Erlent

Gyðingar yfirgefa Gaza í júlí

Ríkisstjórn Ísraels samþykkti á fundi í gær áætlun Ariels Sharon um brottflutning hermanna og gyðinga frá Gazasvæðinu og Vesturbakkanum. Brottflutningur mun hefjast í júlí næstkomandi. Á fundinum sem stóð í fimm klukkustundir greiddu 17 stjórnarmenn atkvæði með tillögunum, en fimm voru á móti. Í ákvörðuninni flest að 8.000 gyðingar búsettir á Gazasvæðinu og þeir hermenn sem hafa verið þar til að verja íbúana munu fá fimm mánaða aðlögunartíma til að yfirgefa svæðið. Fjórar búðir gyðinga á Vesturbakkanum verða líka yfirgefnar. Ísraelar munu stjórna á landamærum Gaza og hafa stjórn á strandlengjunni og flughelginni. Brottflutningurinn mun taka átta vikur, en þetta er í fyrsta skipti sem Ísraelsmenn hörfa frá svæðum sem þeir hafa tekið herskildi af Palestínumönnum. "Þetta verður ekki auðveldur dagur, en gleðilegur," sagð Sharon í upphafi fundarins, og bætti við að aðgerðirnar væru nausynlegar fyrir framtíð Ísrales.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×