Erlent

Kosið um stjórnarskrá ESB

Þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá Evrópusambandsins fer fram á Spáni í dag. Spánverjar verða þar með fyrsta þjóðin til að kjósa um stjórnarskrána en tíu aðrar þjóðir innan sambandsins hafa tilkynnt að þær ætli að bera hana undir þjóðaratkvæði.Ef eitt ríki neitar að staðfesta stjórnarskrána tekur hún ekki gildi. Talið er víst að stjórnarskráin verði samþykkt á Spáni. Hins vegar ríkir óvissa um kosningaþátttökuna en um 35 milljónir Spánverja eru á kjörskrá. Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins undirrituðu stjórnarskrána í Róm í lok október.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×