Erlent

Manntjón í snjóflóðum á Indlandi

Mikið fannfergi í Kasmír-héraði á Indlandi hefur kostað 21 mann lífið og 28 er saknað, en þar hafa snjóflóð fallið á afskekkt þorp. Ekki hefur snjóað jafnmikið í héraðinu í nær tvo áratugi og hafa margir bæir í Himalajadalnum verið einangraðir í þrjá daga þar sem vegir eru lokaðir og víða er rafmagns- og símasambandslaust. Spáð er áframhaldandi snjókomu í héraðinu en sums staðar í dalnum er fjögurra og hálfs metra jafnfallinn snjór.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×