Erlent

Páfi ávarpaði lýðinn í dag

Jóhannes Páll páfi annar virtist við ágæta heilsu þegar hann ávarpaði trúaða í dag í annað sinn eftir að hann útskrifaðist af sjúkrahúsi fyrir tíu dögum. Páfinn, sem er orðinn 84 ára, hélt stutta ræðu en talaði skýrri röddu. Hann þjáist af Parkinsonsveiki og er slæmur í mjöðm og hnjám. Hann var lagður inn á sjúkrahús vegna öndunarerfiðleika fyrir nokkrum vikum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×