„Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Smári Jökull Jónsson skrifar 4. júlí 2025 20:54 Nichole Leigh Mosty segir Ísland ekki vera með stefnu um innflytjendur og flóttafólk og kallar eftir viðbrögðum stjórnvalda. Vísir/Vilhelm Stefnuleysi ríkir í málefnum barna með erlendan bakgrunn að sögn doktorsnema. Hækkandi tíðni ofbeldis meðal barnanna og aukið einelti sýni fram á að ekki hafi verið haldið nægilega vel utan um þau. Í áætlun stjórnvalda um aðgerðir vegna ofbeldis meðal barna kemur fram að börn af erlendum uppruna eru mun oftar lögð í einelti en íslensk börn. Slagsmál eru einnig algengari hjá þessum hópi og sérstaklega hjá yngri börnum. Munur er á hlutfalli barna sem upplifað hafa einelti út frá uppruna. Tölfræðin er fengin úr Íslensku Æskulýðsrannsókninni.Sýn Þá hefur hlutfall grunaðra með erlendan bakgrunn í málaskrá lögreglu aukist úr 2% árið 2020 í 19% á síðasta ári. Nichole Leigh Mosty, doktorsnemi við deild menntunar og margbreytileika við Háskóla Íslands, segir inngildingu fólks af erlendum uppruna eiga við um allt samfélagið. „Þegar tölfræðin eykst þá er það ekki vegna þess að það sé einhver ákveðinn árgangur heldur því við höfum ekki unnið nægilega vel frá grunni. Stofnun eins og leikskóli í alþjóðlegum plöggum er með stór hlutverk hvað varðar inngildingu barna og fjölskyldu. Ef það tekst ekki þar þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið,“ sagði Nichole í kvöldfréttum Sýnar. Grípa þurfi til aðgerða Hún segir ennfremur að þegar Fjölmenningarsetrið var lagt niður hafi orðið stöðnun í málaflokknum. Rétt áður hafi verið gefinn út leiðarvísir fyrir sveitarfélög um móttöku fólks þar sem voru ítarlegar leiðbeiningar varðandi innflytjendur í skólum í upplýsingagjöf og um hvernig þriðji aðili líkt og félagasamtök vinna með bæði eldri og yngri innflytjendum. Grípa þurfi aftur til slíkra aðgerða. „Í víðara samhengi erum við ekki með inngildingarstefnu. Við erum ekki með stefnu um innflytjendur og flóttafólk. Allt er bútasaumur og við höfum verið í sérrúrræðum og átökum hingað og þangað.“ Ákall til nýrrar ríkisstjórnar Nichole segir skóla og íþróttafélög gegna mikilvægu hlutverki og ekki síst hvað varðar foreldra. „Við þurfum að vinna með foreldrum og tryggja að þau séu tengd inn í samfélagið svo það virki líka fyrir börnin. Kennarar, þjálfarar og aðrir í samfélaginu sem vinna með börn og fjölskyldu þurfa að muna að bakvið hvert barn er fjölskylda,“ og bætir við að þessir aðilar hafi einnig kallað eftir heildstæðri stefnu í málaflokknum. Hægt sé að sækja reynslu til landa þar sem vel hafi gengið. Hún kallar eftir viðbrögðum stjórnvalda og segir að umræðan um innflytjendamál sé of neikvæð. Ísland hafi tekið skref til baka í að skilgreina innflytjendamál sem erfið og vesen. „Spurning til nýrrar ríkisstjórnar og yfirvalda að íhuga aðeins að klára stefnu varðandi innflytjendur og huga vel að hvaða aðgerðir þarf til að stoppa þróun sem tölfræðin sýnir varðandi einelti og ofbeldi.“ Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Lögreglumál Barnavernd Grunnskólar Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Í áætlun stjórnvalda um aðgerðir vegna ofbeldis meðal barna kemur fram að börn af erlendum uppruna eru mun oftar lögð í einelti en íslensk börn. Slagsmál eru einnig algengari hjá þessum hópi og sérstaklega hjá yngri börnum. Munur er á hlutfalli barna sem upplifað hafa einelti út frá uppruna. Tölfræðin er fengin úr Íslensku Æskulýðsrannsókninni.Sýn Þá hefur hlutfall grunaðra með erlendan bakgrunn í málaskrá lögreglu aukist úr 2% árið 2020 í 19% á síðasta ári. Nichole Leigh Mosty, doktorsnemi við deild menntunar og margbreytileika við Háskóla Íslands, segir inngildingu fólks af erlendum uppruna eiga við um allt samfélagið. „Þegar tölfræðin eykst þá er það ekki vegna þess að það sé einhver ákveðinn árgangur heldur því við höfum ekki unnið nægilega vel frá grunni. Stofnun eins og leikskóli í alþjóðlegum plöggum er með stór hlutverk hvað varðar inngildingu barna og fjölskyldu. Ef það tekst ekki þar þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið,“ sagði Nichole í kvöldfréttum Sýnar. Grípa þurfi til aðgerða Hún segir ennfremur að þegar Fjölmenningarsetrið var lagt niður hafi orðið stöðnun í málaflokknum. Rétt áður hafi verið gefinn út leiðarvísir fyrir sveitarfélög um móttöku fólks þar sem voru ítarlegar leiðbeiningar varðandi innflytjendur í skólum í upplýsingagjöf og um hvernig þriðji aðili líkt og félagasamtök vinna með bæði eldri og yngri innflytjendum. Grípa þurfi aftur til slíkra aðgerða. „Í víðara samhengi erum við ekki með inngildingarstefnu. Við erum ekki með stefnu um innflytjendur og flóttafólk. Allt er bútasaumur og við höfum verið í sérrúrræðum og átökum hingað og þangað.“ Ákall til nýrrar ríkisstjórnar Nichole segir skóla og íþróttafélög gegna mikilvægu hlutverki og ekki síst hvað varðar foreldra. „Við þurfum að vinna með foreldrum og tryggja að þau séu tengd inn í samfélagið svo það virki líka fyrir börnin. Kennarar, þjálfarar og aðrir í samfélaginu sem vinna með börn og fjölskyldu þurfa að muna að bakvið hvert barn er fjölskylda,“ og bætir við að þessir aðilar hafi einnig kallað eftir heildstæðri stefnu í málaflokknum. Hægt sé að sækja reynslu til landa þar sem vel hafi gengið. Hún kallar eftir viðbrögðum stjórnvalda og segir að umræðan um innflytjendamál sé of neikvæð. Ísland hafi tekið skref til baka í að skilgreina innflytjendamál sem erfið og vesen. „Spurning til nýrrar ríkisstjórnar og yfirvalda að íhuga aðeins að klára stefnu varðandi innflytjendur og huga vel að hvaða aðgerðir þarf til að stoppa þróun sem tölfræðin sýnir varðandi einelti og ofbeldi.“
Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Lögreglumál Barnavernd Grunnskólar Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent