Fleiri fréttir Máttur viljans ótrúlegur "Uppbyggingin verður hæg, peningar sem hefur verið lofað munu ekki alltaf skila sér og sorgin mun vofa yfir, en máttur viljans getur verið ótrúlegur," segir Ali Jewshai, embættismaður í írönsku borginni Bam, um þá tíma sem eru í vændum í Suðaustur-Asíu. 31.12.2004 00:01 Fangar smíða líkkistur Taílendingar leggja nótt sem dag við að finna lík fórnarlamba flóðbylgjunnar og jarðsetja þau. Sjálfboðaliðar flykkjast af hamfarasvæðunum og fangelsi hafa verið rýmd svo fangar geti aðstoðað við að telja líkin og smíða líkkistur. 31.12.2004 00:01 Lík brennd eða sett í fjöldagrafir 31.12.2004 00:01 Hætt við kóleru og malaríu Hjálp vegna hörmunganna í Asíu berst víða að og er að mörgu að hyggja. Hætta á smitsjúkdómum í kjölfar jarðskjálftanna eykst gífurlega vegna ástandsins á hörmungarsvæðunum. 31.12.2004 00:01 169 létust í eldsvoða í Argentínu Að minnsta kosti 169 ungmenni létust og 375 slösuðust í bruna í næturklúbbi í Buenos Aires í Argentínu í nótt. Mikill ótti greip um sig á staðnum með þeim afleiðingum að fólk kramdist við neyðarútganga sem höfðu í sumum tilfellum verið bundnir fastir. 31.12.2004 00:01 75% sátt við utanríkisráðherrann Sjötíu og fimm prósent Svía eru sátt við frammistöðu Leilu Freivalds, utanríkisráðherra Svíþjóðar, vegna hamfaranna við Indlandshaf. Freivalds hafði verið gagnrýnd fyrir langan viðbragðstíma eftir að flóðbylgjurnar dundu yfir og fyrir að hafa farið í leikhús áður en hún mætti í utanríkisráðuneytið vegna málsins. 31.12.2004 00:01 Hjálparstarfið komið í fullan gang Hátt í 130 þúsund manns eru nú taldir af eftir hamfarirnar við Indlandshaf á annan í jólum og er talið víst að sú tala eigi eftir að hækka töluvert. Fjöldi flutningabifreiða með matvæli, lyf og líkpoka er nú kominn á hamfarasvæðin og birgðum er kastað úr flugvélum til afskekktra þorpa. 31.12.2004 00:01 Kraftaverk að barnið bjargaðist Fjölskylda tuttugu daga gamla stúlkubarnsins sem bjargaðist í flóðunum fljótandi á dýnu segir lífsbjörg hennar alvöru kraftaverk. Suppiah Tulasi var sofandi í bakherbergi veitinghúss í Penang í Malasíu þegar flóðbylgjan skall á og hrifsaði foreldra hennar og flesta gesti staðarins með sér. 31.12.2004 00:01 Ósmekklegt af Vinstri - grænum Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir það ósmekklegt af Vinstri - grænum að gera hörmungarnar við Indlandshaf að pólitísku máli. Davíð segir fjárframlag Íslands til hjálparstarfsins ekki skipta sköpum. 31.12.2004 00:01 Tala látinna hækkar enn Hátt í hundrað og þrjátíu þúsund manns eru nú taldir af eftir hamfarirnar við Indlandshaf á annan í jólum og er talið víst að sú tala eigi eftir að hækka töluvert. Heilbrigðisráðherra Indónesíu segir að líklega séu fleiri en hundrað þúsund látnir í landinu. 31.12.2004 00:01 Líklega yfir 100 þúsund látnir Æ fleiri lík finnast á flóðasvæðunum við Indlandshaf og útlitið er svart. Rauði krossinn býst við að rúmlega hundrað þúsund manns hafi dáið og kappkostar að koma vistum til eftirlifenda og sporna við farsóttum. </font /></b /> 30.12.2004 00:01 Bush lofar dyggum stuðningi George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði á þriðjudag að Bandaríkin, Indland, Ástralía og Japan hefðu myndað alþjóðlegt bandalag sem myndi hafa umsjón með neyðaraðstoð og uppbyggingarstarfi á hamfarasvæðinu við Indlandshaf. 