Fleiri fréttir Fimmta kjarnorkuverið í Finnlandi Finnska ríkisráðið hefur veitt Industrins Kraft leyfi til að byggja fimmta kjarnorkuverið í Finnlandi. Bygging versins, sem mun bera heitið Olkiluoto 3, mun sennilega hefjast nú þegar. Pólitísk ákvörðun um bygginguna var tekin í þinginu fyrir þremur árum og sveitarfélagið Eurajoki, þar sem verið kjarnorkuverður byggt, veitti fyrr í þessari viku byggingarleyfi. 18.2.2005 00:01 Mágurinn yfirmaður leyniþjónustu Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, hefur skipað mág sinn yfirmann leyniþjónustu hersins. Bashar al-Assad erfði forsetaembættið eftir föður sinn, Hafes al-Assad, og því má segja að fjölskylda þeirra sé æði valdamikil í Sýrlandi. 18.2.2005 00:01 Handtekinn fyrir að hjóla nakinn Tuttugu og fjögurra ára gamall maður var handtekinn á Nýja-Sjálandi síðastliðinn sunnudag fyrir að hjóla um berrassaður á reiðhjóli sínu. Hann var að mótmæla of mikilli bílanotkun og mengun sem af henni stafaði. Honum var gert að mæta fyrir dómara vegna ósiðsamlegs framferðis og hann mætti samviskusamlega - enn þá berrassaður. 18.2.2005 00:01 Hótar að boða til kosninga Formaður grænlensku landsstjórnarinnar hótar að boða til almennra kosninga ef hann verður ekki endurkjörinn formaður flokks síns. Hans Enoksen er formaður Síúmút sem er stærsti stjórnmálaflokkur Grænlands. Landsfundur flokksins stendur nú yfir og fer formannskjör fram á morgun. 18.2.2005 00:01 Hryðjuverkaleiðtogi bjó í Danmörku Líbanskur maður, sem bjó í Danmörku í fjórtán ár, er nú leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Ansar al-Islam sem hafa myrt að minnsta kosti eitt þúsund manns í Írak. Í Danmörku var maðurinn dæmdur fyrir rán á peningaflutningabíl og er einnig talinn hafa átt þátt í öðru ráni. 18.2.2005 00:01 Kakkalakkar fangaðir með eigin þef Hugsanlegt er að hægt verði að nota sérstaka lykt sem kvenkyns kakkalakkar gefa frá sér til þess að hafa hemil á dýrategundinni. Að þessu hafa vísindamenn við ríkisháskólann í New York komist, en þeir hafa unnið að því að efnagreina ferómón sem kvenkyns kakkalakkar senda út til þess að lokka karldýr til sín. 18.2.2005 00:01 Yfir 120 rænt í Írak undanfarið ár Yfir 120 útlendingum hefur verið rænt í Írak síðastliðið ár og hefur um þriðjungur þeirra verið tekinn af lífi en sumum sleppt eftir að komið hefur verið til móts við kröfur mannræningja. Tyrkir eru fjölmennastir á lista þeirra sem rænt hefur verið, eða alls 14, en 12 Nepölum var rænt í fyrra og þeir allir teknir af lífi. 18.2.2005 00:01 Nota krana og vélmenni í niðurrif Fjarstýrðir kranar verða notaðir til þess að rífa niður skelina af Windsor-skýjakljúfinum sem brann í Madríd um síðustu helgi. Byggingin er þrjátíu og tvær hæðir. Ekkert er eftir af henni nema burðargrindin en hún er svo veikburða eftir eldinn að ekki er talið óhætt að senda menn inn í hana til vinnu. 18.2.2005 00:01 Reynt að afstýra trúarbragðastríði Öfgahópar súnnímúslima í Írak hafa ráðið að minnsta kosti 27 sjítamúslima af dögum í dag. Árásir súnníta á sjíta fara vaxandi dag frá degi en yfirvöld reyna hvað þau geta til að afstýra trúarbragðastríði í landinu. 18.2.2005 00:01 Ísraelar hætta niðurrifi Stjórnvöld í Ísrael hafa komist að þeirri niðurstöðu að sú stefna að brjóta og eyðileggja hús aðstandenda sjálfsmorðsárásarmanna skili engum árangri og hafa ákveðið að hætta þeirri iðju. Þetta er í anda þeirrar þíðu sem nú er brostin á í samskiptum Ísraels- og Palestínumanna. 