Erlent

Fleiri finnast látnir í Bangladess

Nú hafa 74 fundist látnir og rúmlega 120 er enn saknað eftir að áætlunarferja með um 200 manns sökk á fljótinu Buriganga í suðurhluta Bangladess í dag. Ferjan var á leiðinni frá borginni Dhaka þegar hún lenti óveðri með þeim með afleiðingum að henni hvolfdi og í kjölfarið sökk hún. Talið er aðeins örfáir hafi komist af en óttast er að fjölmargir hafi ekki komist frá borði áður en skipið sökk. Lögregla þurfti að beita kylfum til að halda örvingluðum ættingjum frá árbakkanum, en þeir voru margir hverjir reiðir vegna þess hversu hægt björgunarstarf gekk.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×