30.12.2004 00:01 Varað við frekari flóðbylgjum Indversk stjórnvöld vöruðu í morgun við nýjum flóðbylgjum á þeim svæðum Indlands, sem verst urðu úti í flóðbylgjunum á annan í jólum. Lögreglubílar óku þar um með gjallarhorn, þar sem fólk var hvatt til að forða sér frá ströndinni og sjónarvottar segja að skelfingu lostnir íbúar forði sér nú inn í land til öryggis. 30.12.2004 00:01 7 uppreisnarmenn drepnir Sádi-Arabískar öryggisveitir drápu í gær sjö herskáa uppreisnarmenn, þegar þær réðust inn í hús í Riyadh, stuttu eftir að tvær bílsprengjur sprungu í borginni. Bílarnir sem sprengdir voru í loft upp voru fyrir utan innanríkisráðuneytið og miðstöð öryggissveita í borginni. Fjórir menn særðust alvarlega í sprengingunum. 30.12.2004 00:01 Þúsunda Svía saknað Óttast er að fórnarlömb hamfaranna við Indlandshaf seú á annað hundrað þúsund manns, því stöðugt finnast feliri látnir og nákvæmar fréttir hafa ekki borist frá öllum héruðum, þar sem flóðbylgjur gengu á land. Mun fleiri Svía er saknað á hamfarasvæðunum í Tælandi en þeirra 1400 sem yfirvöld hafa talið hingað til. 30.12.2004 00:01 Snjór á óvenjulegum slóðum Sjaldgæf sjón blasti við íbúum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í morgun. Mikill snjór var í fjöllum í grennd við borgina Ras al-Kæma sem er í norðurhluta furstadæmana, en slíkri ofankomu eru íbúar á svæðinu ekki vanir, enda hitabeltisloftslag þar nánast allt árið um kring. 30.12.2004 00:01 Óttast að 200 þúsund missi vinnu Óttast er að minnst tvö hundruð þúsund manns sem störfuðu við ferðaþjónustu í Taílandi missi vinnuna sína vegna hamfaraflóðanna í suð-austur Asíu. Þetta kemur fram í taílenska dagblaðinu The Nation í dag. Ferðaþjónusta hefur verið mikilvægur iðnaður í landinu um árabil og skilað þjóðarbúinu sem samsvarar um sjö hundruð milljörðum íslenskra króna í tekjur árlega. 30.12.2004 00:01 Yfir 90 þúsund látnir Mikil skelfing hefur gripið um sig á Indlandi vegna viðvörunar yfirvalda í landinu um að önnur flóðbylgja kunni að ríða yfir fljótlega. Hamfaraflóðin í Suðaustur Asíu hafa kostað hátt í hundrað þúsund mannslíf, þar af rúmlega fimmtíu þúsund bara á Indónesíu. 30.12.2004 00:01 4 þúsund Svía saknað Talið er að allt að fjögur þúsund Svía sé enn saknað eftir flóðin við Indlandshaf. Hátt í fimm hundruð Norðmanna er einnig saknað. Fregnir herma að mun fleiri Svía sé saknað á hamfarasvæðunum í Taílandi, en þeirra fjórtán hundruð, sem yfirvöld hafa talið hingað til. 30.12.2004 00:01 Staðfest að 115 þúsund hafi látist Tala látinna vegna flóðbylgjunnar af völdum jarðskjálftans við Súmötru hefur skyndilega hækkað upp í meira en 115 þúsund. Skýringin á þessari miklu hækkun eru nýjar upplýsingar frá Indónesíu, þar sem áður hafði verið talið að 52 þúsund manns hefðu týnt lífi í flóðunum miklu. 30.12.2004 00:01 Hafa eyðilagt efnahagslífið Mikhail Khodorkovsky, fyrrverandi forstjóri Yukos olíurisans, sem nú situr í fangelsi, segir stjórnvöld í Kreml hafa skemmt rússneskt efnahagslíf með því að þvinga Yukos til gjaldþrots. Khodorkosvky segist ekki vera harmi sleginn þó að fyrirtæki hans sé nú á leið undir hendur hins opinbera og hann segist þakklátur fangelsisvistinni, sem hafi gert sér kleyft að íhuga og endurskoða líf sitt. 30.12.2004 00:01 Vistir safnast upp á flugvöllum Hjálparsamtök og erlend ríki kappkosta við að senda mat og lyf til hamfarasvæðanna við Indlandshaf, en dreifing vistanna er óskilvirk vegna samgönguerfiðleika og birgðirnar safnast upp á flugvöllum. 