18.2.2005 00:01 Kosið um stjórnarskrá ESB á Spáni Spánverjar verða fyrstir Evrópusambandsþjóða til að kjósa um nýja stjórnarskrá ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu á sunnudag. Spænska ríkisstjórnin hefur varið stórfé til að kynna stjórnarskrána en þrátt fyrir það er búist við lélegri kosningaþátttöku enda virðast fáir Spánverjar hafa áhuga á málinu. 18.2.2005 00:01 Thatcher neitar aðild að valdaráni Sonur Margrétar Thatchers, Mark Thatcher, mætti fyrir rétt í morgun vegna gruns um að hann hafi fjármagnað misheppnað valdarán í Miðbaugs-Gíneu í Afríku á síðasta ári. Thatcher yngri, sem hefur stundað almennt brask um alla Afríku og keypti meðal annars þyrlu fyrir valdaránsmennina, harðneitar sök. 18.2.2005 00:01 Nokkurra saknað eftir fellibyl Nokkurra manna er saknað á smáeyjum á Suður-Kyrrahafi en tveir fellibyljir, Nancy og Ólafur, hafa gengið yfir svæðið síðustu daga. Alls er fjögurra fiskibáta saknað og hafa flugvélar og þyrlur frá Nýja-Sjálandi leitað á hafsvæðinu. 18.2.2005 00:01 Konungshjón Svíþjóðar í Taílandi Karl Gústaf Svíakonungur og Silvía drottning eru nú í opinberri heimsókn í Taílandi þar sem þau hafa skoðað þau svæði sem urðu hvað verst úti þegar flóðbylgjan gekk þar á land á öðrum degi jóla. Að minnsta kosti 113 Svíar létu lífið í hamförunum í Taílandi. 18.2.2005 00:01 Kim Jong-il fagnar afmæli sínu Kim Jong-il, leiðtogi Norður-Kóreu, hélt upp á sextugasta og þriðja afmælisdag sinn í dag með því að koma fyrir almenningssjónir í fyrsta sinn í tvo mánuði. Sögusagnir hafa verið á kreiki um veikindi Kims en hann virtist við hestaheilsu og sat rússneska danssýningu. 18.2.2005 00:01 Berklar í Hollandi Berklasjúkdómurinn hefur gert vart við sig í borginni Zeist í Hollandi. Fyrr í mánuðinum greindist kona sem vinnur á búðarkassa í matvöruverslun með sjúkdóminn. Í kjölfarið fóru 21 þúsund manns, sem töldu sig mögulega hafa komist í snertingu við konuna, í berklapróf. 18.2.2005 00:01 Lungnabólgufaraldur í Kongó Að minnsta kosti 60 hafa látist í mannskæðum lungnabólgufaraldri sem nú geisar í Kongó í Afríku. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) er þetta versti lungnabólgufaraldur sem greinst hefur í heiminum í 50 ár. 18.2.2005 00:01 Rússar styðja Írani Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segist sannfærður um að Íranir séu ekki að reyna að þróa kjarnorkuvopn. Eftir fund í Moskvu með Hassan Rowhani, yfirmanni kjarnorkumála Írana, sagði Pútín að rússnesk stjórnvöld myndu áfram vinna með Írönum og hjálpa að ljúka smíði kjarnakljúfs í borginni Bushehr í suðurhluta Írans. 18.2.2005 00:01 Ekki aðeins pyntingar í Abu Ghraib Svo virðist sem Bandaríkjaher noti pyntingar á kerfisbundinn hátt til að yfirheyra fanga. Komið hefur í ljós að bandarískir hermenn hafa ekki bara stundað pyntingar í Abu Ghraib fangelsinu í Írak og á Guantanamo á Kúbu, heldur líka í Afganistan. 18.2.2005 00:01 Fundu 4 tonn af maríjúana Mexíkóska lögreglan hefur lagt hald á fjögur tonn af maríjúana sem fundust í húsi við borgina Juarez. Borgin er við bandarísku landamærin og er talið að smygla hafi átt efninu til Bandaríkjanna. 18.2.2005 00:01 Ráðist á síja-múslíma í Írak Að minnsta kosti 36 írakar létust, flestir síja-múslímar, í fimm sprengjuárásum uppreisnarmanna súnní-múslíma í landinu í gær. Talið er að árásirnar tengist Ashoura, trúarhátíð sjía-múslíma, sem nær hámarki í dag. 18.2.2005 00:01 Al-Kaída mun nota gereyðingarvopn Óöldin í Írak eykur líkurnar á því að uppreisnarmenn láti til skarar skríða í öðrum löndum að mati Porters Goss, yfirmanns bandarísku leyniþjónustunar CIA. Hann segir aðeins tímaspursmál hvenær hryðjuverkahópur eins og Al-Kaída muni reyna árásir með gereyðingarvopnum. 