Erlent

Tala látinna hækkar enn

Hátt í hundrað og þrjátíu þúsund manns eru nú taldir af eftir hamfarirnar við Indlandshaf á annan í jólum og er talið víst að sú tala eigi eftir að hækka töluvert. Heilbrigðisráðherra Indónesíu segir að líklega séu fleiri en hundrað þúsund látnir í landinu. Tala látinna á Indlandi hefur lækkað úr þrettán þúsund niður í tæp ellefu þúsund eftir að fólk sem talið var af á Andaman og Nicobar eyjum fannst heilt á húfi. Á Srí Lanka er a.m.k. fimm þúsund saknað og tuttugu og átta þúsund lík fundin. Kínverjar hafa heitið sextíu milljónum dala til hjálparstarfsins sem nú er komið í fullan gang. Fjöldi flutningabifreiða með matvæli, lyf og líkpoka er nú kominn á hamfarasvæðin og birgðum er kastað úr flugvélum til afskekktra þorpa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×