30.12.2004 00:01 Aðsúgur gerður að ráðherra Íbúar í norðurhluta Srí Lanka gerður aðsúg að Mahinda Rajapakse, forsætisráðherra landsins, þegar hann kom á svæðið til að bera eyðilegginguna af völdum flóðsins augum. Fólkið hafði verið að segja ráðherranum frá vandræðum sínum og hvað það skorti helst þegar tilkynning barst úr hátalarakerfi þar sem fólk var beðið um að tala ekki við hann. 30.12.2004 00:01 Meiriháttar niðurskurður Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna mun á næstu sex árum skera niður kostnað sinn um 60 milljarða Bandaríkjadala. Meðal niðurskurðaraðgerða sem fyrir dyrum standa er fækkun flugmóðursskipa og eins verður þróunarverkefnum fyrir hönnun hátæknivopna seinkað. 30.12.2004 00:01 Mesta mannfall á friðartímum Fjölskyldur hafa tvístrast, foreldrar hafa misst börn sín og börn eru orðin munaðarlaus eftir hamfarirnar við Indlandshaf. Norðurlandaþjóðirnar hafa orðið illa úti. Þetta er mesta mannfall á friðartímum í Skandinavíu. 30.12.2004 00:01 Sigur Júsjenkós stendur Hæstiréttur Úkraínu hafnaði í dag kröfu Viktors Janúkóvíts, forsætisráðherra, um að forsetakosningarnar á sunnudag yrðu dæmdar ógildar. Rétturinn taldi að Janúkóvíts hefði ekki tekist að sýna fram á að kosningarnar hefðu verið ólöglegar. 30.12.2004 00:01 Stjórnvöld brugðust of seint við Stjórnvöld í Svíþjóð og Noregi eru harðlega gagnrýnd fyrir að bregðast seint við afleiðingum hamfaraflóðanna í Suðaustur-Asíu. Forsætisráðherra Svíþjóðar segir að á annað þúsund Svía kunni að hafa farist. Ekki er vitað um afdrif á fimmta hundrað Norðmanna. 30.12.2004 00:01 Staðfest að 125 þúsund hafa látist Staðfest er að 125 þúsund manns séu látnir eftir hamfarirnar í Indlandshafi. Óttast er sú tala eigi eftir að tvöfaldast. Talið er að í Indónesíu einni hafi hundrað þúsund manns farist. 30.12.2004 00:01 Meira en 68 þúsund látnir Staðfest er að meira en 68.000 manns hafi týnt lífi í hamförunum í Suður og Austur Asíu og ljóst að tala látinna heldur áfram að hækka. Þá er staðfest að 174 erlendir ferðamenn hafi týnt lífi og hátt í þrjú þúsund er saknað, þar af um fimmtán hundruð frá Svíþjóð. Ekki er vitað um afdrif hátt í átta hundruð Norðmanna, meira en tvöhundruð manna er saknað frá Danmörku og Finnlandi. 29.12.2004 00:01 28 létust í Írak í morgun Að minnsta kosti 28 manns eru látnir eftir sprengingu í Baghdad, þegar lögreglumenn gerðu áhlaup á hús skæruliða í morgun. Lögreglumenn réðust að húsinu eftir að þeim barst tilkynning um að skæruliðar héldu sig innandyra. 29.12.2004 00:01 Vill ekki stjórnarfund Viktor Júsjenkó, sigurvegari endurtekinna forsetakosninga í Úkraínu hefur kvatt stuðningsmenn sína til þess að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma í veg fyrir fund ríkisstjórnar landsins í dag. 29.12.2004 00:01 Þóttust veikir Harðorð skilaboð til starfsmanna bandarísks flugfélags sem hringdu sig inn veika yfir jólin voru spiluð bæði í útvarpi og sjónvarpi í Bandaríkjunum í gær. 29.12.2004 00:01 Neitar að samþykkja niðurstöðuna Viktor Janúkóvitsj, sem sigraði í fyrri umferð forsetakosninganna í Úkraínu neitar að samþykkja sigur Júsjenkós, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, í síðari umferðinni og hefur lagt fram formlega kvörtun til kjörstjórnar landsins. 29.12.2004 00:01 Eyðileggingin mest á Sri Lanka Tala látinna vegna flóðbylgjunnar á Indlandshafi nálgast nú sjötíu þúsund manns. Flestir hafa látið lífið í Aceh héraði á Indónesíu en eyðileggingin er hvað mest á Sri Lanka þar sem allt stjórn- og efnahagskerfi er lamað. 