Erlent

Ellefu látnir í árásum í Írak

Að minnsta kosti 11 hafa látist og 90 særst í sjálfsmorðsárásum og sprengingum í hverfum sjíta í Bagdad í dag, en Ashura-trúarhátíð þeirra nær hámarki í dag. Maður á mótorhjóli sprengdi sjálfan sig í loft upp við jarðarför í mosku sjíta í morgun með þeim afleiðingum að að fjórir létust og tæplega 39 særðust. Í moskunni fór fram útför konu sem fórst í sjálfsmorðsárás á sama svæði á föstudag. Þá létust fimm og 46 særðust þegar strætó sprakk í loft upp við vegatálma nærri annarri mosku sjíta í borginni. Skammt þar frá létust svo tveir þegar sjálfsmorðsárásarmaður batt enda á líf sitt eftir að hafa skipst á skotum við öryggissveitir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×