Erlent

Fíll í dýragarði drepur mann

Starfsmaður í dýragarðinum í Vínarborg í Austurríki lést í dag eftir að fíll í garðinum stakk hann á hol. Starfsmaðurinn var að sprauta vatni á fílinn þegar hann trylltist og rak aðra skögultönnina í gegnum maga mannsins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem dýr í garðinum verður manni að bana því fyrir þremur árum réðst jagúar á starfsmann og drap hann frammi fyrir gestum í garðinum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×