29.12.2004 00:01 Fjölmargra Norðurlandabúa saknað Um það bil 3500 erlendra ferðamanna er enn saknað eftir hamfarirnar í Asíu, þar af um fimmtánhundruð Svía og fjögur hundruð og fimmtíu Norðmanna. Þarlend yfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að hafa áttað sig seint á alvarleika málsins. 29.12.2004 00:01 5 milljónir skortir nauðsynjar Talið er að allt að fimm milljónir manna skorti brýnustu lífsnauðsynjar eftir náttúruhamfarirnar við Indlandshaf. Ýmist skorti drykkjarvatn, mat eða eða lágmarks heilsugæslu. Hinar ýsmu stofnanir Sameinuðu þjóðanna einbeita sér nú að því að koma þessu fólki til hjálpar, ekki síst í ljósi þess að drepsóttir geta auðveldlega blossað upp við þessar kringumstæður. 29.12.2004 00:01 Sontag látin Bandaríski rithöfundurinn og baráttukonan Susan Sontag er látin, 71 árs að aldri. Banamein hennar var hvítblæði. Frægasta bók hennar er The Volcano Lover en hún var þó helst þekkt fyrir styttri ritgerðir sínar. Sontag tók virkan þátt í stjórnmálum og baráttu fyrir mannréttindum. Sontag var virkur þátttakandi í mótmælum rithöfnda vegna dauðadóms Salmans Rushdie. 29.12.2004 00:01 Meira en 100 þúsund látnir? Talsmenn alþjóða Rauða Krossins segja líklegt að tala látinna í hamförunum í Asíu fari yfir eitt hundrað þúsund þegar í ljós komi hve margir hafa týnt lífi á eyjunum Andaman og Nicobar. Einnig er óttast að tala látinna í Aceh -héraðinu einu saman verði á milli 58 þúsund þegar öll kurl verða komin til grafar. 29.12.2004 00:01 2 Danir fórust í járnbrautarslysi Tveir danir fórust og einn slasaðist alvarlega þega bíll varð fyrir járnbrautarlest nálægt bænum varde á Jótlandi. Fjórði maðurinn, sem var í bílnum slapp nær ómeiddur. Talið er að sól hafi blindað ökumann bílsins og að hann hafi ekki séð þegar slá seig niður til að loka fyrir bílaumferð yfir teinana. 29.12.2004 00:01 Dýr flúðu flóðbylgjuna Á meðan rúmlega 22 þúsund manns hafa týnt lífinu í Sri Lanka í hörmungunum í suðaustur-Asíu kemur það mönnum á óvart að engin dýrshræ hafa fundist að ráði í Yala-þjóðgarðinum . 29.12.2004 00:01 Rúmlega átta hundruð hermenn féllu Alls hafa 1.324 bandarískir hermenn fallið í Írak frá því að stríðið hófst í mars í fyrra og 9981 særst samkvæmt upplýsingum frá bandaríska varnarmálaráðuneytinu. Af hinum særðu sneru 4680 aftur til skyldustarfa innan viku frá því þeir særðust. 29.12.2004 00:01 Herlið Úkraínu burt úr Írak Úkraína mun smám saman fækka í 1600 manna herliði sínu í Írak á næsta ári og draga það að lokum allt til baka í árslok 2005, að sögn Oleksandr Kuzmuk, varnarmálaráðherra landsins. 29.12.2004 00:01 Janúkovitsj meinað að stjórnarráði Um eitt þúsund mótmælendur skrýddir appelsínugulum lit slógu skjaldborg um stjórnarráð Úkraínu í gær og vörnuðu Viktor Janúkovitsj forsætisráðherra inngöngu og gat hann því ekki kallað saman ráðuneytisfund. 29.12.2004 00:01 75 prósent Súmötru í rúst Þrír fjórðu hlutar strandlengjunnar á eyjunni Súmötru í Indónesíu eru í rúst og nokkrir bæir jöfnuðust við jörðu í jarðskjálftanum og flóðbylgjunni á sunnudag að sögn talsmanna indónesíska hersins 29.12.2004 00:01 Indverjar fá sér viðvörunarbúnað Indversk yfirvöld hafa tilkynnt að þau ætla að koma sér upp búnaði til að vara við hættulegum flóðbylgjum á borð við þá sem skall á landið á sunnudag. Taíland er eina ríkið af þeim ellefu sem urðu fyrir barðinu á flóðbylgjunni sem býr yfir slíkum búnaði. 29.12.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Máttur viljans ótrúlegur "Uppbyggingin verður hæg, peningar sem hefur verið lofað munu ekki alltaf skila sér og sorgin mun vofa yfir, en máttur viljans getur verið ótrúlegur," segir Ali Jewshai, embættismaður í írönsku borginni Bam, um þá tíma sem eru í vændum í Suðaustur-Asíu. 31.12.2004 00:01