17.2.2005 00:01 Sprenging í Sómalíu fellir tvo Tveir féllu í valinn og sex særðust í sprengingu sem varð í höfuðborg Sómalíu í morgun. Embættismenn frá grannríkinu Kenýa segja að flest bendi til þess að hryðjuverkamenn hafi staðið að sprengingunni. 17.2.2005 00:01 ESB-baráttan að hefjast Baráttan fyrir því að fá stjórnarskrá Evrópusambandsins samþykkta er að hefjast fyrir alvöru. Á sunnudaginn kjósa Spánverjar um stjórnarskrána, fyrstir allra Evrópuþjóða. Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, heimsótti Spán í gær til þess að hvetja þarlenda stjórnmálamenn til dáða í báráttunni fyrir að fá stjórnarskrána samþykkta. 17.2.2005 00:01 Sharon líklega ekki ákærður Dómsmálaráðherra Ísraels mun líklega ekki ákæra Ariel Sharon vegna meintrar fjármálaspillingar frá árinu 1999. Þetta sögðu heimildarmenn innan dómsmálaráðuneytis Ísraela í morgun. 17.2.2005 00:01 Norðmenn sniðgangi skoskt viskí Norski þingmaðurinn Ivar Kristiansen skorar á norska neytendur að sniðganga skoskt viskí í vínbúðum í mótmælaskyni við aðför skoskra laxeldismanna að norsku laxeldi. Hann segir að Skotarnir beiti Evrópusambandinu fyrir sig til að vernda eigin hagsmuni á kostnað Norðmanna. 17.2.2005 00:01 Fuglaflensan ógnar enn Víetnam Yfirvöld í Víetnam íhuga nú hvað skuli gera til að stemma stigu við fuglaflensunni sem herjað hefur á landsmenn undanfarið. Þrettán manns hafa látist af völdum flensunnar síðastliðnar vikur. Til tals hefur komið að slátra öllum hænsfuglum sem fyrirfinnast í Víetnam en sú hugmynd hefur ekki fengið góðan hljómgrunn hjá mörgum bóndanum í landinu. 17.2.2005 00:01 Kínverjar stærstu neytendurnir Kínverjar hafa tekið við af Bandaríkjamönnum sem stærstu neytendur landbúnaðar- og iðnaðarvarnings í veröldinni. Kínverjar kaupa inn meira af kornvörum, kjöti, kolum og stáli en Bandaríkjamenn. Þeir eiga einnig fleiri sjónvörp, ísskápa og farsíma en Bandaríkjamenn hafa enn vinninginn þegar kemur að olíu. 17.2.2005 00:01 Sharon ekki ákærður Engin ákæra verður gefin út á hendur Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, vegna spillingarmáls sem allt leit út fyrir að gæti bundið enda á stjórnmálaferil hans. 17.2.2005 00:01 Meðlimir ETA handteknir Tveir félagar í aðskilnaðarhreyfingu herskárra Baska, ETA, voru handteknir á Spáni í morgun, skammt frá borginni Valencia. Lögreglan lagði hald á nokkurt magn sprengiefna á sama stað. Talsmaður lögreglunnar greindi frá því að karlmaður og kona væru í haldi og að jafnframt hefðu fundist byssa og skjöl á staðnum. 17.2.2005 00:01 Vilja afsögn ríkisstjórnarinnar Vaxandi þrýstingur hefur verið á ríkisstjórn Líbanons um að segja af sér. Stjórnin nýtur stuðnings stjórnvalda í Sýrlandi og hefur óánægja í garð hennar aukist eftir að fyrrverandi forsætisráðherra landsins, Rafik Hariri, var ráðinn af dögum. 17.2.2005 00:01 Grunaður um aðild að mannráninu Tuttugu og fjögurra ára karlmaður hefur verið handtekinn í Kaupmannahöfn að beiðni sænsku lögreglunnar þar sem hann er grunaður um aðild á ráninu á Fabian Bengtsson. Lögreglan í Kaupmannahöfn vill ekki gefa upp af hvaða þjóðerni maðurinn er en segir þó að hann sé hvorki Dani né Svíi. Foreldrar hans búa þó í Danmörku. 17.2.2005 00:01 Kjarnorkuvopnaeign helsta ógnin Kjarnorkuvopnaeign Asíuríkja er meðal helstu ógna sem Bandaríkjamenn þurfa að fylgjast með að mati yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. Hryðjuverk eru áfram ofarlega á lista yfir ógnir. 