnefndu hafi nær ekkert fylgi hlotið í nýafstöðnum kosningum. 18.2.2005 00:01
Sprengdi sig í loft upp í mosku Sjálfsmorðsárásarmaður drap fjóra hið minnsta og særði tuttugu og tvo inni í mosku sjíta í suðurhluta Bagdad í morgun. Sjónarvottar segja að árásarmaðurinn hafi borið sprengjubelti um sig miðjan og kveikt í því þegar hann kom inn í moskuna. Sjítamúslimar fagna þessa dagana Ashura sem er mikilvæg trúarhátíð til minningar um píslarvætti barnabarns Múhameðs spámanns. 18.2.2005 00:01