Fangar smíða líkkistur Taílendingar leggja nótt sem dag við að finna lík fórnarlamba flóðbylgjunnar og jarðsetja þau. Sjálfboðaliðar flykkjast af hamfarasvæðunum og fangelsi hafa verið rýmd svo fangar geti aðstoðað við að telja líkin og smíða líkkistur. 31.12.2004 00:01
Hætt við kóleru og malaríu Hjálp vegna hörmunganna í Asíu berst víða að og er að mörgu að hyggja. Hætta á smitsjúkdómum í kjölfar jarðskjálftanna eykst gífurlega vegna ástandsins á hörmungarsvæðunum. 31.12.2004 00:01
169 létust í eldsvoða í Argentínu Að minnsta kosti 169 ungmenni létust og 375 slösuðust í bruna í næturklúbbi í Buenos Aires í Argentínu í nótt. Mikill ótti greip um sig á staðnum með þeim afleiðingum að fólk kramdist við neyðarútganga sem höfðu í sumum tilfellum verið bundnir fastir. 31.12.2004 00:01
75% sátt við utanríkisráðherrann Sjötíu og fimm prósent Svía eru sátt við frammistöðu Leilu Freivalds, utanríkisráðherra Svíþjóðar, vegna hamfaranna við Indlandshaf. Freivalds hafði verið gagnrýnd fyrir langan viðbragðstíma eftir að flóðbylgjurnar dundu yfir og fyrir að hafa farið í leikhús áður en hún mætti í utanríkisráðuneytið vegna málsins. 31.12.2004 00:01
Hjálparstarfið komið í fullan gang Hátt í 130 þúsund manns eru nú taldir af eftir hamfarirnar við Indlandshaf á annan í jólum og er talið víst að sú tala eigi eftir að hækka töluvert. Fjöldi flutningabifreiða með matvæli, lyf og líkpoka er nú kominn á hamfarasvæðin og birgðum er kastað úr flugvélum til afskekktra þorpa. 31.12.2004 00:01
Kraftaverk að barnið bjargaðist Fjölskylda tuttugu daga gamla stúlkubarnsins sem bjargaðist í flóðunum fljótandi á dýnu segir lífsbjörg hennar alvöru kraftaverk. Suppiah Tulasi var sofandi í bakherbergi veitinghúss í Penang í Malasíu þegar flóðbylgjan skall á og hrifsaði foreldra hennar og flesta gesti staðarins með sér. 31.12.2004 00:01
Ósmekklegt af Vinstri - grænum Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir það ósmekklegt af Vinstri - grænum að gera hörmungarnar við Indlandshaf að pólitísku máli. Davíð segir fjárframlag Íslands til hjálparstarfsins ekki skipta sköpum. 31.12.2004 00:01
Tala látinna hækkar enn Hátt í hundrað og þrjátíu þúsund manns eru nú taldir af eftir hamfarirnar við Indlandshaf á annan í jólum og er talið víst að sú tala eigi eftir að hækka töluvert. Heilbrigðisráðherra Indónesíu segir að líklega séu fleiri en hundrað þúsund látnir í landinu. 31.12.2004 00:01
Líklega yfir 100 þúsund látnir Æ fleiri lík finnast á flóðasvæðunum við Indlandshaf og útlitið er svart. Rauði krossinn býst við að rúmlega hundrað þúsund manns hafi dáið og kappkostar að koma vistum til eftirlifenda og sporna við farsóttum. </font /></b /> 30.12.2004 00:01
Bush lofar dyggum stuðningi George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði á þriðjudag að Bandaríkin, Indland, Ástralía og Japan hefðu myndað alþjóðlegt bandalag sem myndi hafa umsjón með neyðaraðstoð og uppbyggingarstarfi á hamfarasvæðinu við Indlandshaf. 30.12.2004 00:01