17.2.2005 00:01 4 látnir í sprengingu í Taílandi Að minnsta kosti fjórir eru látnir og 40 særðir, sumir lífshættulega, eftir að sprengja sprakk í fjölfarinni götu, nærri vinsælu hóteli, í ferðamannabænum Sungai Kolok í Taílandi fyrir stundu. Forsætisráðherra Taílands var staddur í bænum fyrr í dag en samkvæmt Reuters-fréttastofunni var hann farinn frá Sungai Kolok þegar sprengingin varð. 17.2.2005 00:01 Yfirmaður allrar leyniþjónustu BNA George Bush hefur skipað John Negroponte, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Írak, sem yfirmann allrar leyniþjónustu í Bandaríkjunum. Embættið er nýtt af nálinni og er stofnun þess liður í aðgerðum Bandaríkjastjórnar til að reyna að koma í veg fyrir að atburðirnir þann 11. september 2001 endurtaki sig. 17.2.2005 00:01 Fellur portúgalska ríkisstjórnin? Portúgalska ríkisstjórnin mun falla í þingkosningunum um næstu helgi ef marka má skoðanakannanir þar í landi. Jafnaðarmannaflokkurinn sem er í stjórnarandstöðu hefur töluvert forskot á sósíaldemókrata, sem leiða ríkisstjórnina, og samkvæmt sumum könnunum myndu jafnaðarmenn ná hreinum meirihluta ef kosið yrði nú. 17.2.2005 00:01 Vill meiri þrýsting á Sýrlendinga Sýrlendingar eru úr takt við önnur ríki í Mið-Austurlöndum, sagði George W. Bush Bandaríkjaforseti þegar hann lýsti því yfir að hann vildi vinna með öðrum ríkjum að því að þrýsta á Sýrlendinga um að hverfa með her sinn frá Líbanon. 17.2.2005 00:01 Meiri réttur flugfarþega Flugfarþegar eiga rétt á tugþúsunda króna greiðslum verði þeir af flugi fyrir verknað flugfélagsins sem þeir eiga bókað flug með. Þetta er hluti af nýjum reglum Evrópusambandsins um réttindi flugfarþega sem tóku gildi í gær. 17.2.2005 00:01 Þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Írak er orðið að þjálfunarbúðum fyrir hryðjuverkamenn sem geta beitt reynslu sinni þaðan til árása annars staðar. Þetta kom fram í máli Porter Goss, yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar (CIA) þegar hann svaraði bandarískum þingmönnum. 17.2.2005 00:01 Ekki vitað um 30 kíló af plútóníum Stjórnendur kjarnorkuendurvinnslustöðvarinnar í Sellafield í Bretlandi geta ekki gert grein fyrir því hvað varð af 30 kílóum af plútóníum sem koma ekki fram í tölum um birgðahald. Umhverfisráðherra hefur óskað upplýsinga frá breskum stjórnvöldum. 17.2.2005 00:01 Bið eftir stjórnarmyndun Íraska kjörstjórnin kynnti í gær staðfest úrslit í þingkosningunum en talið er að nokkrar vikur líði áður en ný ríkisstjórn tekur við völdum. Ástæðan er sú að flokkarnir sem sæti eiga á þingi hafa enn ekki komið sér saman um hver verði næsti forsætisráðherra. 17.2.2005 00:01 Vatíkanið kennir andasæringar Háskóli Vatíkansins er farinn að bjóða upp á nýtt námskeið. Hér eftir geta rómversk-kaþólskir klerkar lært hvernig á að særa illa anda úr andsetnu fólki, að því er BBC greindi frá. 17.2.2005 00:01 Krefjast brottreksturs forsetans Foreldrar barna sem létu lífið þegar rússneskir hermenn réðust gegn gíslatökumönnum í skóla í Beslan krefjast þess að forseti Norður-Ossetíu verði rekinn. Þau skrifuðu Vladimír Pútín Rússlandsforseta bréf og báðu hann um að reka Alexander Dzasokhov úr embætti forseta Norður-Ossetíu. 17.2.2005 00:01 Bankarán IRA talið upplýst Írskir lögreglumenn hafa handtekið sjö einstaklinga sem grunaðir eru um bankarán í Belfast og lagt hald á andvirði um 260 milljóna króna. Írska lýðveldishernum hefur verið kennt um bankaránið og það staðið í vegi fyrir friðarsamkomulagi á Norður-Írlandi. 17.2.2005 00:01 Hollendingar íhuga kjarnorku á ný Hollendingar eru á ný farnir að velta því fyrir sér hvort þeir eigi að loka eina kjarnorkuverinu í landinu eða hvort starfrækja eigi það áfram. 17.2.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Fimmta kjarnorkuverið í Finnlandi Finnska ríkisráðið hefur veitt Industrins Kraft leyfi til að byggja fimmta kjarnorkuverið í Finnlandi. Bygging versins, sem mun bera heitið Olkiluoto 3, mun sennilega hefjast nú þegar. Pólitísk ákvörðun um bygginguna var tekin í þinginu fyrir þremur árum og sveitarfélagið Eurajoki, þar sem verið kjarnorkuverður byggt, veitti fyrr í þessari viku byggingarleyfi. 18.2.2005 00:01
