Erlent

Sagðir ræða um frið

Bandarískir erindrekar og yfirmenn í leyniþjónustu Bandaríkjanna eiga í leynilegum viðræðum við uppreisnarmenn súnníta í Írak til þess að reyna að binda enda á árásir þeirra í landinu. Frá þessu greinir tímaritið Time í dag og hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum í Washington og Írak. Samkvæmt tímaritinu áttu tveir menn úr herliði Bandaríkjanna leynilegan fund með írökskum samningamanni sem áður var innan stjórnar Saddams Husseins og er nú fulltrúi þjóðernissinnaðra uppreisnarmanna. Á fundinum sagði samningamaðurinn að uppreisnarmenn væru tilbúnir að vinna með Bandaríkjamönnum að friðsamlegri lausn mála í Írak, en súnnítar eru mjög ósáttir við hversu miklu sjítar ráða nú eftir fall Saddams Husseins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×