Erlent

756 prestar áskaðir um misnotkun

Rómversk-kaþólsku kirkjunni í Bandaríkjunum bárust á síðasta ári 1.092 nýjar ásakanir um kynferðislega misnotkun presta á börnum. Alls eru 756 kaþólskir prestar og djáknar sakaðir um brotin sem flest áttu sér stað fyrir mörgum árum síðan. Kathleen McChesney, talsmaður kirkjunnar, segir að ríflega 70 prósent af þeim sem eru ásakaðir séu látnir. Á síðasta ári tilkynnti rómversk-kaþólska kirkjan að 4.392 prestar hefðu verið sakaðir um kynferðislega misnotkun á börnum frá árinu 1950 til 2002.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×