Mágurinn yfirmaður leyniþjónustu Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, hefur skipað mág sinn yfirmann leyniþjónustu hersins. Bashar al-Assad erfði forsetaembættið eftir föður sinn, Hafes al-Assad, og því má segja að fjölskylda þeirra sé æði valdamikil í Sýrlandi. 18.2.2005 00:01
Handtekinn fyrir að hjóla nakinn Tuttugu og fjögurra ára gamall maður var handtekinn á Nýja-Sjálandi síðastliðinn sunnudag fyrir að hjóla um berrassaður á reiðhjóli sínu. Hann var að mótmæla of mikilli bílanotkun og mengun sem af henni stafaði. Honum var gert að mæta fyrir dómara vegna ósiðsamlegs framferðis og hann mætti samviskusamlega - enn þá berrassaður. 18.2.2005 00:01
Hótar að boða til kosninga Formaður grænlensku landsstjórnarinnar hótar að boða til almennra kosninga ef hann verður ekki endurkjörinn formaður flokks síns. Hans Enoksen er formaður Síúmút sem er stærsti stjórnmálaflokkur Grænlands. Landsfundur flokksins stendur nú yfir og fer formannskjör fram á morgun. 18.2.2005 00:01
Hryðjuverkaleiðtogi bjó í Danmörku Líbanskur maður, sem bjó í Danmörku í fjórtán ár, er nú leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Ansar al-Islam sem hafa myrt að minnsta kosti eitt þúsund manns í Írak. Í Danmörku var maðurinn dæmdur fyrir rán á peningaflutningabíl og er einnig talinn hafa átt þátt í öðru ráni. 18.2.2005 00:01
Kakkalakkar fangaðir með eigin þef Hugsanlegt er að hægt verði að nota sérstaka lykt sem kvenkyns kakkalakkar gefa frá sér til þess að hafa hemil á dýrategundinni. Að þessu hafa vísindamenn við ríkisháskólann í New York komist, en þeir hafa unnið að því að efnagreina ferómón sem kvenkyns kakkalakkar senda út til þess að lokka karldýr til sín. 18.2.2005 00:01
Yfir 120 rænt í Írak undanfarið ár Yfir 120 útlendingum hefur verið rænt í Írak síðastliðið ár og hefur um þriðjungur þeirra verið tekinn af lífi en sumum sleppt eftir að komið hefur verið til móts við kröfur mannræningja. Tyrkir eru fjölmennastir á lista þeirra sem rænt hefur verið, eða alls 14, en 12 Nepölum var rænt í fyrra og þeir allir teknir af lífi. 18.2.2005 00:01
Nota krana og vélmenni í niðurrif Fjarstýrðir kranar verða notaðir til þess að rífa niður skelina af Windsor-skýjakljúfinum sem brann í Madríd um síðustu helgi. Byggingin er þrjátíu og tvær hæðir. Ekkert er eftir af henni nema burðargrindin en hún er svo veikburða eftir eldinn að ekki er talið óhætt að senda menn inn í hana til vinnu. 18.2.2005 00:01
Reynt að afstýra trúarbragðastríði Öfgahópar súnnímúslima í Írak hafa ráðið að minnsta kosti 27 sjítamúslima af dögum í dag. Árásir súnníta á sjíta fara vaxandi dag frá degi en yfirvöld reyna hvað þau geta til að afstýra trúarbragðastríði í landinu. 18.2.2005 00:01
Ísraelar hætta niðurrifi Stjórnvöld í Ísrael hafa komist að þeirri niðurstöðu að sú stefna að brjóta og eyðileggja hús aðstandenda sjálfsmorðsárásarmanna skili engum árangri og hafa ákveðið að hætta þeirri iðju. Þetta er í anda þeirrar þíðu sem nú er brostin á í samskiptum Ísraels- og Palestínumanna. 18.2.2005 00:01
Kosið um stjórnarskrá ESB á Spáni Spánverjar verða fyrstir Evrópusambandsþjóða til að kjósa um nýja stjórnarskrá ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu á sunnudag. Spænska ríkisstjórnin hefur varið stórfé til að kynna stjórnarskrána en þrátt fyrir það er búist við lélegri kosningaþátttöku enda virðast fáir Spánverjar hafa áhuga á málinu. 18.2.2005 00:01
Thatcher neitar aðild að valdaráni Sonur Margrétar Thatchers, Mark Thatcher, mætti fyrir rétt í morgun vegna gruns um að hann hafi fjármagnað misheppnað valdarán í Miðbaugs-Gíneu í Afríku á síðasta ári. Thatcher yngri, sem hefur stundað almennt brask um alla Afríku og keypti meðal annars þyrlu fyrir valdaránsmennina, harðneitar sök. 18.2.2005 00:01
Nokkurra saknað eftir fellibyl Nokkurra manna er saknað á smáeyjum á Suður-Kyrrahafi en tveir fellibyljir, Nancy og Ólafur, hafa gengið yfir svæðið síðustu daga. Alls er fjögurra fiskibáta saknað og hafa flugvélar og þyrlur frá Nýja-Sjálandi leitað á hafsvæðinu. 18.2.2005 00:01
Konungshjón Svíþjóðar í Taílandi Karl Gústaf Svíakonungur og Silvía drottning eru nú í opinberri heimsókn í Taílandi þar sem þau hafa skoðað þau svæði sem urðu hvað verst úti þegar flóðbylgjan gekk þar á land á öðrum degi jóla. Að minnsta kosti 113 Svíar létu lífið í hamförunum í Taílandi. 18.2.2005 00:01
Kim Jong-il fagnar afmæli sínu Kim Jong-il, leiðtogi Norður-Kóreu, hélt upp á sextugasta og þriðja afmælisdag sinn í dag með því að koma fyrir almenningssjónir í fyrsta sinn í tvo mánuði. Sögusagnir hafa verið á kreiki um veikindi Kims en hann virtist við hestaheilsu og sat rússneska danssýningu. 18.2.2005 00:01
Berklar í Hollandi Berklasjúkdómurinn hefur gert vart við sig í borginni Zeist í Hollandi. Fyrr í mánuðinum greindist kona sem vinnur á búðarkassa í matvöruverslun með sjúkdóminn. Í kjölfarið fóru 21 þúsund manns, sem töldu sig mögulega hafa komist í snertingu við konuna, í berklapróf. 18.2.2005 00:01
Lungnabólgufaraldur í Kongó Að minnsta kosti 60 hafa látist í mannskæðum lungnabólgufaraldri sem nú geisar í Kongó í Afríku. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) er þetta versti lungnabólgufaraldur sem greinst hefur í heiminum í 50 ár. 18.2.2005 00:01
Rússar styðja Írani Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segist sannfærður um að Íranir séu ekki að reyna að þróa kjarnorkuvopn. Eftir fund í Moskvu með Hassan Rowhani, yfirmanni kjarnorkumála Írana, sagði Pútín að rússnesk stjórnvöld myndu áfram vinna með Írönum og hjálpa að ljúka smíði kjarnakljúfs í borginni Bushehr í suðurhluta Írans. 18.2.2005 00:01
Ekki aðeins pyntingar í Abu Ghraib Svo virðist sem Bandaríkjaher noti pyntingar á kerfisbundinn hátt til að yfirheyra fanga. Komið hefur í ljós að bandarískir hermenn hafa ekki bara stundað pyntingar í Abu Ghraib fangelsinu í Írak og á Guantanamo á Kúbu, heldur líka í Afganistan. 18.2.2005 00:01
Fundu 4 tonn af maríjúana Mexíkóska lögreglan hefur lagt hald á fjögur tonn af maríjúana sem fundust í húsi við borgina Juarez. Borgin er við bandarísku landamærin og er talið að smygla hafi átt efninu til Bandaríkjanna. 18.2.2005 00:01
Ráðist á síja-múslíma í Írak Að minnsta kosti 36 írakar létust, flestir síja-múslímar, í fimm sprengjuárásum uppreisnarmanna súnní-múslíma í landinu í gær. Talið er að árásirnar tengist Ashoura, trúarhátíð sjía-múslíma, sem nær hámarki í dag. 18.2.2005 00:01
Al-Kaída mun nota gereyðingarvopn Óöldin í Írak eykur líkurnar á því að uppreisnarmenn láti til skarar skríða í öðrum löndum að mati Porters Goss, yfirmanns bandarísku leyniþjónustunar CIA. Hann segir aðeins tímaspursmál hvenær hryðjuverkahópur eins og Al-Kaída muni reyna árásir með gereyðingarvopnum. 17.2.2005 00:01
