Erlent

Björguðu þriggja marka dreng

Læknum í Bandaríkjunum hefur tekist að bjarga dreng sem vó aðeins þrjár merkur við fæðingu. Hjarta drengsins var á stærð við vínber þegar hann fæddist og þurfti að víxla hjartaslagæðum svo að hann myndi lifa af. Jafnlétt barn hefur aldrei áður lifað slíka aðgerð af. Móðir drengsins, sem fæddist meira en þrettán vikum fyrir tímann, segir að upphaflega hafi læknar drengsins sagt að útilokað væri að hann myndi lifa af. Hins vegar hafi verið látið á það reyna að senda hann til sérfræðinga við sjúkrahús Stanford-háskóla með fyrrgreindum árangri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×