„Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 23. júlí 2025 11:16 Karl Héðinn Kristjánsson er ritari framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins. Hann hefur stigið til hliðar sem forseti Roða, ungliðahreyfingar flokksins. Vísir/Ívar Fannar Karl Héðinn segir að ákvörðun um að stíga til hliðar sem forseti ungliðahreyfingar Sósíalistaflokksins komi frá honum sjálfum en líka í samtali við félaga í hreyfingunni. Hann segir ákvörðunina tekna til að tryggja heiður félagsins. „Þessi ákvörðun er tekin til að vera yfir vafa hafinn, þó ég hafi ekki gert neitt rangt í raun og ég var ekki heldur í neinni valdastöðu á þeim tíma. Þetta er grátt mál,“ segir Karl Héðinn í samtali við Vísi. Karl greindi frá ákvörðun sinni fyrr í dag og sagði hana tekna í kjölfar umræðu um samband sem hann átti við 16 ára stúlku þegar hann var 22 ára. Sinnir áfram stuðningshlutverki í Roða Karl segir að í framhaldinu muni hann einungis sinna stuðningshlutverki í Roða og láta áfram gott af sér leiða innan flokksins. Hann segir að stúlkan sjálf hafi í kjölfar umræðunnar um málið sagt að enginn skaði hafi skeð, og öll samskipti hafi verið með samþykki allra. Stúlkan skrifaði athugasemd við færslu Karls frá því fyrr í mánuðinum þar sem hún sagðist ekki sjá eftir neinu. „Þegar ég var með henni var ég ekki í valdastöðu og það var ekki ég sem sóttist eftir henni. En þetta hefur skiljanlega vakið tortryggni hjá ýmsum félögum í Roða.“ Karl segir að þrátt fyrir þessar yfirlýsingar hans og stúlkunnar sé málið viðkvæmt og aðstæður sem þessar, þar sem aldursmunur er eins og hann var, geti verið siðferðislega gráar. „Sem forseti Roða vil ég bara sýna og gera það ljóst að þetta er grátt svæði og ekki til eftirbreytni.“ Framkvæmdastjórn hafi ekki beðið hann að víkja Karl, sem er ritari framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, segir að hann hafi beðið framkvæmdastjórn um að íhuga stöðu hans innan framkvæmdastjórnar. „Þau hafa ekki beðið mig um að fara.“ Þá segir Karl að verið sé að setja upp trúnaðarráð í flokknum, sem muni taka á sambærilegum málum í framtíðinni. Karl segir að framkvæmdastjórn flokksins hafi einnig þegar farið yfir mál Sæþórs Benjamíns Randalssonar, formanns framkvæmdastjórnar, og hann hafi ekki verið beðinn um að víkja. Fyrr í sumar voru skjáskot í dreifingu af meintum samskiptum Sæþórs við ólögráða pilt, þar sem hann var að falast eftir kynferðislegum myndum af piltinum. Karl segir að skjáskotin hafi verið búin til í tölvu og engin haldbær gögn liggi fyrir í málinu. Dreifing skjáskotanna hafi verið kærð til lögreglu og málið sé í rannsókn. Möguleiki á auka aðalfundi Karl Héðinn tilheyrir þeim hópi fólks innan flokksins sem bar sigur úr býtum á aðalfundi flokksins í maí síðastliðnum. Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti flokksins í borgarstjórn, hefur ítrekað lýst yfir óánægju með nýja stjórn flokksins og hefur hún meðal annars látið hafa eftir sér að möguleiki væri á því að halda nýjan aðalfund á árinu. Karl Héðinn segir að aðalfundir flokksins séu haldnir árlega, og stjórnir flokksins hafi heimild til að boða til auka aðalfunda. „Það er enn til skoðunar hvort slíkt verði gert. Það er verið að vinna að lagabreytingum innan flokksins, það er möguleiki á því að það verði kallaður auka aðalfundur til lagabreytingar snemma á næsta ári eða seint á þessu ári.“ „Lagabreytingarnar snúast um að efla svæðisfélög flokksins, auka aðkomu grasrótarinnar, faglegri verkferla og nýtingu fjármuna flokksins, sérstaklega úti á landsbyggðinni.“ Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