Varað við frekari flóðbylgjum Indversk stjórnvöld vöruðu í morgun við nýjum flóðbylgjum á þeim svæðum Indlands, sem verst urðu úti í flóðbylgjunum á annan í jólum. Lögreglubílar óku þar um með gjallarhorn, þar sem fólk var hvatt til að forða sér frá ströndinni og sjónarvottar segja að skelfingu lostnir íbúar forði sér nú inn í land til öryggis. 30.12.2004 00:01
7 uppreisnarmenn drepnir Sádi-Arabískar öryggisveitir drápu í gær sjö herskáa uppreisnarmenn, þegar þær réðust inn í hús í Riyadh, stuttu eftir að tvær bílsprengjur sprungu í borginni. Bílarnir sem sprengdir voru í loft upp voru fyrir utan innanríkisráðuneytið og miðstöð öryggissveita í borginni. Fjórir menn særðust alvarlega í sprengingunum. 30.12.2004 00:01
Þúsunda Svía saknað Óttast er að fórnarlömb hamfaranna við Indlandshaf seú á annað hundrað þúsund manns, því stöðugt finnast feliri látnir og nákvæmar fréttir hafa ekki borist frá öllum héruðum, þar sem flóðbylgjur gengu á land. Mun fleiri Svía er saknað á hamfarasvæðunum í Tælandi en þeirra 1400 sem yfirvöld hafa talið hingað til. 30.12.2004 00:01
Snjór á óvenjulegum slóðum Sjaldgæf sjón blasti við íbúum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í morgun. Mikill snjór var í fjöllum í grennd við borgina Ras al-Kæma sem er í norðurhluta furstadæmana, en slíkri ofankomu eru íbúar á svæðinu ekki vanir, enda hitabeltisloftslag þar nánast allt árið um kring. 30.12.2004 00:01
Óttast að 200 þúsund missi vinnu Óttast er að minnst tvö hundruð þúsund manns sem störfuðu við ferðaþjónustu í Taílandi missi vinnuna sína vegna hamfaraflóðanna í suð-austur Asíu. Þetta kemur fram í taílenska dagblaðinu The Nation í dag. Ferðaþjónusta hefur verið mikilvægur iðnaður í landinu um árabil og skilað þjóðarbúinu sem samsvarar um sjö hundruð milljörðum íslenskra króna í tekjur árlega. 30.12.2004 00:01
Yfir 90 þúsund látnir Mikil skelfing hefur gripið um sig á Indlandi vegna viðvörunar yfirvalda í landinu um að önnur flóðbylgja kunni að ríða yfir fljótlega. Hamfaraflóðin í Suðaustur Asíu hafa kostað hátt í hundrað þúsund mannslíf, þar af rúmlega fimmtíu þúsund bara á Indónesíu. 30.12.2004 00:01
4 þúsund Svía saknað Talið er að allt að fjögur þúsund Svía sé enn saknað eftir flóðin við Indlandshaf. Hátt í fimm hundruð Norðmanna er einnig saknað. Fregnir herma að mun fleiri Svía sé saknað á hamfarasvæðunum í Taílandi, en þeirra fjórtán hundruð, sem yfirvöld hafa talið hingað til. 30.12.2004 00:01
Staðfest að 115 þúsund hafi látist Tala látinna vegna flóðbylgjunnar af völdum jarðskjálftans við Súmötru hefur skyndilega hækkað upp í meira en 115 þúsund. Skýringin á þessari miklu hækkun eru nýjar upplýsingar frá Indónesíu, þar sem áður hafði verið talið að 52 þúsund manns hefðu týnt lífi í flóðunum miklu. 30.12.2004 00:01
Hafa eyðilagt efnahagslífið Mikhail Khodorkovsky, fyrrverandi forstjóri Yukos olíurisans, sem nú situr í fangelsi, segir stjórnvöld í Kreml hafa skemmt rússneskt efnahagslíf með því að þvinga Yukos til gjaldþrots. Khodorkosvky segist ekki vera harmi sleginn þó að fyrirtæki hans sé nú á leið undir hendur hins opinbera og hann segist þakklátur fangelsisvistinni, sem hafi gert sér kleyft að íhuga og endurskoða líf sitt. 30.12.2004 00:01
Vistir safnast upp á flugvöllum Hjálparsamtök og erlend ríki kappkosta við að senda mat og lyf til hamfarasvæðanna við Indlandshaf, en dreifing vistanna er óskilvirk vegna samgönguerfiðleika og birgðirnar safnast upp á flugvöllum. 30.12.2004 00:01