Sprenging í Sómalíu fellir tvo Tveir féllu í valinn og sex særðust í sprengingu sem varð í höfuðborg Sómalíu í morgun. Embættismenn frá grannríkinu Kenýa segja að flest bendi til þess að hryðjuverkamenn hafi staðið að sprengingunni. 17.2.2005 00:01
ESB-baráttan að hefjast Baráttan fyrir því að fá stjórnarskrá Evrópusambandsins samþykkta er að hefjast fyrir alvöru. Á sunnudaginn kjósa Spánverjar um stjórnarskrána, fyrstir allra Evrópuþjóða. Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, heimsótti Spán í gær til þess að hvetja þarlenda stjórnmálamenn til dáða í báráttunni fyrir að fá stjórnarskrána samþykkta. 17.2.2005 00:01
Sharon líklega ekki ákærður Dómsmálaráðherra Ísraels mun líklega ekki ákæra Ariel Sharon vegna meintrar fjármálaspillingar frá árinu 1999. Þetta sögðu heimildarmenn innan dómsmálaráðuneytis Ísraela í morgun. 17.2.2005 00:01
Norðmenn sniðgangi skoskt viskí Norski þingmaðurinn Ivar Kristiansen skorar á norska neytendur að sniðganga skoskt viskí í vínbúðum í mótmælaskyni við aðför skoskra laxeldismanna að norsku laxeldi. Hann segir að Skotarnir beiti Evrópusambandinu fyrir sig til að vernda eigin hagsmuni á kostnað Norðmanna. 17.2.2005 00:01
Fuglaflensan ógnar enn Víetnam Yfirvöld í Víetnam íhuga nú hvað skuli gera til að stemma stigu við fuglaflensunni sem herjað hefur á landsmenn undanfarið. Þrettán manns hafa látist af völdum flensunnar síðastliðnar vikur. Til tals hefur komið að slátra öllum hænsfuglum sem fyrirfinnast í Víetnam en sú hugmynd hefur ekki fengið góðan hljómgrunn hjá mörgum bóndanum í landinu. 17.2.2005 00:01
Kínverjar stærstu neytendurnir Kínverjar hafa tekið við af Bandaríkjamönnum sem stærstu neytendur landbúnaðar- og iðnaðarvarnings í veröldinni. Kínverjar kaupa inn meira af kornvörum, kjöti, kolum og stáli en Bandaríkjamenn. Þeir eiga einnig fleiri sjónvörp, ísskápa og farsíma en Bandaríkjamenn hafa enn vinninginn þegar kemur að olíu. 17.2.2005 00:01
Sharon ekki ákærður Engin ákæra verður gefin út á hendur Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, vegna spillingarmáls sem allt leit út fyrir að gæti bundið enda á stjórnmálaferil hans. 17.2.2005 00:01
Meðlimir ETA handteknir Tveir félagar í aðskilnaðarhreyfingu herskárra Baska, ETA, voru handteknir á Spáni í morgun, skammt frá borginni Valencia. Lögreglan lagði hald á nokkurt magn sprengiefna á sama stað. Talsmaður lögreglunnar greindi frá því að karlmaður og kona væru í haldi og að jafnframt hefðu fundist byssa og skjöl á staðnum. 17.2.2005 00:01
Vilja afsögn ríkisstjórnarinnar Vaxandi þrýstingur hefur verið á ríkisstjórn Líbanons um að segja af sér. Stjórnin nýtur stuðnings stjórnvalda í Sýrlandi og hefur óánægja í garð hennar aukist eftir að fyrrverandi forsætisráðherra landsins, Rafik Hariri, var ráðinn af dögum. 17.2.2005 00:01
Grunaður um aðild að mannráninu Tuttugu og fjögurra ára karlmaður hefur verið handtekinn í Kaupmannahöfn að beiðni sænsku lögreglunnar þar sem hann er grunaður um aðild á ráninu á Fabian Bengtsson. Lögreglan í Kaupmannahöfn vill ekki gefa upp af hvaða þjóðerni maðurinn er en segir þó að hann sé hvorki Dani né Svíi. Foreldrar hans búa þó í Danmörku. 17.2.2005 00:01
Kjarnorkuvopnaeign helsta ógnin Kjarnorkuvopnaeign Asíuríkja er meðal helstu ógna sem Bandaríkjamenn þurfa að fylgjast með að mati yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. Hryðjuverk eru áfram ofarlega á lista yfir ógnir. 17.2.2005 00:01