„Þessi ákvörðun er tekin til að vera yfir vafa hafinn, þó ég hafi ekki gert neitt rangt í raun og ég var ekki heldur í neinni valdastöðu á þeim tíma. Þetta er grátt mál,“ segir Karl Héðinn í samtali við Vísi. Karl greindi frá ákvörðun sinni fyrr í dag og sagði hana tekna í kjölfar umræðu um samband sem hann átti við 16 ára stúlku þegar hann var 22 ára. Sinnir áfram stuðningshlutverki í Roða Karl segir að í framhaldinu muni hann einungis sinna stuðningshlutverki í Roða og láta áfram gott af sér leiða innan flokksins. Hann segir að stúlkan sjálf hafi í kjölfar umræðunnar um málið sagt að enginn skaði hafi skeð, og öll samskipti hafi verið með samþykki allra. Stúlkan skrifaði athugasemd við færslu Karls frá því fyrr í mánuðinum þar sem hún sagðist ekki sjá eftir neinu. „Þegar ég var með henni var ég ekki í valdastöðu og það var ekki ég sem sóttist eftir henni. En þetta hefur skiljanlega vakið tortryggni hjá ýmsum félögum í Roða.“ Karl segir að þrátt fyrir þessar yfirlýsingar hans og stúlkunnar sé málið viðkvæmt og aðstæður sem þessar, þar sem aldursmunur er eins og hann var, geti verið siðferðislega gráar. „Sem forseti Roða vil ég bara sýna og gera það ljóst að þetta er grátt svæði og ekki til eftirbreytni.“ Framkvæmdastjórn hafi ekki beðið hann að víkja Karl, sem er ritari framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, segir að hann hafi beðið framkvæmdastjórn um að íhuga stöðu hans innan framkvæmdastjórnar. „Þau hafa ekki beðið mig um að fara.“ Þá segir Karl að verið sé að setja upp trúnaðarráð í flokknum, sem muni taka á sambærilegum málum í framtíðinni. Karl segir að framkvæmdastjórn flokksins hafi einnig þegar farið yfir mál Sæþórs Benjamíns Randalssonar, formanns framkvæmdastjórnar, og hann hafi ekki verið beðinn um að víkja. Fyrr í sumar voru skjáskot í dreifingu af meintum samskiptum Sæþórs við ólögráða pilt, þar sem hann var að falast eftir kynferðislegum myndum af piltinum. Karl segir að skjáskotin hafi verið búin til í tölvu og engin haldbær gögn liggi fyrir í málinu. Dreifing skjáskotanna hafi verið kærð til lögreglu og málið sé í rannsókn. Möguleiki á auka aðalfundi Karl Héðinn tilheyrir þeim hópi fólks innan flokksins sem bar sigur úr býtum á aðalfundi flokksins í maí síðastliðnum. Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti flokksins í borgarstjórn, hefur ítrekað lýst yfir óánægju með nýja stjórn flokksins og hefur hún meðal annars látið hafa eftir sér að möguleiki væri á því að halda nýjan aðalfund á árinu. Karl Héðinn segir að aðalfundir flokksins séu haldnir árlega, og stjórnir flokksins hafi heimild til að boða til auka aðalfunda. „Það er enn til skoðunar hvort slíkt verði gert. Það er verið að vinna að lagabreytingum innan flokksins, það er möguleiki á því að það verði kallaður auka aðalfundur til lagabreytingar snemma á næsta ári eða seint á þessu ári.“ „Lagabreytingarnar snúast um að efla svæðisfélög flokksins, auka aðkomu grasrótarinnar, faglegri verkferla og nýtingu fjármuna flokksins, sérstaklega úti á landsbyggðinni.“
Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent