Erlent

Ákærur á hendur England mildaðar

Ákærur á hendur bandaríska hermanninum Lynndie England hafa verið mildaðar, en hún er sökuð um misþyrmingar á írökskum föngum í Abu Ghraib fangelsinu. Í stað þess að eiga yfir höfði sér tæplega fjörtíu ára fangelsisvist eru það rúm sextán ár nú. Saksóknari útskýrði ekki hvers vegna ákærunni hefði verið breytt. Einn hermaður hefur fengið tíu ára fangelsisdóm vegna aðildar sinnar að pyntingunum í fangelsinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×