Aðsúgur gerður að ráðherra Íbúar í norðurhluta Srí Lanka gerður aðsúg að Mahinda Rajapakse, forsætisráðherra landsins, þegar hann kom á svæðið til að bera eyðilegginguna af völdum flóðsins augum. Fólkið hafði verið að segja ráðherranum frá vandræðum sínum og hvað það skorti helst þegar tilkynning barst úr hátalarakerfi þar sem fólk var beðið um að tala ekki við hann. 30.12.2004 00:01
Meiriháttar niðurskurður Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna mun á næstu sex árum skera niður kostnað sinn um 60 milljarða Bandaríkjadala. Meðal niðurskurðaraðgerða sem fyrir dyrum standa er fækkun flugmóðursskipa og eins verður þróunarverkefnum fyrir hönnun hátæknivopna seinkað. 30.12.2004 00:01
Mesta mannfall á friðartímum Fjölskyldur hafa tvístrast, foreldrar hafa misst börn sín og börn eru orðin munaðarlaus eftir hamfarirnar við Indlandshaf. Norðurlandaþjóðirnar hafa orðið illa úti. Þetta er mesta mannfall á friðartímum í Skandinavíu. 30.12.2004 00:01
Sigur Júsjenkós stendur Hæstiréttur Úkraínu hafnaði í dag kröfu Viktors Janúkóvíts, forsætisráðherra, um að forsetakosningarnar á sunnudag yrðu dæmdar ógildar. Rétturinn taldi að Janúkóvíts hefði ekki tekist að sýna fram á að kosningarnar hefðu verið ólöglegar. 30.12.2004 00:01
Stjórnvöld brugðust of seint við Stjórnvöld í Svíþjóð og Noregi eru harðlega gagnrýnd fyrir að bregðast seint við afleiðingum hamfaraflóðanna í Suðaustur-Asíu. Forsætisráðherra Svíþjóðar segir að á annað þúsund Svía kunni að hafa farist. Ekki er vitað um afdrif á fimmta hundrað Norðmanna. 30.12.2004 00:01
Staðfest að 125 þúsund hafa látist Staðfest er að 125 þúsund manns séu látnir eftir hamfarirnar í Indlandshafi. Óttast er sú tala eigi eftir að tvöfaldast. Talið er að í Indónesíu einni hafi hundrað þúsund manns farist. 30.12.2004 00:01
Meira en 68 þúsund látnir Staðfest er að meira en 68.000 manns hafi týnt lífi í hamförunum í Suður og Austur Asíu og ljóst að tala látinna heldur áfram að hækka. Þá er staðfest að 174 erlendir ferðamenn hafi týnt lífi og hátt í þrjú þúsund er saknað, þar af um fimmtán hundruð frá Svíþjóð. Ekki er vitað um afdrif hátt í átta hundruð Norðmanna, meira en tvöhundruð manna er saknað frá Danmörku og Finnlandi. 29.12.2004 00:01
28 létust í Írak í morgun Að minnsta kosti 28 manns eru látnir eftir sprengingu í Baghdad, þegar lögreglumenn gerðu áhlaup á hús skæruliða í morgun. Lögreglumenn réðust að húsinu eftir að þeim barst tilkynning um að skæruliðar héldu sig innandyra. 29.12.2004 00:01
Vill ekki stjórnarfund Viktor Júsjenkó, sigurvegari endurtekinna forsetakosninga í Úkraínu hefur kvatt stuðningsmenn sína til þess að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma í veg fyrir fund ríkisstjórnar landsins í dag. 29.12.2004 00:01
Þóttust veikir Harðorð skilaboð til starfsmanna bandarísks flugfélags sem hringdu sig inn veika yfir jólin voru spiluð bæði í útvarpi og sjónvarpi í Bandaríkjunum í gær. 29.12.2004 00:01
Neitar að samþykkja niðurstöðuna Viktor Janúkóvitsj, sem sigraði í fyrri umferð forsetakosninganna í Úkraínu neitar að samþykkja sigur Júsjenkós, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, í síðari umferðinni og hefur lagt fram formlega kvörtun til kjörstjórnar landsins. 29.12.2004 00:01
Eyðileggingin mest á Sri Lanka Tala látinna vegna flóðbylgjunnar á Indlandshafi nálgast nú sjötíu þúsund manns. Flestir hafa látið lífið í Aceh héraði á Indónesíu en eyðileggingin er hvað mest á Sri Lanka þar sem allt stjórn- og efnahagskerfi er lamað. 29.12.2004 00:01
