Erlent

Dræm þátttaka í þjóðaratkvæði

Þátttaka í þjóðaratkvæðagreiðslu á Spáni um stjórnarskrá Evrópusambandsins virðist ætla að verða mjög dræm en samkvæmt Reuter-fréttastofunni hafði tæpur þriðjungur kosningabærra manna, 32,5 prósent, nýtt sér atkvæðisrétt sinn nú klukkan fimm. Þetta er reyndar svipað og í kosningum til Evrópuþingsins í fyrra en þá höfðu 33,9 prósent kosið á sama tíma, en alls kusu 46 prósent Spánverja í þeim kosningum. Kjörstöðum verður lokað klukkan sjö að íslenskum tíma á meginlandi Spánar en klukkan átta á Kanaríeyjum og búist er við að stjórnarskráin verði samþykkt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×