Erlent

Fjölmenn mótmæli í Róm

Þúsundir Ítala gengu um götur Rómar í dag til þess að krefjast þess að ítölsku blaðakonunni Giuliönu Sgrena sem rænt var í Írak snemma í mánuðinum yrði sleppt. Sgrena starfaði fyrir dagblaðið Il Manifesto í Írak og var rænt 4. febrúar þegar hún var að taka viðtöl skammt frá háskólanum í Bagdad, en hún birtist á myndbandi sem sent var út fyrr í vikunni þar sem hún grátbað um að sér yrði hlíft og að Ítalir kölluðu her sinn heim frá Írak. Mótmælin í Róm í dag höfðu pólitískan undirtón þar sem margir mótmælenda tóku undir kröfur Sgrena um að kalla herinn heim, en um 3000 ítalskir hermenn eru nú í Írak. Skipuleggjendur mótmælanna vonuðust eftir að 200 þúsund manns kæmu og létu í sér heyra en ítalska sjónvarpið taldi að um 50 þúsund hefðu verið á götunum við upphaf mótmælanna klukkan tvö að staðartíma.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×