Erlent

Norður-Kórea vill engar viðræður

Stjórnvöld í Norður-Kóreu útiloka nú tvíhliða viðræður við Bandaríkjastjórn um kjarnorkuætlun landsins. Kínverska fréttastofan Xinhua hafði þetta eftir embættismanni norður-kóreska utanríkisráðuneytisins í gær. Yfirlýsingin kemur nokkuð á óvart því stjórnvöld Norður-Kóreu höfðu í tvö ár reynt að fá Bandaríkin til að taka þátt í tvíhliða viðræðum. Skilaboðin frá embættismanninum voru á þann veg að norður-kóresk stjórnvöld hefðu ekki áhuga á að ræða við ríkisstjórn lands sem hefði það ofarlega á forgangslista sínum að koma ríkisstjórn Norður-Kóreu frá völdum. Norður-Kórea hefur einnig hætt sex ríkja viðræðunum um kjarnorkuáætlun landsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×