Erlent

Þremur mönnum rænt í Írak

MYND/AP
Tveim blaðamönnum frá Indónesíu var rænt í borginni Ramadi í Írak fyrr í vikunni. Talsmaður stjórnvalda í Írak greindi frá þessu í morgun. Bílstjóra blaðamannanna var einnig rænt sem og bílaleigubíl sem þeir höfðu á leigu. Í gær lést einn bandarískur hermaður og þrír slösuðust þegar bílsprengja sprakk nærri herstöð bandaríska hersins í borginni Mósúl í Írak. Alls hafa nú meira en 1100 bandarískir hermenn látið lífið í Írak síðan ráðist var inn í landið í mars árið 2003.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×