Erlent

Óttast að 200 þúsund missi vinnu

Óttast er að minnst tvö hundruð þúsund manns sem störfuðu við ferðaþjónustu í Taílandi missi vinnuna sína vegna hamfaraflóðanna í suð-austur Asíu. Þetta kemur fram í taílenska dagblaðinu The Nation í dag. Ferðaþjónusta hefur verið mikilvægur iðnaður í landinu um árabil og skilað þjóðarbúinu sem samsvarar um sjö hundruð milljörðum íslenskra króna í tekjur árlega. Eyjarnar Phúket, Krabi og Phang Nga hafa skilað langmestum hagnaði hingað til, en þær urðu allar illa úti í flóðunum. Ljóst er að afleiðingar hamfaraflóðanna í suðaustur Asíu eru skelfilegar þar sem milljónir hafa misst lífsviðurværi sitt, en mörg sjávarþorp þurrkuðust út og fiskiskip og hafnir eyðilögðust þegar flóðbylgjur sópuðu þeim burt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×