Erlent

Wallström fer ekki fram

Margot Wallström hefur tilkynnt að hún muni ekki bjóða sig fram í þingkosningunum í Svíþjóð árið 2006, þar sem hún telur stöðu sína hjá Evrópusambandinu ekki bjóða upp á það, en hún er varaforseti framkvæmdastjórnar ESB. Wallström telur að það sé ekki við hæfi að hún blandi sér í stjórnmál heima fyrir en sér ekkert athugavert við það að yfirmaður hennar, José Manuel Barroso, bjóði sig fram í heimalandi sínu Portúgal. Nafn Wallström hafði verið í umræðunni um hver gæti tekið við þegar Göran Persson hætti sem formaður Jafnaðarmannaflokksins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×