Erlent

169 létust í eldsvoða í Argentínu

Að minnsta kosti 169 ungmenni létust og 375 slösuðust í bruna í næturklúbbi í Buenos Aires í Argentínu í nótt. Mikill ótti greip um sig á staðnum með þeim afleiðingum að fólk kramdist við neyðarútganga sem höfðu í sumum tilfellum verið bundnir fastir. Eldurinn braust út eftir að blysi var skotið upp í loft staðarins á meðan tónleikum rokksveitar stóð. Fjögur þúsund manns voru á staðnum þegar eldsvoðinn breiddist út með ógnarhraða. Flestir hinna látnu létust úr reykeitrun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×