Erlent

Fundaði með Norður-Kóreumönnum

Fulltrúi Kínverja átti í dag fund með yfirvöldum í Norður-Kóreu til þess að reyna að fá þau til að hefja aftur viðræður um kjarnorkuvopnáætlun sína. Norður-Kóreumenn drógu sig út úr viðræðum sex ríkja um kjarnorkumál í Norður-Kóreu og lýstu um leið yfir að þeir ættu kjarnorkuvopn. Reuters-fréttastofan hefur eftir yfirvöldum í Peking að fundurinn í dag hafi ekki borið árangur þar sem Norður-Kóreumenn sitji enn við sinn keip. Lítillar bjartsýni gætir hjá Kínverjum, sem hafa átt einna best samskipti við Norður-Kóreumenn, en fyrr í vikunni lýsti utanríkisráðherra Kína því yfir að ólíklegt væri að Norður-Kóreumenn kæmu fljótlega aftur að samningaborðinu en að ríkin sem ættu í viðræðunum myndu halda áfram að reyna að koma þeim þangað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×