4 látnir í sprengingu í Taílandi Að minnsta kosti fjórir eru látnir og 40 særðir, sumir lífshættulega, eftir að sprengja sprakk í fjölfarinni götu, nærri vinsælu hóteli, í ferðamannabænum Sungai Kolok í Taílandi fyrir stundu. Forsætisráðherra Taílands var staddur í bænum fyrr í dag en samkvæmt Reuters-fréttastofunni var hann farinn frá Sungai Kolok þegar sprengingin varð. 17.2.2005 00:01
Yfirmaður allrar leyniþjónustu BNA George Bush hefur skipað John Negroponte, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Írak, sem yfirmann allrar leyniþjónustu í Bandaríkjunum. Embættið er nýtt af nálinni og er stofnun þess liður í aðgerðum Bandaríkjastjórnar til að reyna að koma í veg fyrir að atburðirnir þann 11. september 2001 endurtaki sig. 17.2.2005 00:01
Fellur portúgalska ríkisstjórnin? Portúgalska ríkisstjórnin mun falla í þingkosningunum um næstu helgi ef marka má skoðanakannanir þar í landi. Jafnaðarmannaflokkurinn sem er í stjórnarandstöðu hefur töluvert forskot á sósíaldemókrata, sem leiða ríkisstjórnina, og samkvæmt sumum könnunum myndu jafnaðarmenn ná hreinum meirihluta ef kosið yrði nú. 17.2.2005 00:01
Vill meiri þrýsting á Sýrlendinga Sýrlendingar eru úr takt við önnur ríki í Mið-Austurlöndum, sagði George W. Bush Bandaríkjaforseti þegar hann lýsti því yfir að hann vildi vinna með öðrum ríkjum að því að þrýsta á Sýrlendinga um að hverfa með her sinn frá Líbanon. 17.2.2005 00:01
Meiri réttur flugfarþega Flugfarþegar eiga rétt á tugþúsunda króna greiðslum verði þeir af flugi fyrir verknað flugfélagsins sem þeir eiga bókað flug með. Þetta er hluti af nýjum reglum Evrópusambandsins um réttindi flugfarþega sem tóku gildi í gær. 17.2.2005 00:01
Þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Írak er orðið að þjálfunarbúðum fyrir hryðjuverkamenn sem geta beitt reynslu sinni þaðan til árása annars staðar. Þetta kom fram í máli Porter Goss, yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar (CIA) þegar hann svaraði bandarískum þingmönnum. 17.2.2005 00:01
Ekki vitað um 30 kíló af plútóníum Stjórnendur kjarnorkuendurvinnslustöðvarinnar í Sellafield í Bretlandi geta ekki gert grein fyrir því hvað varð af 30 kílóum af plútóníum sem koma ekki fram í tölum um birgðahald. Umhverfisráðherra hefur óskað upplýsinga frá breskum stjórnvöldum. 17.2.2005 00:01
Bið eftir stjórnarmyndun Íraska kjörstjórnin kynnti í gær staðfest úrslit í þingkosningunum en talið er að nokkrar vikur líði áður en ný ríkisstjórn tekur við völdum. Ástæðan er sú að flokkarnir sem sæti eiga á þingi hafa enn ekki komið sér saman um hver verði næsti forsætisráðherra. 17.2.2005 00:01
Vatíkanið kennir andasæringar Háskóli Vatíkansins er farinn að bjóða upp á nýtt námskeið. Hér eftir geta rómversk-kaþólskir klerkar lært hvernig á að særa illa anda úr andsetnu fólki, að því er BBC greindi frá. 17.2.2005 00:01
Krefjast brottreksturs forsetans Foreldrar barna sem létu lífið þegar rússneskir hermenn réðust gegn gíslatökumönnum í skóla í Beslan krefjast þess að forseti Norður-Ossetíu verði rekinn. Þau skrifuðu Vladimír Pútín Rússlandsforseta bréf og báðu hann um að reka Alexander Dzasokhov úr embætti forseta Norður-Ossetíu. 17.2.2005 00:01
Bankarán IRA talið upplýst Írskir lögreglumenn hafa handtekið sjö einstaklinga sem grunaðir eru um bankarán í Belfast og lagt hald á andvirði um 260 milljóna króna. Írska lýðveldishernum hefur verið kennt um bankaránið og það staðið í vegi fyrir friðarsamkomulagi á Norður-Írlandi. 17.2.2005 00:01
Hollendingar íhuga kjarnorku á ný Hollendingar eru á ný farnir að velta því fyrir sér hvort þeir eigi að loka eina kjarnorkuverinu í landinu eða hvort starfrækja eigi það áfram. 17.2.2005 00:01