Erlent

Einn fórst í bílsprengjutilræði

Einn meðlimur íröksku öryggissveitanna fórst í morgun þegar bílsprengja sprakk í Bakúba-borg í norðurhluta Íraks. Tveir særðust. Árásir sem þessar eru orðnar nær daglegt brauð í Írak. Öfgahópar súnnímúslima í Írak réðu að minnsta kosti 27 sjítamúslima af dögum í gær og árásir súnníta fara vaxandi dag frá degi. Ekki er þó vitað hver stóð á bak við árásina í morgun. Enn sem komið er er ekki hægt að tala um trúarbragðastríð eða átök á milli þjóðarbrota en árásirnar gætu verið vísbending um það sem koma skal.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×