Fjölmargra Norðurlandabúa saknað Um það bil 3500 erlendra ferðamanna er enn saknað eftir hamfarirnar í Asíu, þar af um fimmtánhundruð Svía og fjögur hundruð og fimmtíu Norðmanna. Þarlend yfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að hafa áttað sig seint á alvarleika málsins. 29.12.2004 00:01
5 milljónir skortir nauðsynjar Talið er að allt að fimm milljónir manna skorti brýnustu lífsnauðsynjar eftir náttúruhamfarirnar við Indlandshaf. Ýmist skorti drykkjarvatn, mat eða eða lágmarks heilsugæslu. Hinar ýsmu stofnanir Sameinuðu þjóðanna einbeita sér nú að því að koma þessu fólki til hjálpar, ekki síst í ljósi þess að drepsóttir geta auðveldlega blossað upp við þessar kringumstæður. 29.12.2004 00:01
Sontag látin Bandaríski rithöfundurinn og baráttukonan Susan Sontag er látin, 71 árs að aldri. Banamein hennar var hvítblæði. Frægasta bók hennar er The Volcano Lover en hún var þó helst þekkt fyrir styttri ritgerðir sínar. Sontag tók virkan þátt í stjórnmálum og baráttu fyrir mannréttindum. Sontag var virkur þátttakandi í mótmælum rithöfnda vegna dauðadóms Salmans Rushdie. 29.12.2004 00:01
Meira en 100 þúsund látnir? Talsmenn alþjóða Rauða Krossins segja líklegt að tala látinna í hamförunum í Asíu fari yfir eitt hundrað þúsund þegar í ljós komi hve margir hafa týnt lífi á eyjunum Andaman og Nicobar. Einnig er óttast að tala látinna í Aceh -héraðinu einu saman verði á milli 58 þúsund þegar öll kurl verða komin til grafar. 29.12.2004 00:01
2 Danir fórust í járnbrautarslysi Tveir danir fórust og einn slasaðist alvarlega þega bíll varð fyrir járnbrautarlest nálægt bænum varde á Jótlandi. Fjórði maðurinn, sem var í bílnum slapp nær ómeiddur. Talið er að sól hafi blindað ökumann bílsins og að hann hafi ekki séð þegar slá seig niður til að loka fyrir bílaumferð yfir teinana. 29.12.2004 00:01
Dýr flúðu flóðbylgjuna Á meðan rúmlega 22 þúsund manns hafa týnt lífinu í Sri Lanka í hörmungunum í suðaustur-Asíu kemur það mönnum á óvart að engin dýrshræ hafa fundist að ráði í Yala-þjóðgarðinum . 29.12.2004 00:01
Rúmlega átta hundruð hermenn féllu Alls hafa 1.324 bandarískir hermenn fallið í Írak frá því að stríðið hófst í mars í fyrra og 9981 særst samkvæmt upplýsingum frá bandaríska varnarmálaráðuneytinu. Af hinum særðu sneru 4680 aftur til skyldustarfa innan viku frá því þeir særðust. 29.12.2004 00:01
Herlið Úkraínu burt úr Írak Úkraína mun smám saman fækka í 1600 manna herliði sínu í Írak á næsta ári og draga það að lokum allt til baka í árslok 2005, að sögn Oleksandr Kuzmuk, varnarmálaráðherra landsins. 29.12.2004 00:01
Janúkovitsj meinað að stjórnarráði Um eitt þúsund mótmælendur skrýddir appelsínugulum lit slógu skjaldborg um stjórnarráð Úkraínu í gær og vörnuðu Viktor Janúkovitsj forsætisráðherra inngöngu og gat hann því ekki kallað saman ráðuneytisfund. 29.12.2004 00:01
75 prósent Súmötru í rúst Þrír fjórðu hlutar strandlengjunnar á eyjunni Súmötru í Indónesíu eru í rúst og nokkrir bæir jöfnuðust við jörðu í jarðskjálftanum og flóðbylgjunni á sunnudag að sögn talsmanna indónesíska hersins 29.12.2004 00:01
Indverjar fá sér viðvörunarbúnað Indversk yfirvöld hafa tilkynnt að þau ætla að koma sér upp búnaði til að vara við hættulegum flóðbylgjum á borð við þá sem skall á landið á sunnudag. Taíland er eina ríkið af þeim ellefu sem urðu fyrir barðinu á flóðbylgjunni sem býr yfir slíkum búnaði. 29.12.2004 00:01