Erlent

Varað við frekari flóðbylgjum

Indversk stjórnvöld vöruðu í morgun við nýjum flóðbylgjum á þeim svæðum Indlands, sem verst urðu úti í flóðbylgjunum á annan í jólum. Lögreglubílar óku þar um með gjallarhorn, þar sem fólk var hvatt til að forða sér frá ströndinni og sjónarvottar segja að skelfingu lostnir íbúar forði sér nú inn í land til öryggis. Engar nánari skýringar hafa fengist á þessari viðvörun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×